Að þekkja munin á kynjunum

Það virðist reynast mörgum erfitt alla vega finnst mér það eftir mikinn lestur merkilgrar bókar í dag ég er kannski ekki kynvilltur á eftir en finn að ég er kynlega rugglaður.

Ég er að lesa eina kynlegustu handbók sem að ég hef séð ég er búin að lesa 74 bls af einhverju sem að ég skil ekki, ég skildi tvennt það er efnisyfirlitið og tenglalistann.
Annað var runa af því sem að ég leyfi mér að kalla bölvað kjaftæði.

Hvaða bók er það sem fer svona í taugarnar á mér, það er handbók um kynjaða fjárlagagerð: Mikið rit með rýrt innihald að mínu mati. Gjarnan vildi ég vita hvað sú góða bók hefur kostað og held ég reyni að grafast fyrir um það. Ég get ekki séð á neinum stað eitthvað sem að gefur hugmynd um hvað verið er að fjalla um. Ég verð þó að viðurkenna að ég skildi eina setningu sem var

"Kynferði lýsir hins vegar líffræðilegum mun milli karla og kvenna og er ætíð hið sama"

Ég skildi þetta þó fullyrðingin sé í sjálfu sér röng, nútíminn hefur boðið upp á breytilegt kynferði sama einstaklings, þannig að kynferði er ekki ætið það sama en munurinn á kynjunum er alltaf sá sami eða var það alla vega síðast þegar ég vissi.
Karlar eru með .....  konur með .... og ....  En það vissi ég nú án þess að þurfa að lesa bækling um sem sennilega myndi fjalla um samþættingu kynjanna enda er ég orðin faðir og börnin mín virðast skilja þetta líka því ég er líka orðin afi.

Hvað ætli svona bæklingur um samlíf kynjanna myndi heita hmmmm kannski Leiðbeiningar um samkynjun 74 bls um hvernig kynin renna saman í eitt.

Tek fram að í þessari setningu felst engin ádeila á samkynhneigð, kynhegðun annarra og einkalíf kemur mér einfaldlega ekki við hér er eingöngu verið að fjalla um þessa kynlegu bók.

Hvað ætli sambúð verði kölluð í framtíðinni kannski tvíkynjuð samþætting og fljótlega verða sennilega sett lög um að getnaður verði að fara fram þannig að legið sé á hliðinni því gæta verður að jafnri stöðu kynja í hinu tvíkynjaða sambúðarformi. Sektin fyrir að brölta á bak verður fjörbaugsgarður eða skógganga.

En ég ætla a kvelja sjálfan mig og lesa helv bæklinginn aftur enda má ekki minna vera en að maður reyni að skilja það sem skattpeningar mans fara í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband