Valið er einfalt.

Ég ætla ekki að skuldsetja börnin mín með einhverju sem að þeim ber ekki að borga.
Ég ætla ekki að greiða skuldir sem ég stofnaði ekki til.
Ég sætti mig ekki við að einkavæða gróðann og þjóðnýta tapið.
Ég vil ekki láta kúga mig til einhvers sem mér ber ekki að gera til að öðlast ímyndaða virðingu.
Ég vil að ágreinings mál séu leyst fyrir dómstólum þar til bærum.
Ég er þeirrar skoðunar að Íslendsku þjóðinni beri ekki að borga sent vegna Icesave umfram það sem eignir Landsbankans og tryggingarsjóðsins duga til.

Þess vegna er valið einfalt

Ég kýs á morgun og segi   Stórt feitt NEI !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg rétt NEI og aftur NEI

Ómar Gíslason, 6.3.2010 kl. 00:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heyr, heyr, Jón Aðalsteinn, vel mælt!

Sjáumst í baráttunni!

Jón Valur Jensson, 6.3.2010 kl. 00:49

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir innlitinn og nafni ég er skíthræddur um að báráttan sé rétt að byrja það er ömurlegt að heyra fjölmiðla og stjórnvöld tala niður lýðræðislegan rétt fólksins en það er enn ömurlegra að heyra hvernig fólkið lætur fara með sig. Það stóð eiginlega í mér að heyra rök nemenda við æðstumenntastofnun landsins fyrir því að ætla ekki að kjós. Ég geri kröfu um það að fólk sem þangað er komið hafi þann skilning að það skilji það að kosningaréttur er ekkert gefin. En kannski er þessi æðstamentastofnun landsins ekkert svo góð lengur. Hvaðan komu flestir gerendurnir í þeim atburðum sem á undan hafa gengið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.3.2010 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband