Ekki lykkjufall í gjaldborginni

Það má með sanni segja að okkar ástkæru leiðtogum sem á helgidögum kenna sig við jöfnuð og velferð verður ekki lykkjufall í þeirri stefnu sinni að hjálpa þeim sem eru þeim hjartfólgnari en aðrir og eiga smá peninga en láta þá sem betur liggja við höggi finna fyrir því. 

Þeir fylgja svikalaust stefnu Napoleons leiðtoga dýragarðsbæjar sem lagði línurnar fyrir jöfnuð og velferð á þeim bænum. Ég tek þetta svo að verið sé að fjalla hér um það sem ég meina að sé leiðrétting ekki afskrift heldur að skila til baka því sem ranglega var tekið af fólki þetta eru engar andskotans afskriftir, ekki afláts bréf eða syndakvittun það var gerð efnahagsleg fimtu herdeildar árás á fólkið í landinu og það krefst leiðréttingar.
það má líkja þessu við að einhver hafi stolið af þér sunnudagslærinu og hafi nú ákveðið að skila hæklinum en vill taka afgjald af helmingnum af honum þannig að lokum siturðu uppi með ekkert nema verðmiðan sem bundin var í augað. Sem er í takt við stefnu stjórnvalda um að fólkið í landinu eigi að borga partýið sem fólkið tók ekki þátt í. Vermiðan og þá skyldu að borga hann skal aldrei fella niður þó aðrir hafi étið lærið.

Síðan langar mig að vita hvort að þetta sama gildir um aðrar og þá raunverulegar niðurfellingar það er þegar að með kennitöluflakki milljörðum er velt af sumum fyrirtækjum meðan önnur eru svelt til bana svo að máttarvöldum þóknanleg fyrirtæki geti haft markaðinn í friði. Það eru raunveruleg dæmi til um svoleiðis. Hver borgar til dæmis skatt ef skuldir verða felldar niður hjá veldinu sem er með Napoleon í merki sínu láta dýragarðsbæjar flokkarnir einhvern borga skatt af þeim eða er það bara þjóðin sem gerir það í hærra matarverði. Enda er hærra mataverð góð aðferð til að telja þjóðinni trú um að betra sé að afsala sér sjálfstæðinu á hendur erlends valds.

Velferðar stjórnin þarf að fara að svara fyrir það hvers vegna hún stendur þvílíkan vörð um fjármagnið það er farið að hvarfla að mínum mengaða heila að það sé vegna þess að það sé verið að gæta eigin hagsmuna. Hvers vegna er ekki búið að gefa út skýrsluna er það vegna þess að niðurstaða hennar er ekki velferðarstjórninni að skapi. Það þarf ekki 1000 blaðsíður til að segja "Þetta var allt Davíð að kenna" Það skildi þó ekki vera að í skýrslunni kæmi fram að það væri bara ekkert honum að kenna og aðrir sem jafnvel nú sitja við völd hafi einnig átt hlut að máli.

En nú þurfa sumir að vinna og hætta að eyðileggja daginn fyrir sér með því að hugsa um hvernig komið er fyrir vorri þjóð. En hið sorglega er að engin þjóð fær betri stjórn en hún á skilið við kusum nefnilega stjornvöld.


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi skattprósenta af "niðurfellingunnii", skattabreytingarnar og skattpíningin yfirleitt, er hreinasta svívirða.  Með þessu held ég að Steingrímur Júdas hafi endanlega "mokað yfir sig".

Jóhann Elíasson, 19.3.2010 kl. 08:46

2 Smámynd: Hamarinn

Þvílík svívirða. Að þessi stjórn skuli voga sér að kenna sig við velferð og jöfnuð, þegar hún hefur aðeins eitt markmið.

Að vernda hag lánadrottna.

Burt með þessa FÁBJÁNA.

Þó að 5% þjóðarinnar séu fábjánar samkvæmt vísindalegri mælingu Þráins Bertelsonar, þá virðast um 80% þingmanna vera FÁBJÁNAR.

Hamarinn, 19.3.2010 kl. 09:40

3 identicon

Gaman að lesa ruglið sem kemur upp úr þér

  Það eina sem er verið að seilast í vasa skattborgara, er akkúrat þegar verið er að afskrifa!!! Þá er verið að fara ofan í vasa skattborgara. Þegar verið er að ná í skatt til stóreignamanna, kennitöluflakkara, og eignarhaldsfélaga, þá er verið að ná einhverju til baka af gjöfinni sem pakkið fékk!!!

    ::....Skilur þú karlinn minn

     Gjöfin til almennra borgara í formi lágra afskrifta verður ekki skattlögð. 

jóhannes (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 10:45

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hverju er verið að ná til baka af kennitöluflökkurunum Jóhannes hvaða verðmætum og það er nefnilega bullið í þessu að það að skila aftur þýfi er ekki afskrift það er réttætti og réttlæti á að vera skattfrjálst ekki satt. Það er ekki verið að afskrifa nein verðmæti bara upptiktaðar tölur á blaði gerðu af gerendunum í hruninu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.3.2010 kl. 12:36

5 identicon

Þú hlýtur samt að geta séð jákvæðu hliðina á þessu máli, eða ertu bara þunglyndur að eðlisfari??

jóhannes (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:39

6 identicon

Það er verst að maður getur ekki gert eins og áður, bara labbað út í ÁTVR og keypt sér Brennsa og hrunið í það. Þar er búið að skettlegjja allt ´´i rugl svo að fólk bruggar frekar...

Það er ekki langt í það að Náhrímur Neikvæði taki upp gamla Færeyska kerfið.

Það var að ef þú varst ekki búin að borga skattana þína gastu ekki keypt þér áfengi!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 13:16

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er i raun eins og flestir landsmenn alveg ótrúlega jákvæður. En hugsðau málið tökum dæmi Maður átti fé á bók sem átti að falla í hruninu hann fékk það bætt segjum svona ca 10.000.000.- sem að annars hefðu tapast. annar átti lán sem að hækkaði um 10.000.000.

Það væri réttlæti að gera ekki neitt þá eru báðir jafnstæðir eftir og þurfa að bera hrunið. Hitt réttlætið er þá að fella niður 10.000.000. hjá þeim sem skuldin jókst hjá og ef að 50% af því kemur til skatts þá á einnig að færa til tekna og skats 50% af upphæðinna sem að innisætðu eigandin fékk. Það er réttlæti og velferðarstjórn og að jafna byrðunum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.3.2010 kl. 13:21

8 Smámynd: Maelstrom

Jóhannes...hvað heldurðu að fáist mikið af í ríkiskassan þegar Fons verður skattlagt vegna afskrifta?  Hvað fæst mikið í ríkiskassann þegar Gaumur verður skattlagður vegna afskrifta? 

Ég gæti haldið áfram að telja upp eignarhaldsfélög í marga daga.  Þau eru að fara á hausinn og það fæst ekki króna úr þeim.  Víkingarnir kaupa það út úr rekstrinum sem þá langar í og skilja skuldirnar og skattaskuldbindingar eftir í hræinu.  Þeim væri nær að setja lög sem gerðu svoleiðis gjörninga ekki bara riftanlega heldur refsiverða líka.

Maelstrom, 19.3.2010 kl. 15:28

9 Smámynd: Hamarinn

Eitt skil ég ekki.

Það á að skattleggja afskriftir af stökkbreyttum lánum. En hvernig var það þegar þau hækkuðu, fékk fólk skattaafslátt þá.  Ekki man ég til þess.

Hamarinn, 19.3.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband