Vinstri menn klúðra tækifærinu.

Ég er fylgjandi frjálshyggju og hægrisinnaður enda tel ég mig hafa þroskast eðlilega var ekki sagt að ef maður væri ekki kommúnisti þegar maður væri ungur væri maður hjartalaus en ef maður væri enn komunisti þegar maður væri komin til vits og ára þá væri maður heilalaus.
Sem áskrifandi að málgagni Maóista á Íslandi í æsku og harður hægri maður á eldri árum þá hef ég þroskast með árunum samkvæmt þeim spekingi sem mælti þessi orð.

Því ætti ég að gleðjast yfir enn einu klúðri vinstri manna hér á landi en einu tækifærinu sem þeir glata og en einum viðbrögunum sem að eyðileggja fyrir þeim er fram líða stundir en ég gleðst ekki vegna þess að ég er Íslendingur og óháð þeim skoðunum sem ég aðhyllist vil ég að hvert tækifæri sé notað er gagnast getur þjóð, landi og afkomendum mínum.

Hvað á ég við með að vinstri menn séu að klúðra tækifærinu jú þeir halda hér á einu stærsta tækifæri sem að vinstri menn hvar sem er í veröldinni hafa fengið til að sannfæra veröldina um ágæti stefnu sinnar. Heimurinn er í rúst frjálshyggju hefur verið kennt um þó að mínu mati sé hann í rúst vegna þess að hana vantaði. 
Í frjálshyggju hefðu bankar rúllað og lífið byrjað upp á nýtt fólki verið refsað fyrir að trúa bankamönnum kerfið hefði endurræsts af sjálfu sér og verðlausir hlutir þurkast út.

En neitun Ólafs á samþykki laga sem leggja ofurklyfjar á þjóðina er þegar farin að vekja athygli á að einhver stendur upp fyrir litla manninum Ríkisstjórn Íslands er að glata tækifæri til að ganga fram fyrir skjöldu sem stjórn sem setur þegna sína í forgang gegn heimskapítalismanum sem vinstri menn tala svo mikið um.
Í staðin tekur hún sér verkfæri andaræktenda í hönd og ætlar að troða lögunum ofan í þjóðina og reka á eftir með priki.

Það tækifæri að verða fyrsta alvöru jafnaðarmanna stjórn veraldarinnar sem hefði jafnvel með réttum áróðri afrekað það að koma af stað alvöru hreyfingu í heiminum sem hefði jafnvel á endanum fellt það kerfi sem nú er í gildi og telur sjálfsagt að ábyrgðarleysi fjarmagnseigenda sé velt yfir á skattgreiðendur. Því tækifæri var klúðarð í einhverju óskilgreindu geðvonskukasti í beinni.

Í stað þess að grípa tækifærið og ganga fram með yfirlýsingu um að nóg sé komið af kúgun og óréttlæti setja skuli fólk framar fé í forgangsröðinni. Nei í stað þess skutust stjórnaliðar í skotgrafir töluðu land sitt og þegna niður í svaðið og hófu hræðsluáróður og hamfaraspár ef ekki yrði gengið að hótunum erlendra ríkja og kapitalismanum bætt allt sitt tjón. 
Ef horft er til þess hvernig þessu tækifæri er forklúðrað og öll áhersla lögð á þá helvist sem býður okkar ef þetta er ekki samþykkt en ekki minnst orði á það að við eigum fjölmarga skoðanabræður út í hinum stóra heimi það marga að sennilega óttast mörg stjórnvöld þann fjölda ef hann risi upp.

Þess vegna velti ég því fyrir mér í dag hvort að vinstri mönnum sé svona mislögð höndin að þeir glutri niður upplögðu tækifæri til að vinna stefnu sinni stór sigur, ekki dettur mér í hug að fría þeim vits og skynsemi til að sjá ekki möguleikann.
En kannski eru þeir bara engir vinstri menn í raun bara en ein útgáfan af miðju moði fast tengdu við eigendur fjármagns hjúfrandi sig í faðmi alþjóðlegs saumaklúbbs stjórnmála og peninga elítu sem löngu er búin að útdeila þægilegum stöðum til þeirra fótgönguliða sem þeim eru þóknanlegir og hafa skilað góðu dagsverki í þágu klúbbsins.

Hvernig er annars hægt að útskýra það hatur og löngun til að troða ólögunum ofan í þjóðina sem að mínu mati ríkir hér hjá mörgum ráðamönnum í garð þeirrar þjóðar sem þó fól þeim það vald sem þeir hafa.
Frá mínum bæjardyrum séð þá hlýtur að vera ástæða fyrir þeirri heift það skildi þó ekki vera að samþykki þjóðarinnar hafi verið lofað á leynifundum út í löndum og við það loforð skuli staðið með góðu eða illu hvað sem vilja þjóðarinnar lýður því annars glatist gagnloforðin.

Ekki veit ég það og kannski er ég bara sona illa þenkjandi. En ég sem hægri maður þakka alla vega fyrir þá gæfu að menn skuli glata niður þessu einstaka tækifæri til að greiða kapítalismanum heljar högg i nafni vinstri stefnu það styttir tíman þangað til að hér ríkir aftur hægri stjórn og lífvænlegt verður á landinu á ný.

Orð dagsins eru orð sem ég heyrði í Kastljósi frá fræðingnum sem útskýrir mismuninn á könnun dagsins og eldri könnun en nýrri könnunin sýnir að meiri hluti muni samþykkja Icesave. Hann sagði eitthvað á þá leið að munurinn væri að þeir sem að gerðu fyrri könnunina leituðu ekki til fólks sem væri eldra en 67 ára.
Ef að það er staðreyndin að eldra fólk ætli að samþykkja Icesave vitandi það að greiðslubyrðin lendir að öllum líkindum ekki á því vegna lögmáls lífsins þá hvet ég þá hina sömu til að líta á myndir af barnabörnum sínum og spyrja sjálfan sig höfum við leyfi til að skuldsetja þau  þannig að þau hafi ekki sömu tækifæri og við höfðum í lífinu.

Ég tel mig ekki hafa leyfi til þess og ég segi Nei við Icesave.


mbl.is Hagsmunir fólks settir ofar hagsmunum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir snilldarpistill! Algjörlega sammála hverju orði!

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:37

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk Óskar ég get ekki séð þetta öðruvísi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.1.2010 kl. 11:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er engu við þessa snilldargrein að bæta, hún segir allt.Þakka þér kærlega fyrir.

Jóhann Elíasson, 7.1.2010 kl. 21:09

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Jón.  Þessi pistill hjá þér er tær snilld.  Eins og oft áður erum við sammála.

Hreinn Sigurðsson, 7.1.2010 kl. 22:57

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleðilegt ár félagar nú þurfum við bara að halda skoðunum okkar á lofti til varnar þeim einstaklingum sem við höfum komið í heimin á æviskeiði því sem við höfum lifað. Látum það ekki vera okkar arfleifð að við höfum látið undan kúgunum og selt börn okkar í erlendan skuldaklafa.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.1.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband