14.2.2010 | 22:29
Hið mikla skjól í ESB (lifi krónan)
Er þetta hið mikla skjól sem við myndum fá í ESB það vill nefnilega svo til að stjórnmál snúast um það að gera eins og meirihlutanum þóknast nema að hægt sé að fara á bak við hann eins og við þekkjum. Ég spái því að vegna þrýstings frá almúganum verði Grikkjum settir slíkir afarkostir að þeir neita þeim og hrökklast þar með úr myntbandalaginu, síðan Írara og Eystrasalts löndin þá verður gaman að sjá hvernig áróðursmeistarar hér snúast um ás sinn. Þeir hljóta fyrr eða síðar að falla í móðurætt og sjá villu síns vegar og það að það er ekkert betra en góð hagstjórn og Íslensk króna.
Þjóðverjar andvígir stuðningi við Grikki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er engin hætta á að Hannesar Hólmsteinar ESB trúarbragðanna sjái að sér frekar en annað staurblint pólitískt ofsartúarlið.
Haraldur Rafn Ingvason, 14.2.2010 kl. 22:50
Hvað sem ESB eða evru viðkemur þá er krónan rusl...
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 15.2.2010 kl. 08:56
Krónan er það sem mun bjarga okkur.
Ómar Gíslason, 15.2.2010 kl. 10:38
Það er alla vega ekki margt öflugra
Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.2.2010 kl. 15:26
ESB á eftir að taka upp íslensku krónuna áður en langt um líður :P
Sævar Einarsson, 15.2.2010 kl. 21:31
Það er ekki krónan sem er rusl, það fer eftir fjárstjórninni og kemur ekkert krónunni við.
Elle_, 15.2.2010 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.