Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.10.2009 | 00:37
Og?
Og hvað með það segi ég. Það hljómar kannski miskunnarlaust en ég sé ekki alveg punktinn nema að hann sé að sá fræi sektar hjá okkur í stanslausri herferð sem að núna gengur yfir landið til að mýkja okkur í Icesave. Hver væri staða þessara ágætu hjóna ef þau hefðu keypt hlutabréf fyrir peninginn hvað hefðu þau tapað miklu á því. Þau völdu áhættu fjárfestingu og eru nú hluti af hóp sem vil kalla til ábyrgðarmenn til að bæta sér tjónið. Ábyrgðarmenn sem aldrei skrifuðu upp á ábyrgðina og sem að ég tel stóran vafa á að beri yfirleitt nokkra ábyrgð. Ef maður fjárfestir i einhverju sem er of gott til að vera satt þá má maður reikna með gróða en líka tapi.
Hefði einhver af þeim sem að núna vilja láta þjóðina borga sér tjónið verið reiðubúin að greiða þjóðinni hluta af ágóðanum ef ekkert hrun hefði orðið. Eg er viss um að svarið er nei í næstum hundrað prósent tilfella.
![]() |
Töpuðu öllu hjá Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2009 | 21:43
Nú er úti veður vont.
Nú er úti veður vont
Verður allt að klessu
Ekki á hann Grímur gott
að gifta sig í þessu.
Þetta tautaði hún fósturamma mín stundum þegar hún hélt til fjóss á síðustu öld. Þessi orð hennar koma í huga mér núna þegar að stormurinn skekur húsið og í huga leita minningar um tíð sem ekki er svo langt síðan að var hér á landi.
Þá geisuðu eftir því sem að ég man rétt fleiri og stærri stormar en geysa í dag þrátt fyrir að ekki væri búið að finna upp hnattræna hlýnun. Þá var regla frekar en undantekning að rafmagnið fór þegar veður voru eins og í dag og þá varð að handmjólka kýrnar því ekki var hægt að sleppa því. Ég er viss um að þá hefði margur fjósamaðurinn og fjósakonan óskað þess að um landið lægju línur tengdar í þau möstur sem að halda uppi raflínum okkar í dag og tryggja okkur það öruggt rafmagn að varla finnst olíulugt eða Aladyn lampi á nokkru heimili lengur. Hvað skildu annars margir sem eru undir þrítugu núna vita hvað Aladyn lampi er. Sennilega myndu allir segja að það væri lampinn sem andinn kom úr í teiknimyndinni.
Mér eru enn minnisstæð fyrstu kynni mín af svona lampa en þá var ég sem gutti sendur á næsta bæ vegna veikinda til að hjálpa til við húsverkin því að bóndinn hafði þurft að fara á spítala. Ungur sem ég var og alin upp á bæ þar sem rafmagnsljós loguðu í skammdeginu dáðist ég að hinu bjarta ljósi Aladynlampans og mátti til með að reyna að fanga það en á þessum bæ var ekki komið rafmagn þó langt væri liðið á síðustu öld og flestir haldi nú að rafmagn hafi alltaf verið á öllum bæum hér á landi.
Sennilega hef ég nú ekki orðið til mikils gagns þarna í vistinni með reifaðar hendur eftir kynni mín af lampanum sem var jú alveg brennandi heitur. En ég lærði þarna þann vísdóm að maður skildi varast björtu ljósin og nálgast þau með varúð.
Ég vil deila þessum vísdómi með löndum mínum sem nú líta á Icesave samninginn sem geisla frá samevrópskum Aladynlampa og vilja ólmir höndla ljósið við þá segi ég varið ykkur það getur brennt.
Ég hef verið hálf latur við að blogga upp á síðkastið enda búin að fá nóg af endalaust sömu fréttum Það virðist ekki hafa verið nóg að leggja á þjóðina áfall síðasta vetrar heldur þurfa fjölmiðlar nú að endurflytja fréttir síðasta árs dag fyrir dag og þulirnir jafnvel klæddir í sömu föt. Ég held að það hefði varla lyft baráttu þreki bandamanna á æðra stig í seinni heimstyrjöldinni ef að reglulega hefðu verið endurteknar fréttir frá flótta þeirra yfir Ermarsundið og falli Niðurlanda og Frakklands. Þessi fréttaflutningur er í besta falli meinlaus en í versta falli dregur hann enn þrekið úr þjóðinni en þrekið er hlutur sem að engin stjórnmálamaður virðist leggja á sig að reyna að byggja upp þessa dagana. Það væri virðingarvert ef ríkisfjölmiðlarnir tækju sig nú til og færu að flytja fréttir sem styrktu sjálfsvitund og þrek þjóðarinnar í bland við aðrar fréttir ég geri ekki þá kröfu til þeirra fjölmiðla sem hafa það megin hlutverk að vera málpípur eiganda sinna.
Þessi baksýnisspegils árátta minnir mig á orð sem að maður að nafni Evrípídes mælti en hann sagði að ekki skildi sóa nýjum tárum á gamlar sorgir.
Það mættu margir taka sér þau orð til eftirbreytni í dag þegar allt virðist snúast um orðna hluti en fátt virðist benda til framsýni og þors.
Góða Helgi.
9.10.2009 | 20:00
Eru erlendir fjármagnseigendur að ókyrrast
Það virðist sem að erlendir fjármagnseigendur séu að átta sig á því að Íslendingar ganga ekki fúsir í gin ljónsins og borga hvað sem er. Ég er orðin handviss um að þessi endalausa Icesave rulla og AGS söngur er til að fá okkur til að gleypa agnið svo að eigendur jöklabréfa geti flutt út fjármagn sitt á sem gróðavænlegastan hátt. Verst er að velferðarstjórnin er í farabroddi við að styðja þá. Ég slysaðist til að hlusta á félagsmálaráðherra í Bylgjunni í morgun og ég vorkenndi honum það var svo greinilegt á því hvernig hann hikstaði á hlutverki sínu við að lýsa gæðum aðgerða sinna að hann hefur ekki nokkra trú á þeim sjálfur. Ég fann til með manninum í augnablik.
Nei ekkert ESB borgum látum ekki kúga okkur og losum okkur við stjórnvöld þar sem umhverfismálaráðherra opnar ekki munnin án þess að rýra lífskjör okkar til frambúðar.
![]() |
Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2009 | 23:42
En heldur kúgunin áfram.
Ég verð að segja það að mér finnst ekki mikið til þessa máls koma eftir að það kom í ljós að það eins og aðrir hlutir eru tengdir Icesave.
Mér finnst ekki mikið til þessara þjóða koma það getur vel verið að allir telji að við eigum að borga þetta en hvar er virðing fyrir sjálfákvörðunarrétti þjóða. Þessar sömu þjóðir eiga viðskipti með vopn sem notuð eru í borgarastyrjöldum þær styðja lönd sem kúga aðrar þjóðir og ríkisstjórnir sem að kúga þegna sína og jafnvel myrða.
En þegar að land skuldar Bretum og Hollendingum pening og það er ekki einu sinni víst að það geri það samkvæmt lögum þá snúa þessir ræflar bökum saman og setja upp helgislepjusvip. Þetta sýnir einfaldlega það að ekkert er þessum ríkistjórnum og ráðamönnum kærara en Mammon. Og það að vernda fjármálaöflin. Sýnum þeim að við látum ekki kúga okkur eða neyða okkur til að borga eitthvað sem að við eigum ekki að borga. Ísland á skilyrðislausan rétt til að semja um sín mál án þess að vera beitt kúgun.
Ég er sannfærður um að Íslenska þjóðin myndi fylkja sér á bak við forustu sem að bæri hag hennar og sjálfsvirðingu fyrir brjósti og væri alveg tilbúin að færa fórnir til þess að ná fram réttlætinu. En meðan að sá rolugangur og gunguskapur sem hér er við lýði heldur áfram breytist ekkert.
Sendum Sendiherra þessara ríkja heim með frímerki á rassgatinu og drögum umsóknina um ESB til baka.
Áfram Ísland ekkert ESB og borgum ekki krónu meira en okkur ber samkvæmt lögum af Icesave.
![]() |
Búið að staðfesta pólska lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2009 | 23:26
Hættum að drekka Coke. strax
Það sló mig fréttin í sjónvarpinu að útrásarvíkingar okkar njóti verndar umboðana sem að þeir eru fulltrúar fyrir. Ég get ekki skilið annað af fréttinni en að Coca Cola krefjist þess að all nokkurar skuldir falli á Íslenskan almúga annars taki þeir burtu leyfið til að selja Coca Cola. er nú ekki tækifæri fyrir Boð og Banna ríkisstjórnina að banna bara vörur frá þessum aðila. Ég hef svo sem ekki trú á því að þeir geri það frekar en aðra góða hluti sem að þessi stjórn lætur vera, en við getum sýnt samstöðu og hætt að versla við þennan framleiðanda.
Og í dag er ég sammála Agli úr Sífrinu sem að ekki er nú mjög oft. Stöndum nú saman og sýnum hvað í okkur er spunnið og hættum að drekka Coke.
2.10.2009 | 19:50
Með lögum skal land byggja
Steingrímur þarf að hafa það í huga að Alþingi samþykkti lög vegna ábyrgðarinnar.
Það er því ekkert um að semja í þessu tilfelli og óþarfi að vera að taka málið upp. Samþykki kúgarar okkar ekki gjörninginn er sjálfsagt að láta þá hafa símanúmerið hjá Héraðsdómi sem virðist vera svolítið svag undir víkinga miðað við dóminn í máli VBS. En með lögum skal land byggja segir og það á að virða jafnvel þótt háttvirtur fjármálaráðherra vilji ólmur afla sér vina í Evrópusambandinu með því að undirgangast hvað sem er.
Einnig er þeim velkomið að semja aftur en þá vil ég að einhver annar en Svavar Gestson leiði samninga nefndina. Hann er hin vænsti maður en það er mín skoðun að aðgerðir hans og dóttur hans hafi þó vel sé meint leitt til þess að líf mitt hér á skerinu verði mun verra en það hefði þurft að vera. Því vil ég annan samninga mann og væri ekki verra að það væri annar ritstjóra Morgunblaðsins því sá maður hefur að minnsta kosti ekki talað niður til þjóðarinnar og skammast í henni heldur hefur hann ítrekað bent á óreiðumennina sem að hruninu ollu og þá staðreynd að þeir eiga að greiða tjónið en ekki þjóðin.
![]() |
Steingrímur til Tyrklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2009 | 18:47
Aukin álagning
"Framlegð af vörusölu er 6.744 milljónir króna en var 5.618 milljónir í lok ágúst í fyrra. Rekstrarhagnaðurinn er 1,7 milljarðar króna samanborið við 576 milljónir króna á fyrstu átta mánuðum ársins í fyrra."
Annað hvort er hér um snilldar rekstur að ræða eða enn eit dæmið um grátlega fákeppni og hkkaði álagningu. Ég hallast að hinu síðarnefnda og tel að sammkeppnisstofnun ætti að kíkja á málið ef að það apparat er til einhvers nýtt frekar en önnur apparöt Íslenskrar stjórnsýslu.
![]() |
Eigið fé N1 um sjö milljarðar króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2009 | 16:53
Norskir skattgreiðendur borga
Skilja ekki talsmenn verkamannaflokksins orðið lán það er eitthvað sem að borgað er með vöxtum til baka en ekki gjöf þannig að í raun verða Norskir skattgreiðendur af arði en borga ekki hrunið.
Og er verkamannaflokkurinn eitthvað æðri í Noregi en miðjuflokkurinn esm vill lána okkur.
En allavega vitum við að Halvorsen og þessu frauka sem nú talar eru ekki hliðhollar okkur og alt í lagi með það.
Við eigum ekki að borga annarra lán. Það er Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að standa skil á glópagulli til fólks sem að lét plata sig í stórt Ponsi svindl það þarf einfaldlega að taka skellin af því sjálft. Þannig að við borgum ekki Icesafe nema það sem dómstólar dæma um að okkur beri að borga losum okkur við ASG fáum lán hjá Rússum sem eru vinir í raun. Og komum þessari ríkisstjórn frá þá rís Ísland úr öskunni með ógnarhraða.
![]() |
Vilja ekki lána Íslandi stórfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 23:33
Verndun sjóndeildarhingsins og hænan sem dó
Ég held stundum að stjórnmálamönnum og konum vorum vanti jarðsamband. Hér er allt á ís það stórlega vantar framkvæmdir en umhverfisráðherra verndar gras, mosa og það sem fyrir augu ber rétt eins og biskup þegar hann vígði kletta Drangeyjar og þjóðin er komin í hlutverk illra vætta sem tauta hættu nú Svandís mín við eitthvað verða jú vondir að vinna þó ekki væri nema til að geta borgað nýju skattana ykkar.
Aðgerðir umhverfismálaráðherra má þó setja í samband við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar það er greiðsluaðlögunina því ljóst er að hér á að skapa land tækifæranna það er hinna glötuðu tækifæra til að sækja fram og þá er nú gott að fólk borgi bara hlutfall af tekjum sínum því að þær eiga eftir að fara hraðminnkandi.
Ég þakka fyrir að þau stjórnvöld sem að hér ríkja, ríktu ekki fyrr því þá væri hér hvorki sími né rafmagn ekki hefði mátt spilla fjalldrapanum og órofnu útsýni til fjalla. Mér hefur þó reynst ágætlega ef eitthvað truflar sjónlínu mína að horfa bara í hina áttina því yfirleitt á okkar fagra landi er útsýni í allar áttir það er þar sem ekki er búið að eyðileggja það með trjárækt sem virðist vera ríkisvernduð náttúru spjöll.
Ef rafmagnsmastur er líti á náttúrunni og spillir henni þá er alaskaösp það engu að síður allavega standa þessir hlutir báðir upp í loftið og spilla útsýninu eini munurinn er að Öspin skrýðist grænum lit Framsóknarflokksins sem er nú ekki alslæmt kannski myndi duga að mála möstrin sem að flytja okkur orku græn. En það er tvískinnungur í þessu það má ekki breyta ásjón landsins með framkvæmdum en það má setja niður allan andskotann bara ef það er rót á öðrum endanum og fíkjublöð á hinum.
Landvernd er ekkert af hinu slæma en það verður að hafa í huga að ábyrgð stjórnvalda er ekki bara gagnvart melgrasbrúskum og fjalla sýn hún er líka gagnvart fólkinu í landinu. Ómar Ragnarson komst ágætlega að orði þegar hann líkti þessu við veglagningu yfir mýri í útvarpinu í kvöld. Mín sín á þessa líkingu er þó aðeins öðruvísi en hans.
Ef við notum mýrar líkinguna áfram þá finnst mér þetta líkast því að hópur fólks hafi lent út í mýri og sokkið upp að höndum en á bakkanum stendur fólk og deilir um hvort leggja megi spýtu út að fólkinu til að koma því í land því að spýtan gæti eyðilagt ásýnd mýrarinnar fyrir afkomendum fólksins sem fast er í mýrinni. Hjálparliðið ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir því að ef þeir ná ekki fólkinu úr mýrinni þá verða engin börn getin og það verða engir afkomendur til að dást að mýrinni.
Hugsandi um þetta dettur mér í hug svolítið sem að skeði fyrir margt löngu í sveit einni en þar vildi það óhapp til að hænugrey hafði vappað út á fjóshaug og sokkið í mykjuna eins og vér landsmenn höfum sokkið í skuldafenið. Hafnar voru björgunaraðgerðir með misjöfnum árangri svona rétt eins og aðgerðir ríkisstjórnarinnar en að lokum var gripið til þess ráðs að finna stöng eina til að renna undir hænugreyið og bjarga henni í land. Ekki vildi nú betur til en að björgunarliðið missti tökin á stönginni svona eins og ríkisstjórnin á ástandinu og stöngin féll á hausinn á hænugreyinu sem hvarf ofan í mykjuna og endaði æfi sína þar.
Ég óttast að oss bíði svipuð örlög það er að björgunar aðgerðir og framkvæmdaleysi ríkistjórnarinnar og árátta sumra aðila hennar til að taka hagsmuni minnihluta fram yfir hagsmuni fjöldans verði stöngin sem að með þunga sínum færir okkur þjóðina á kaf í hauginn. Alla vega er fátt annað að sjá við sjóndeildarhringinn.
![]() |
Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 12:06
Ég styð þá heils hugar
Þetta eiga stjórnvöld að hlusta á og lækka verð á getnaðarvörnum til ungra manna og kvenna innan Samfylkingar Framsóknar og Vinstri grænna.
Ekki má lækka verðið til hægrimanna því hrunið er jú þeim að kenna.
Þetta gæti orðið fyrsta skrefið að bættum heimi
![]() |
Ungir framsóknarmenn vilja ódýrari getnaðarvarnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)