Vér Íslendingar erum skrítnar skepnur.

Þessi þjóð á sennilega ekki sínn líka þó leitað væri á hverju byggðu bóli sem finnst á hnettinum. Þjónka okkar við valdhafa bæði stjórnunarlega og peningalega er alveg ótrúleg. Ég velti því stundum fyrir mér hvort að frumbyggjar þessa lands hafi dáið út með víkingunum á Grænlandi og þeir sem hér hafa búið síðustu hundruð árin séu afkomendur niðurbrotinna þræla skaplaus hjörð smámenna sem hleypur eins og rolluhjörð undan smölum sínum sem eru að færa hjörðina í sláturhúsið.

Hvað er það sem veldur mér þessum hugleiðingum á sjálfum páskum jú það eru nokkur atriði. Það fyrsta er sú það sem ég vil kalla samræmda bensínhækkun sem varð fyrir fyrstu ferðahelgi ársins það er mín skoðun að hér hafi menn tekið höndum saman og ákveðið að nú skildi fólk plokkað og það í takt og ekki voru viðbrögð frá ráðamönnum enda eru þeir fullir lotningar gagnvart þessum aðilum og vilja helst vera með nefið þegar þeir umgangast á þeim stað þar sem sólin skín aldrei.

Annað sem að hefur valdið þessu geðvonskukasti mínu nú á síðasta degi fyrir páska er að ég þurfti að versla í matinn. Ég ákvað að dreifa þessu og fór í þrjár verslanir eina sem að hefur mynd af fyrrverandi ráðamanni Dýrabæjar í skjaldarmerki sínu aðra sem að kennir sig við gjaldmiðil vorn og þá þriðju sem dregur nafn sitt af fæðubirgðum sjómanna. Mér varð hugsað til barnaskólaáranna þegar ferðinni var lokið og þeirri sögu að einokunarkaupmenn hefðu selt Íslendingum maðkað mjöl og svo sannarlega hefur það ekki breyst að horfa á appelsínur sem kosta ekkert lítið horfandi á móti manni grútmyglaðar er ekki sérstaklega aðlaðandi þó að pensilín át í þessu formi spari kannski fyrir Álfheiði eða þá vínber sem að hafa litarraft spariskóa enda á sama verðlagi og meðal góðir skór. Þetta myndu sennilega engir aðrir en Íslendingar láta bjóða sér. Ég verð þó að viðurkenna að verslun sú er kennir sig við matarbyrgðir sjómanna kom mér skemmtilega á óvart en þangað hef ég ekki komið áður en mun gera meira af því í framtíðinni þegar ég nenni ekki að keyra í annað bæjarfélag til að versla hjá þeirri verslun sem hefur alltaf verið trú sjálfri sér.

Eina verslun enn fór ég í verslun sem að ég hef oft komið í og skartar í nafni sínu lýsingarorði sem á að útleggjast að þar kosti hlutirnir lítið. Ekki varð það til að bæta skapið ég hef leitað lengi að stormjárni en ekki verið tilbúin til að greiða verð íbúðarhúsnæðis fyrir það. Ég taldi mig því hafa himin höndum tekið þegar ég sá stormjárn þarna og ætlaði að kaupa svona fjögur stykki þegar ég sá að blessuð járnin eru á sama verði og í þeim verslunum sem hafa lenti ínáðarfaðmi skjaldborgarinnar og hafa ekki þótt þær ódýrustu hér á þessu bóli. Þegar ég fór svo að skoða í kringum mig áttaði ég mig á því að þessi fyrrum góða verslun að mínu mati hefur smitast af Íslensku álagningar veirunni og mun ég varla leggja leið mína þangað aftur.

En það sorglegasta í þessu öllu er það að við við fólkið erum sökudólgarnir því við gerum ekki neitt. Þrátt fyrir svívirðilega hækkun á eldsneyti hefur ekki nokkur maður dregið úr keyrslu hvað þá tekið þátt í aðgerðum til að knýja á endurbætur. Ótrúlega fáir leggja það á sig að beina verslun sinni til aðila sem hafa í gegnum tíðina verið samkvæmir sjálfum sér og tóku ekki þátt í bullinu. Ég er ekkert skárri heldur en margir aðrir en er þó að gera mér grein fyrir því að ef við viljum breytingar verðum við að skapa þær sjálf annars verða þær ekki því miður.

Extra tyggjópakki sem að kostaði fyrir ekki mjög löngu síðan 90 kr kostar í dag vel á þriðja hundrað krónur ef það er ekki dæmi um aukna álagningu þá veit ég ekki hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband