6.2.2010 | 00:19
Væri ekki betra að skapa atvinnu.
Þetta er eflaust þarft framtak en að mínu mati væri óvitlaust af stjórnvöldum að láta af helstefnu sinni gegn atvinnuvegunum þannig að störf færu að skapast það er störf sem að skapa verðmæti í þjóðarbúið og þarf ekki að taka 300 000 000 úr ríkiskassanum til að búa þau til. En stjórnvöldum liggur á að koma upp ráðstjórnar ríkinu og gera því allt sem í þeirra valdi stendur til að drepa niður allar framkvæmdir en veita um leið afslátt af sköttum og skyldum til þeirra sem að eru þeim þóknanlegir. Síðasta útspil okkar elskulega umhverfisráðherra seinkar myndun nýrra starfa en því má auðvitað bjarga með því að seilast í tóman ríkiskassann og ná í sýndar aura það má jú alltaf skattleggja lýðinn aðeins meira.
Námstækifæri fyrir 700 unga atvinnuleitendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.