Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.12.2015 | 08:48
Fréttir eða áróður.
Held að flestir sem fylgjast með heimsmálum fyllist ónotahrolli yfir fréttaflutningi af málefnum Sýrlands.
Að á þessari öld upplýsinga haldi fjölmiðlar að þeir komist upp með fréttaflutning í anda Víetnamstríðsins er misskilningur.
Ýmis mannréttindasamtök opinbera síðan hlutdrægni sína með stöðugum fréttum af mannfalli í árásum Rússa þar sem skipulega er tekið fram að Rússar drepi bara gott fólk, ekki verður mannfall í árásum okkar.
Það hefur farið minna fyrir mótmælum sömu samtaka þegar bandamenn vorir gerðu árás á spítala Lækna án landamæra. eða mannfalli af völdum þeirra í Sýrlandi.
Auðvitað falla almennir borgarar í loftárásum Rússa það gefur augaleið þegar sprengjum er látið rigna af himni ofan þá deyr fólk og það er sorglegt.
En samkvæmt fréttaflutningi okkar bestu miðla þá.
Deyja engir í loftárásum bandamanna okkar nema vondir menn og þeir fáir,í þeim árásum deyja engar konur eða börn.
Er hægt að upplýsa okkur hvernig sá búnaður sem greinir á milli vondra og góðra úr kílómeters hæð virkar.
Ef það deyja engir í loftárásum okkar eru þær þá yfirleitt að gera gagn.
Eru árásirnar kannski ætlaðar til að sprengja innribyggingu þjóðfélagsins í tætlur svo við getum haldið inn í landið og rænt það auðlindunum.
Er kannski aðalástæða hamagangs vestrænna fjölmiðla sú að Rússar eru að trufla áætlunina um yfirtöku Sýrlands í þágu Vestrænna hagsmuna og fjölmiðlar ganga erinda þeirra hagsmuna gagnrýnislaust.
Síðan er athyglisverð þögnin um Jemen en þar láta menn rigna sprengjum í miklum móð og enginn segir neitt, hvorki MBL, RÚV eða aðrir.
Hver er ástæðan jú við viljum ráða hverjir stjórna í viðkomandi löndum og beitum innanlandsátökum sem rökum fyrir því að við séum að innleiða betra stjórnarfar. Afskipti okkar vestrænu vina komu nú Saddam til valda og sköpuðu Bin Laden.
Lengi vel gekk maður að því vísu að MBL væri í fararbroddi alvöru fréttaflutnings á landinu ásamt RÚV en þeir tímar eru óðum að baki, því miður.
200 Sýrlendingar drepnir í árásum Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2015 | 17:16
Keilukast
Það virðist ef maður les það sem skrifað er um þessar umræður að fæstir Alþingismenn hafi haft fyrir því að lesa greinagerðir framleiðenda þar sem fjallað er um reglugerðarbreytingar og annað sem að þessum málum snúa. Heldur er farið í enn eina vinsældarkeppnina þar sem skautað er nett yfir völlinn. Auðvitað á ill meðferð ekki að þekkjast en hafi einhver brugðist í þessu máli er það matvælastofnun sem að þá hefði átt að loka ef ekki var farið eftir reglugerðum. En nenni maður að lesa það sem hefur verið skrifað um málið þá má skilja það að ekki sé langt síðan reglugerð var breytt og verið sé að vinna sig í átt til hennar.
Maður hlýtur að gera þá kröfu til fulltrúa á Alþingi að þeir lesi um allar hliðar mála og tali um þau yfirvegað og af þekkingu.
Birtum lista yfir skussana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2015 | 17:07
Fordómar ?
Ég sem kökuæta tek þessi orð Helga Hjörvars á þann veg að hann hafi að einhverju leiti fordóma gagnvart okkur köku elskandi landsmönnum.
Stjórnarandstaðan heldur greinilega áfram þar sem frá var horfið í vor.
Er hann að éta köku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2015 | 12:02
Að líta í eigin barm
Fréttaflutningur undanfarið hlýtur að vekja athygli allra sem að reyna að afla sér upplýsinga frá fleiri hliðum en einni.
RÚV og aðrir miðlar þar á meðal MBL dæla í okkur upplýsingum um hvað Rússar eru vondir en við alt umvefjandi verndarenglar. Það er hin vestrænu ríki sem spyrða sig saman í ESB og Nato.
Staðreyndin er sú að við erum ekkert betri en aðrir, aðgerðir sem við styðjum hafa valdið stór hörmungum og í raun ættum við samkvæm sjálfum okkur að setja viðskiptabann á okkur sjálf.
Assad er vandamálið segja þeir sem leystu vandamálið í Líbíu með því að bylta Gaddafi en leystist eitthvað vandamál ástandið er verra á eftir og Sýrland er alveg sama sagan.
Guð forði veröldinni frá vandamálalausnum vesturlanda.
Rússar samkvæmt fréttum virðast bara sprengja hófsama uppreisnarmenn í loft upp þá virðist skoðað á sama máta að okkar menn einbeita sér að árásrum sem beinast að brúðkaupum, þorpshátíðum og nú síðast spítölum.
Það er ekki hægt að styðja svona og við eigum að stíga það skref að yfirgefa Nato og fara að stunda sjálfstæða utanríkisstefnu.
Hætta starfsemi í Kunduz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2015 | 16:20
Blekking , vanþekking, áróður eða bara leti ?
Fréttir fjölmiðla undanfarna daga hafa pirrað mig.
Alin upp á árum kaldastríðsins mengaður af vestrænni réttsýni trúaður á sannleiksást okkar vestrænna, veldur því að það er þyngra en tárum tekur að sjá málflutning okkar í dag. Þar á ég við fréttir og skýringar á atburðum líðandi stundar. Hvorugt heldur ekki vatni og þolir ekki skoðun.
Dæmi.
Okkur er sagt að Rússar séu í herferð til að ráðast á góðu gæjana í Sýrlandi sem ekkert vilja annað en frið á jörð eins og keppendur í fegurðarsamkeppnum en láti á sama tíma vondu ISIS gæjana í friði.
Þetta er haft eftir Tyrkjum sem slátra Kúrdum af miklum móð undir vernd Nato, ekkert finnst vestrænum miðlum rangt við það.
Er í lagi að slátra sumum andstæðingum ISIS bara ekki þeim sem að ESB og Bandaríkin hafa vopnað og eru að hjálpa til valdatöku.
Síðan er vitnað í Joe Biden af öllum um að felldar hafi verið sveitir þjálfaðar af USA til að berjast. Var það ekki í fréttum síðustu viku að þær hefðu gefist upp fyrir ISIS og afhent þeim vopn sín og sumir gengið til liðs við þá.
Annað síðan í morgun.
Talibanar náðu borg í Afganistan sem var tekinn aftur í dag. í fréttum kom fram að strætin væru þakin líkum. Trúr málstaðnum fræddi þulurinn okkur á því að þetta væru allt lík Talibana og þetta endurtók hann ítrekað svo ljóst væri að við meðtækjum þann sannleika að vestrænir drepa bara vont fólk allt karlkyns komna á aldur.
Það er nú gott að vita það að almennir borgarar falla ekki í valdabrölti okkar. Eða frekar vont að vita það að samviska okkar er ekki betri að við ljúgum og nýtum okkur fréttir og fréttaflutning sem Norður Kórea er gjarnan gagnrýnd fyrir .
Þess vegna spyr maður sig eru Íslenskir fjölmiðlar að blekkja okkur, stunda þeir áróðursstarfsemi eða nenna þeir ekki að skoða málin. það þarf ekki mikla speki til að sjá að alla vega eru þeir ekki að veita okkur upplýsingar byggðar á þekkingu og hlutleysi.
Réðust á bandamenn Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2015 | 18:30
Tyrkir líka hefði ég haldið.
Eru Tyrkir ekki ansi duglegir við það líka með því að herja grimt á Kúrda með blessun ESB og Nato. Vestrænir valdafíklar verða að muna eftir að klæða sig áður en þeir stökkva fram á völlinn í stað þess að hlaupa um sviðið berandi sitt innra eðli.
Sprengdu óvini Ríkis íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2015 | 16:03
Endurtekið efni
Sagan kennir manni að sú skoðun mans á ákveðnum málum er oft röng. Röng vegna þess að fjölmiðlar og þeir sem veita okkur upplýsingar standa sig ekki í stykkinu eða viljandi birta upplýsingar sem að beina skoðunum í ákveðin farveg.
Myndin sem að fór yfir aðdragandi Íraksstríðsins var vakning varðandi þessi mál og hvernig okkur er stjórnað af fjölmiðlum og ráðandi öflum.
Þess vegna tek ég þessum fréttum með varúð og spyr mig hvort hér sé fyrsta nótan í afsökun fyrir loftárásum á liðsveitir Assads svo hægt sé að koma honum frá völdum.
Líklegast er að ISIS beiti öllum ráðum sem að þeir hafa í hernaði sínum og líklega geta þeir fengið nauðsynleg efni og búnað fr´aþeim sem senda þeim vopnin sem virðast að mestu leiti koma frá Vesturlöndum en ekki Assad.
Ríki íslams að búa til efnavopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2015 | 13:37
Aðrar leiðir færar.
Dæmigert svar frá ríkisapparati í verkfalli eða ekki verkfalli. Það er lágmarkskrafa að þá sé bent á þær leiðir. Undanþága fékkst vegna barnabóta þar hafa örugglega verið aðrar leiðir lika en kannski spilaði það inn í að félagsmenn sem að eru í verkfalli eiga líka von á barnabótum
En lágmarkskrafa hjá ríkisapparötum sem öðrum að rökstyðja svör sín
Vill ekki þurfa að drepa dýrin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2015 | 09:22
Bara Rússar
Það mætti benda á að eins og refsiaðgerðirnar kosta Rússa þá kosta þær Evrópu einnig eða hverjir hafa tapað á að innflutningur til Rússlands á matvælum hefur minkað um 40% það leiðir til þess að Rússar verða sjálfum sér nógir á ekkert mjög löngum tíma um þessi matvæli og markaður tapast, sem verður mikið tjón fyrir þau lönd í Evrópu sem missa þennan markað.
Refsiaðgerðirnar eru síðan sér kafli og að mínu mati mest þjónkun við Bandaríkjamenn. Eða á ekki að refsa þeim líka sem gerðu atlögu að stjórnarfari í Líbýu og kláruðu ekki dæmið og afleiðingarnar eru hörmungar af áður óþekktri stærðargráðu, eins og sést nú í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum.
Hverjum á að refsa fyrir það ?? Rússum og voru það Rússar sem að komu af stað þeirri atburðarrás sem nú er í gangi í Jemen og Sýrlandi ?
Miðað við þetta held ég að við ættum að íhuga fylgispekt okkar við allt sem að vestrænir vinir okkar segja og gera og reyna að hugsa aðeins sjálfstætt.
Milljarðar dollara vegna Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2015 | 09:01
Rússagrýlan
Rúv heldur áfram að sýna okkur mannvonsku Rússa í tengslum við Úkraínu deiluna nú síðast með umfjöllun um aðbúnað geðfatlaðra í Hvíta Rússlandi.
Ráðamenn á vesturlöndum halda síðan áfram að kynda undir Rússaótta.
Mér sýnist að Rússar hafi ekkert gert í að nálgast okkur en vesturlönd hafa aftur á móti skipulega þrengt að þeim.
Ég bíð eftir umfjöllun um aðstöðu geðfatlaðra í Bandaríkjunum. Ég bíð líka spenntur eftir vestrænni naflaskoðun um árangur aðgerða sem að við vesturlönd stóðum fyrir til að auka og bæta lýðræði og líðan íbúa í, Líbýu, Sýrlandi, Jemen til dæmis.
Hver var árangurinn ?
Í fljótu bragði en án mikillar greiningar sýnist mér að vesturlönd séu í raun stærri gerandi í vondum heimsálum þessar stundir en Rússar.
Er Ísland síðan komið með varnarmálaráðherra ?
Norðurlönd verjast Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)