Ég er talinn tregur skilst mér

Ég er víst tregur allavega mátti skilja það á kvöldfréttum sjónvarpsins að menntunarstig þjóðarinnar væri ekki meira en svo að sennilega myndi stór hluti hennar ekki skilja þá spurningu sem lagt var upp með.

Ég vil róa Íslenskt fjölmiðlafólk og benda því á það að ég tel að ég og ótalmargir skilji spurninguna mjög vel og teljum okkur vel færa um að svara henni jafvel þó að þar séu orð sem ná 9 stafa lengd eða meira.

Varðandi þá tilhneigingu að höfða til siðferðilegra skildu okkar til að borga þegar öll önnur rök eru þrotin þá vil ég benda þeim fræðingum á að gjaldþrot bankanna kom varð ekki vegna lykkjufalls á mínu siðferði en það lækkaði kaupmátt minn, rýrði sparnað minn og hækkaði húsnæðislán mín siðferði mitt snerti það ekkert.

Ég mun því enn sem fyrr segja nei við Icesave


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ég persónulega held að þetta sé ekki það að skilja ekki spurninguna.

heldur hreinlega hvort að okkur(þá segi ég oikkur, þar á meðal ég og þú, ásamt öllum hinum) sé nægilega kynnt hvað þessi spurning virkielga þýðir.

semsagt hverjar eru afleiðngarnar við að segja já.

og hverjar eru afleiðingarnar við að segja nei.

já og líka, hreinlega bara, hverju er verið að segja já eða nei við.

vegna þess að það er alveg óhemju mikið af fólki sem að heldur það enþá að það sé verið að segja já eða nei við því að borga icesave en ég ætla bara að vona að þú vitir að svo sé ekki.

ég persónulega hefði aldrei viljað að þessar viðbætur við samningana hefðu verið samþykktar, EN úr því að svo var gert, þá er ég alfarið á móti því að þjóðin eigi að fara að kjósa um það.

einfaldlega vegna þess að...

fólk er fífl.

einstaklingurinn er mjög gáfaður..

en þegar að nokkrir og margir tala saman, þá verða þeir allir að fíflum (já ég er meðtalinn í því)

Árni Sigurður Pétursson, 8.1.2010 kl. 21:33

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Jón, það leikur ekki vafi á því frá mínum bæ að nei verður svarið. Það er nóg fyrir mig og mína að vita að þessi Icesave skuld er ekki til komin vegna mín eða míns fólks. Þess vegna verður nei frá mér. Þegar ég fer að tala um fíflin í kringum mig þá veit ég svo mikið að þá er ég orðin mesta fíflið sjálf. Hef þetta oft sem viðmiðun fyrir sjálfa mig í umferðinni, þar er mesta hættan að ég noti þetta orð. Ég er ekki alveg að skilja réttlætinguna á jáinu hjá Árna Sigurði. En alveg sammála þér annars í grein þinni.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.1.2010 kl. 21:47

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ingibjörg, þú varst núna endavið að sýna fram á hvað ég var að reyna að tala um.

það er ekkert verið að fara að kjósa um það hvort að við eigum að borga icesave eða ekki, það er löngu búið að ákveða að gera það.

Árni Sigurður Pétursson, 9.1.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband