17.2.2010 | 21:20
Reglufarganið.
Það er lýsandi dæmi um það á hvaða vegferð mannkynið er sérstaklega hin hámenntaði vestræni hluti þess sem tekur orðið eignasöfnun og hundahald fram yfir barneignir og þá gleði sem að fylgir afkomendum i formi hávaðasamra ólátabelgja sem fá mann til að brosa í laumi. Að það skuli hafa verið í gildi reglur sem að banna börnum að vera með læti segir allt sem þarf að segja um reglugerðar ást hins sósíaldemokratiska lénsskipulags sem víða ræður ríkjum í vestrænum heimi nú um stundir. Megi það líða undir lok sem fyrst og frelsi einstaklingsins hljóta uppreisn æru undir réttlátu regluverki hægri stefnunnar sem vill að hver einstaklingur geti notið hins besta í sjálfum sér.
Mér hefði síðan langað til að vita hver refsingin við ólátum var? Ætli foreldrarnir hafi verið sett í steininn og börnin á uppeldisheimili.
Hávær börn ekki lengur bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, hægri, vinstri, efri og neðri. Allir eru jafn mikilvægir? M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.2.2010 kl. 22:48
Er þetta ekki klassísk dæmi um regluverk sósíallin að eru aðrir hlutir mikilvægir en börn.
Ómar Gíslason, 17.2.2010 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.