Hvernig lýkur hnattrænni hlýnun þá.

"Dr. Mark Serreze, við bandarísku ísrannsóknamiðstöðina, sem tók upplýsingarnar saman segir að þessar nýju niðurstöður þýði ekki að hnattrænni hlýnun sé lokið. Hann segir að vöxt hafíssins megi þakka óvenju miklum kuldum, einkum í Beringshafi."

Maðurinn segir að þetta þýði ekki að það sé hætt að hlýna heldur þýði þetta að það hafi verið óvenjulega kalt?

Er það ekki svoleiðis sem að það hættir að hlýna það hlýnar ekki meir heldur kólnar?

Mér sýnist heimsendaspáinn verða götóttari með hverjum mánuðinum en sjáum til,


Ég hef verið einn af efahyggjumönnum í þessum málum og ætla að halda því áfram ég tel að ég sé svo heppin að hafa lifað hlýindi en tel mig líka hafa verið heppin vegna þess að ég hef geymt lopapeysuna mína.

Það versta sem gæti hent heimi sem er í kreppu núna væri að það kólnaði vel. Því vona ég að ég hafi rangt fyrir mér í þessu máli.


mbl.is Hafís eykst á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Henni lýkur ekki fyrr en hitastigið er komið niður fyrir alkul -273,15 °C

Við alkul er engin hreyfing, jafnvel rafeindir  standa í stað. Samkvæmt þriðja lögmáli  varmafræðinnar  er ekki hægt að ná alkuli, árið  1993 komst rannsóknarstofa í lághita við Helsinki  næst því þegar þeir náðu hitastiginu 2,8 \cdot 10^{-10} \mbox{ K}.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 14:15

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hitastigið hefur verið að lækka síðast liðinn áratug. Heitasta árið var fyrir 2000.

Þetta hefur verið mjög óþægilegt fyrir þá sem halda á lofti kenningunni um manndryfina hlínun jarðar

og þá sem þrýsta á hnattvæðingu kolefnis-gjafakvótakerfisins sem stóru fjölþjóðlegu iðnfyrirtækin og stór fjárfestar eru byrjaðir að mala gull á.

Í kringum kenninguna um manndryfina hlýnun jarðar er að spynnast "Valdamesta Hagsmunanet Heimsins": http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/996208/

Jón Þór Ólafsson, 5.4.2010 kl. 15:07

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessi áratugur hefur verið sá hlýjasti sem mælst hefur á jörðinni og þetta ár verður líklega það hlýjasta það sem af er öldinni og jafnvel frá upphafi mælinga. Það er bara árið 1998 sem hefur verið hlýrra en síðustu 10 ár, samkvæmt flestum gögnum. Þetta ár gæti þó orðið hlýrra en 1998 en bæði þessi ár einkennast af El Nino áhrifum. Reyndar er stundum talað um „Super EL Nino“ árið 1998 enda var sá óvenju öflugur.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.4.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband