Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Krónubréf og lífeyrissjóðir

Mér fannst athyglisverð athugasemd sem að ég heyrði í útvarpi á leið heim í dag hvort gæti verið að lífeyrissjóðir landsmanna væru í raun stærstu eigendur krónubréfa sem eru að sliga hér allt. Það skildi þó ekki vera að ein af ástæðunum fyrir risa vöxtum væri þetta allavega er ASÍ og önnur samtök launamanna ekkert að fara álímingum yfir þeim byrðum sem landsmenn þurfa að bera. Það væri gaman ef  hægt væri að finna út úr þessu. Kannski er ástandið eins og það er til að bæta lífeyrirsjóðum tapað fé.

Annars er ég farin að skilja betur stefnu lífeyrissjóðanna og stjórnvalda varðandi áhugaleysi þeirra á að bæta úr óréttlætinu. Báðir vilja jú sennilega að flestir vinni sig í hel eða gangi fyrir ætternisstapa í vonlausri baráttu við baggann sem búin var til úr bólu sem varð til með fikti i gengi og upplognum verðmætum fyrirtækja. Geispi greiðendur golunni er jú hægt að stinga aurunum í hítina. Sniðugt.


Hústaka

Flokkast ekki það að taka hús til handargagns innbrot. Allavega telst það vera innbrot þegar sumarbústaðir eru teknir til óleyfilegra nota um helgar. Sama hlýtur að gilda um önnur hús.
mbl.is Búið að sleppa öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifræðið

Svona verða ríki þar sem stóribróðir ræður öllu. Það  má ekki hlúa að skeppnu eins og gert hefur verið frá aldaöðli eða hvernig haldið þið að húsdýrahald hafi byrjað. Nei fólkið með góðu mentunina sem setur reglur um allt frá kjallara að rjáfri veit allt miklu betur. Minnir mig á atburð fyrir margt löngu þegar fálkaungi fannst í hreiðri og voru foreldrarnir farnir eða dauðir unganum var bjargað og komið í hús. Þetta fréttist og alræðisvaldið skipaði að unginn skildi í hreiðrið aftur þar sem hann drapst. Og það versta er að í svona bull fara skattarnir manns þarna mætti vel spara að mínu mati og leggja eitthvað niður og fá fólkinu sem starfar við að framfylgja svona afspyrnu vitlausum reglum eithvað að gera sem er gjaldeyrisskapandi.
mbl.is Hóta að aflífa hreindýrskálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega eiga það

Sjálfstæðimenn mega eiga það að þeir standa í lappirnar í þessum farsa sem að þetta er orðið.
Hinn almenni borgari alla vega þeir sem að ég þekki er búin að fá yfir sig nóg af þessu bölvaða bulli.
Fjölmiðlar voru ekki hátt skrifaðir áður en hafa nú að mínu mati lútið gjörsamlega í gras menn fara hamförum yfir því hver sagði hvað og hver gerði hvað og hver tók á móti peningum löglegum peningum en ámeðan fellur gengið lóðbeint til helv seðlabankastjóra má skilja þannig að hans skoðun sé  að við eigum að borga hæstu vexti í heimi til að bæta fjárfestum skaðann sem að við ollum að vísu ekki  og það sé bara gott á okkur og tveir stærstu flokkarnir eru að komast upp með það að geta dregið tíman fám á kjördag án þess að segja orð um áætlanir eftir kjördag.

Fjölmiðlar og þeir sem hafa látið ginnast af þessum dansi eru að koma því til leiðar að innan skamms verður gengið hér til kosninga um hvernig á að snúa við þjóðfélaginu og taka á stærsta vandamáli lýðveldissögunar en eina sem fjallað var um í baráttunni og fólk fékk að vita og fylgjast með var hvað skeði árið 2006 fjölmiðlar sáu um að annað kæmist ekki að til umfjöllunar.  Mér er spurn hvort þar var um mistök, vanhæfni, undirgefni, þekkingarleysi eða skipulagða aðgerð að ræða.  

Ég tok ekki mikið mark á fjölmiðlum áður en ekkert núna.


mbl.is Stefnir í sigur „málþófsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvorumegin skal skera

Af hvorum endanum á að taka á að stjórna fæðingum eða á að setja hámarksaldur og byrja að aflífa fólk við ákveðin aldur. Það gæti orðið eitt af bjargráðum fyrir gjaldþota lífeyrissjóði og ríkisstjórnir.

Í staðin fyrir að efla hag fátækra  þjóða sem að leiðir til fækkunar fæðinga þá safnast auðurinn stöðugt á færri hendur og ójafnvægið eykst. Í raun getur þetta ekki endað nema með stríði.

Ég spái því að innan ekki mjög langs tíma verði farið að farga þeim sem að minna mega sín síðan feitum þeir eru örugglega óumhverfisvænir og síðan ljótum og að lokum gömlum því að þeir eru óhagkvæmir.

Þið hristið hausinn en þetta hefur allt verið gert áður í nafni mismunandi öfgahópa og verður gert aftur. Það fer að koma í ljós að margir hópar sem að aðhyllast umhverfisvernd eru ansi nálægt því að kallast öfgahópar.

 


mbl.is Attenborough vill draga úr fólksfjölgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráð til Framsóknarflokks

Ég ætla mér að gefa Framsóknarflokki það góða ráð að láta af stuðningi við ríkisstjórnina strax i fyrramálið þannig að þing verði rofið með því móti er von til að þeir komist hjá því að biða algjört afhroð í komandi kosningum Samfó og VG hafa dregið þennan annars ágæta flokk á asnaeyrunum og gera síðan stólpagrín að þeim. Framsókn hefur þó reynt að koma með tillögur að lausnum og má eiga það. En sýnið nú kjark og hættið að verja stjórnina falli núna strax eftir páska það bjargar engu en sýnir kannski að þið hafið bein í nefinu.

Öllu tjaldað til

Það er greinilega öllu tjaldað til svo að ekki þurfi að ræða ekki gera neitt fyrir heimilin stefnu núverandi stjórnarflokka. Held að Samfó og VG ættu að fara að átta sig á því að meirihluti þjóðarinnar sér að þau eru nakinn í málefnunum eins og keisarinn. Það gerir nefnilega ekki mans málstað betri að gera annarra málstað verri.
mbl.is Svandís skorar á Guðlaug Þór og Vilhjálm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál að linni

Ætlar þessi umræða að koma algjörlega í veg fyrir að við fáum eitthvað að vita um stefnumál flokka fyrir kosningar. Það er afleitt að fjölmiðlar láta fallast á sverð smjörklípu aðferðarinnar og afvega leiða sig frá því sem að skiptir okkur máli. Það er framtíðin sem að skiptir okkur máli fortíðin er liðinn og einungis til að draga lærdóm af.

Allir þessir styrkir voru löglegir og ég er í raun hissa á mönnum að skila þeim það er ekkert rangt við þá þeir geta vel verið siðlausir en hvað er siðlausara að taka við fimm miljónum eða 30 eru einhver mörk á mútum ef menn halda því fram að þetta séu mútur. Það er þá ekki verið að kaupa greiða ef greiðslan er undir einhverri upphæð þá er það bara eðlileg gjöf en er þetta ekki allt undir sama hatti ef menn eru þannig þennkjandi.

Spyrja má sig síðan hvort að stjórnmálaflokkar eigi yfirleitt að þiggja styrki. En mér finnst skuldir þeirra alvarlegri og finnst alveg stórskrýtið að það skuli ekki skoðað því að það er í mínum huga morgunljóst að sá sem að skuldar einhverjum miljónir er þræll skuldunautarins það er mikið meiri hætta á misbeitingu þegar hætta er á að skuld verði innheimt. Því á það fyrirtæki sem á milljóna skuld hjá stjórnmálaflokki mun líklegra til að fá gott veður en fyrirtæki sem að gaf sama flokk pening það getur ekki tekið peninginn til baka en hamar skulda innköllunar vofir alltaf yfir skuldaranum. Þetta ætti að skoða líka.

En fyrst og fremst á að skoða hvað á að bjóða okkur uppá í framtíðinni en vera ekki að velta sér í drullu fortíðarinnar hún er liðin og nóg af verkefnum farmundan. 


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja kallinn.

Það var synd að hann skildi ekki fjárfesta í Lemans brother eða einhverjum öðrum hinna hrundu banka um víða veröld.
En það er óþarfi að fara á límingunum yfir einhverjum 3  klassa breskum þætti um fullorðið fólk sem að flakkar um í gömlum símaklefa og bjargar heiminum frá því sem að það telur að þurfi að bjarga heiminum frá.

Samkvæmt svipuðum formúlum eru Íslenskar flugfreyjur upp til hópa lausgirtar og skemmtanasjúkar glyðrur það er samkvæmt þeim sannleika sem að birtist okkur í Soprano. Og samkvæmt grein í Vanity Fair erum við innræktaðir einsleitir álfatrúarmenn.

Það sem að mér finnst kannski athyglisvert í þessu er að virtur miðill eins og Morgunblaðið slái þessu upp eins og raunverulegur maður hafi tapað raunverulegum peningum  "Tapaði öllu á Íslenskum bönkum".  Kannski sjáum við bráðum svona frétt " Talibanar gefast upp" og þegar nánar er lesið komust við að því að Rambó kallinn er komin á ferðinni aftur í fifth eða sixth blodd myndina Rambo does Afganistan again.

Hættum að vera svona viðkvæm okkur kemur þetta í raun bara ekkert við. Illa stjórnaðir einkabankar spiluðu rassinn úr buxunum fólk sem ekki vissi betur og gat í mörgum tilfellum ekki vitað betur treysti þeim fyrir peningunum og fór flatt á því en það hefði átt að kynna sér málið betur.

Þetta kemur í raun Íslandi ekkert við, sjáum við myndir eða greinar um að það sé Ameríku að kenna að kallinn hvað sem hann heitir nú gat komið í kring einu stærsta svindli veraldar núna um daginn. Nei við sjáum það ekki og tapði þar var all miklu meira.

Hér er verið að spila inn á sektarkennd þjóðar og við spilum með eins og meðvirkir aðstandendur alkaholista. Ég segi nei við borgum ekki og ég sef alveg þó að ímyndaður faðir í ímynduðum sýndarveruleika hafi tapað öllu sínu og af því að þátturinn er nú fólgin í því að bjarga heiminum af hverju bjargaði stelpan þá ekki bara bönkunum til að redda peningum karlsins það hefði verið svo krúttlegt af tjöllunum.
Gleðilega Páska


mbl.is Tapaði öllu á íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innan skekkjumarka

Mér fannst gott að lesa í dag að fylgi við viðræður við ESB dalar enn. Ég sá í umfjöllun um skoðanakönnunina að fallið væri þó innan skekkjumarka. Síðasta könnun sýndi líka fall sem var einnig talið innan skekkjumark. Minn skilningur sem sagt á þessu að það væri í raun ómarktæk breyting á fylginu. En er það við hvaða könnun er þá miðað er fylgisfall frá því fyrir fyrri könnunina og þar til í dag einnig óverulegt og innan skekkjumarka eða er það meira. Það væri gaman að sjá svokallað trend yfir lengri tíma skoðanakannanir eru ekki alltaf alveg marktækar það fer mikið eftir því hvað miðað er við.

En bottom line. Þjóðin er að ná áttum aftur og það er að koma vor. Hæ hó jibbi jei og jibbi jei.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband