Magnað.

Er ekki eldstöðin staðsett á Fimmvörðuháls, hún hlýtur þá bara að vera eldstöðin á Fimmvörðuhálsi enda vaxin út úr honum.

Ég man ekki eftir að unglingabólur mínar hefðu hlotið nein sérstök örnefni einar og sér þær voru staðsettar á skrokknum á mér og voru nefndar eftir því, það var bólan á nefinu eða bólan á enninu Þær hétu ekki sérstökum skírnarnöfnum Sama tel ég að gildi um bóluna á Fimmvörðuhálsi.

Um það að selja nafngiftina á Ebay ef ég ekki annað að segja en að þá hafi Íslendingar náð nýjum lægðum í sjálfsviriðngu að mínu mati.

 


mbl.is Nafn nýrrar eldstöðvar verði boðið upp á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Jón, það er alveg magnað hvað þetta er léleg hugmynd.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Snowman

Jón, undir Mýrdalsjökli er eldstöð, aðeins betur þekkt en þessi.  Sú hefur eigið nafn, Katla.  Það verður mun auðveldara fyrir erlenda ferðamenn sem og fréttamenn að segja Katla en Mýrdalsjökull.  Þess vegna sé ég ekkert því til fyrirstöðu að eldstöðin fengi sitt eigið nafn.   Og hvað væri betra en eitthvað sem tengist Heklu og Kötlu sem liggja sitt hvoru megin við.  Það mætti t.d. nefna þessa eldstöð Tutlu eða Bitlu. Eða með tengingu við jökulinn og kalla hana Eytlu.

Snowman, 21.4.2010 kl. 23:59

3 identicon

Liggur ekki næst við að kalla hana Varða eða jafnvel Fimmvarða.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 01:31

4 identicon

Ég fann undirskrift í náttúrunni....Þetta nýja fjall á að heita TÝR 

https://z-mbox-02.simnet.is/service/home/~/?id=35300&part=3&auth=co&disp=i

anna (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband