Skora á fólk að kjósa.

Ég finn það í beinunum sagði amma gamla stundum þegar hún var að spá einhverju hretinu ég vil gera þau orð hennar að mínum og segja að ég finni það á beinunum í mér að það eigi að svíkja okkur um þann rétt að segja okkar álit á Icesave samningunum. Því ættum við öll að gera eins og góður nágranni minn sagði mér.

Við eigum að fjölmenna og greiða atkvæði utanskjörstaðar helst í þúsunda tali til að sýna það að okkur er alvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun fara á morgun og kjósa hjá sýslumanni. Eins og þú segir Jón, því fleiri sem kjósa utankjörstaðakosningu því betra og það sem allra fyrst því ef þúsundir helst tugþúsundir hafa kosið utankjörstaða verður torsótt og lýðræðisleg hneysa að ógilda öll þau atkvæði með því að hætta við kosningu. Að hætta við kosningu yrði þá væntanlega reynt að gera þannig að gefin verða fögur fyrirheit um aðra lausn sem fyrirfram er ákveðið að aldrei eigi að efna.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 00:28

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Einmitt Anna það setur þrýsting á þá

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.2.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband