3.5.2010 | 20:00
Ég vill verða Seðlabankastjóri.
Það ber svo við um þessar mundir að maður hefur ekki hugmynd um hvort að maður er sofandi eða vakandi upphandleggir mínir eru orðnir fagurbláir af gaffalstungum því að þegar kemur að fréttum sest maður niður með steikargaffal og stingur sig reglulega í upphandlegg til að vera viss um að maður sé vakandi en ekki sofandi því það sem er einna helst í fréttum er þvílíkt að mun betra væri að um martröð væri að ræða. Það er martröð sofandi manns en ekki martröð sem er raunveruleg.
Ég er farin að halda að við þurfum að leita til þjóðkirkjunnar og fá þá til að reka út þá illu anda sem að virðast hafa tekið sér bólstað í ríkisbyggingum þeim sem að standa umhverfis andapollinn í miðbæ höfuðstaðarins. Hvaða andi er á ferðinni núna eða andar jú það er bílalána andagiftin, hausnæðislánasjóðs andremman og síðan kemur þetta eins og skrattinn úr sauðaleggnum hækkun launa til Seðlabankastjóra sem nota ben var ekki ráðin pólitískt heldur faglega að því að sagt er en enginn trúir.
Þegar þetta lekur síðan út tekur við litlugulu hænu heilkennið og engin hefur heyrt neitt séð neitt eða yfirleitt veit neitt. Heldur þetta fólk að við virkilega trúum þessu bulli. Heldur það virkilega að við séum svo arfa vitlaus að í þessum nána vinahring þar sem hver stendur þétt við annan að allir viti ekki um svona mál heldur þetta fólk virkilega að fulltrúi í bankaráði beri fram svona tillögu nema í umboði því sem að hann situr í sem í þessu tilfelli er umboð Samfylkingar og heldur síðan Seðlabankastjóri að við trúum því að hann hafi ekki vitað af þessu hann starfa jú með þessu ráði.
Þessi stjórn hefur verið dugleg að setja bönn og boð og reglur um allan andskotann það hlýtur því að liggja beint við að næst verði sett í lög að skylt sé að hækka alla í launum svona surprise að minnstakosti einu sinni á ári og þá um allavega þreföld lágmarkslaun.´
Ég vil fara að sjá nýjan flokk fólks með jarðtengingu fólks sem stundar venjulega launavinnu fólks sem að vill frelsi og að framtak einstaklingsins njóti sín. Flokk fólks sem að er nógu skynsamt til að vita það að svona gerir maður ekki. Flokk fólks sem að ég get trúað. Þangað til vil ég vera Seðlabankastjóri en sennilega verð ég fyrst að stonfa minn eigin flokk. Er einhver memm.
Már myndi ekki þiggja launahækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.