Fyrir hverja vinnur Gylfi

Ég lít alla vegana ekki á hann sem málsvara minn og annarra venjulegra Jóna sem að gengu eðilega hér um hagkerfið á hinum svokölluð góðærisárum. Það virðist vera Gylfa og öðrum forsvarsmönnum eitur í beinum að hér nái eitthvað réttlæti fram að ganga. Málið snýst ekki um það hvort að þeir verst stöddu lifa af eða ekki málið snýst um það að hér var framið fjöldarán þar sem öll afkoma stærsta hluta landsmanna var lögð undir í einkapókerspili íslenskra fjármálasnillinga. AÐ mínu mati er þetta svipað og að framið hefði verið fjöldahryðjuverk og fullir af eftirsjá eru gerendurnir að reyna að blása í þá sem eru að yfirgefa heiminn en tíma ekki að sjá af plástri fyrir þá minna særðu. Það þarf síðan að hlynna að þeim sem verst fóru því ekki getur þjóðfélag lifað lengi með 1/3 hluta íbúanna utan hagkerfisins eftir gjaldþrot.

Það verður hér enginn friður fyrr en að almenn leiðrétting verður gerð á þeim verkum sem hér voru framin. Verkum sem að ég vil vil kalla svo ljótu nafni glæpaverk. Eða hvað er það annað en glæpur að taka stöðu á móti eigin fólki og landi kannski það sé hreinlega bara landráð en mig brestur þekkingu til þess að fullyrða það. Ef það er löglegt þá er alla vega mikið að hér og áhugaleysi stjórnvalda við að taka á málunum er orðið meira en lítið athyglisvert og þær fullyrðingar að það gæti verið vegna þess að hagsmunir séu þar á ferðinni þær fullyrðingar verða trúanlegri með hverjum deginum.

Farið því að andskotast til að gera eitthvað í málunum og sýna að þið hugsið eitthvað um þegna ykkar en ekki bara þjóhnappana á sjálfum ykkur. Gylfi á það síðan sameiginlegt með Jóhönnu og Steingrími að hans tími er liðin og umskipti í forustu okkar verkalýðsins eru orðin lífsspursmál. ASI er nefnilega samtök launamanna en ekki Evrópusambandsinna og Samfylkingarfólks og eiga því ekki að taka afstöðu með neinu nema hagsmunamálum allra launþega ekki bara sumra. ASI er heldur ekki samtök fjármagnseigenda og eiga því ekki að vera útvörður verðtryggingar og lánaokurs. Stefna þeirra í lánamálum til að verja lífeyrissjóðina sem að hafa ekki ávaxtað sitt pund þannig að yfir allan vafa sé hafið sú stefna að pína sína eigin félagsmenn með verðtryggingu fram í rauðan dauðan á þeirri forsendu að það sé verið að bjarga elliárunum mér finnst sú stefna ekki standast skoðun

Já ég er orðljótur í dag enda orðið svipað inanbrjósts og Kiðhús í þríðju heimsókn kellingar og kalls.


mbl.is Gagnast ekki þeim verst settu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru s.s. Evrópusambandssinnar og Samfylkingarfólk ekki launafólk?

Skúli (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 17:54

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Er sammála þér að tími Gylfa er liðinn, löngu liðinn.

Birgir Viðar Halldórsson, 14.3.2010 kl. 18:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tími hans kom aldrei, honum var plantað þarna til að gæta hagsmuna Samfylkingunnar.  Þessi maður svo og flestir aðrir verkalýðsforingjar eru heillum horfnir og hugsa bara um boruna á sér sjálfum.  Það þar ekki bara byltingu pólitískt, heldur þar að bylta verkalýðshreyfingum og lífeyrissjóðum, þar sem hafa hreiðrað um sig vagtpóstar pólitískra afla og gæta fyrst og fremst hagsmuna fjórflokksins.  það er mín meining.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2010 kl. 18:14

4 identicon

Ég held að Gylfi komi hvergi fram á 1. maí n.k.. ef hann hefur kjark í sér að gera það, þá er ég ansi hræddur um að það verði ekki til tómatar og egg í búðum eftir þá helgi................

Sigurjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 20:07

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Eitt af því sem ég drakk í mig með móðurmjólkinni var að krötum væri ekki treystandi.

Margoft hef ég séð hluti sem treysta þá sannfæringu mína en ég ætla bara að nefna 2 þeirra núna

nr 1  Jóhanna Sigurðardóttir er krati

nr 2  Gylfi Arnbjörnson er krati.

Svo er ég að hugsa um að leggja það til í stéttarfélagi okkar að það segi sig úr ASÍ.  Mér geðjast ekki að því að vera aðili að samtökum sem taka hagsmuni samfylkingarinnar framm yfir hagsmuni félagsmann.

Hreinn Sigurðsson, 14.3.2010 kl. 22:20

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jú Skúli .þau eru það en það sem að mér finnst rangt er að samtök allra launa manna já allra segi ég hafi stillt sér upp á móti hluta sinna félagsmanna í afstöðu sinni í hápólitískum málum.

Sammála öðrum sem að hér rita og þá aðallega vegna þess að ég tel að hlutverk okkar samtaka sé að standa vörð um kaup okkar og kjör og ég er þeirrar trúar að þau lagist ekki við inngöngu í stórþjóða batterí.

Hreinn. Það eru þá alla vega tvö atkvæði sem að myndu falla með því að við segðum okkur úr klúbbnum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.3.2010 kl. 23:40

7 Smámynd: DanTh

Jón, mikið er ég askodi sammála þér.  Þú ert hæfilega orðljótur og það hæfir þessu máli. 

Skúli,  Samfylkingarfólk á ekki samleið með landslýð.  Það lætur sem svo sé en svíkur alltaf hinn vinnandi mann með bros á vör.

Ásthildur, ég vil byltingu þarna sem og annarstaðar þar sem þessi samspillingaröfl hafa komið sér fyrir.

Sigurjón, ég mæti með eitthvað annað en kurteisina þann 1 maí.

Hreinn, ég er gamall hægri krati og mikið er ég sammála þér.  Ég lét af trúnni þegar ég kynntist nánar átrúnaðarguði mínum í pólitík, Jóni B. Hannibalssyni.  Krötum er ekki treystandi.

DanTh, 14.3.2010 kl. 23:43

8 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ það þá orðið ljóst af þessum umræðum hér að - Gylfi er framliðinn - - - eða var aldrei, - því hans tími kom aldrei.

Held samt að Ásthildur Cecil viti hvað hún syngur!

Vilborg Eggertsdóttir, 15.3.2010 kl. 00:54

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Vilborg ég hef lesið töluvert af því sem að Ásthildur skrifar og mér finnst hún ansi lagviss svo að ég noti áfram samlýkingu þína. Vil þó ekki tala um farmliðinn heldur finnst mér eins og að það hafi myndast gjá á milli umbjóðenda og leiðtoga og það víðar en hjá ASI Það er svona eins og að 2007 sé ekki liðið í þeim geira.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.3.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband