5.1.2010 | 16:32
Rökrétt af hálfu Hollendinga.
Þetta er rökrétt afstaða af hálfu Hollendinga Það hefur komið í ljós aftur og aftur til dæmis i atkvæðagreiðslum um Lissabon sáttmálann að hin fámenna stjórnmálaelíta Evrópu hefur lagt þann skilning í lýðræði að það sé að þjóðir segi já við öllu því bulli sem að þeim er rétt segi þær nei þá eru greidd atkvæði aftur og aftur þar til rétt niðurstaða hefur fengist.
Þess vegna kemur mér afstaða Hollendinga ekkert á óvart þeir töldu sig vera búnir að ná bakdyra samkomulagi um það að Íslendingar dagsins í dag bæru ekki hag barna og barna barna sinna meir fyrir brjósti en það að þeir myndu skuldsetja þau um óráðna framtíð.
Nei kæru Hollendingar hvort sem að okkur líkar betur eða verr hvort sem við erum hlynntir Icesave eða á móti því. Þá kom Ólafur R Grímsson þægilega á óvart í dag þegar hann sýndi okkur að sumstaðar í heiminum ríkir enn lýðræði og að sá öryggisventill sem að forfeður okkar settu í stjórnarskrá virkar þjóðinni til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið.
Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru ekki dómstólar einmitt réttu aðilarnir til að véla um IceSave skuldbindingarnar?
corvus corax, 5.1.2010 kl. 16:37
Já það var mjög flott hjá Óla grís að kaupa okkur líklega eitt auka ár í það minnsta af óvissu og rugli
Kári (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:40
nei ekki rugli enn glæpa liðið fyrir dóm
gisli (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.