10.2.2010 | 23:32
Er Alþingi ekki komið á 21 öldina.
Ég spyr vegna þess að varla voru hafin störf á hinu háa Alþingi þegar skella á kjördæmadagar það er ekki eins og þingmenn lifi á öld tölvunar internetsins eða þá símans. Nei þeir þurfa á okkar kostnað að gera hlé á störfum sakmundunar í eina viku það mætti halda að þeir ferðuðust á hestum en þann dag í dag. Það er ekki að sjá að stór hluti heimila sé á vonarvöl traust manna á samkundunni sé gjörsamlega horfið það er ekki að sjá á neinn máta að á hinu há Alþingi sé fólk með eitthvað veruleikaskyn. Það rennur út núna um mánaðarmótin sá frestur sem að þeir höfðu sem misst hafa íbúðir sínar í hendur aðilana sem að ollu hruninu en þingmenn taka sér frí til að þeysast um kjördæmi sín.
Gaman væri að einhverstaðar vær birt dagskrá þeirra þennan tíma ekki hef ég orðið var við þingmenn míns kjördæmis í mínu hverfi. Svona rekstur þætti ekki góður þar sem ekki er hægt að á í peningana úr vösum hins almenna borgara.
Kannski að þingmenn haldi að þeir vinni á leikskóla þar eru reglulegir starfsdagar en vinnuálag all miklu meira og að mínu mati einnig ábyrgð og uppeldisleg gildi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér mér finnst það ótrúlegt að vera nýkomnir úr jólafríi og fara síðan aftur í annað frí. Orðið TÖLVA og nýtíma boðskipti er greinilega sem vantar á þessu háa Alþingi.
Ómar Gíslason, 11.2.2010 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.