Að endurskoða afstöðu sína

Mér finnst alveg magnað að meirihluti forustumanna almúgans skuli vera hallir undir þann óskapnað sem öfl þau er kenna sig við félagshyggju eru. Ég er nú ekki búin að tóra nema rétt hálfa öld en reynsla mín af þeim velferðar og félagshyggjuöflum sem til allrar hamingju hafa sjaldan náð völdum er slík að ég mun aldrei kjósa þau. Ég mun heldur aldrei skilja hvaða samleið forustumenn okkar telja sig eiga með þeim.

Velferðin hér á landi hefur aldrei verið lélegri en í tíð svokallaðra vinstri stjórna spillingin síst minni og sýnist mér að þau stjórnvöld sem nú ríkja séu engir eftirbátar annarra stjórna sömu tegundar sem ríkt hafa hér í þessum málum.

 


mbl.is Hætta þátttöku í starfshópi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta græna sjálfbæra samgöngustefnan.

Þessi frétt sýnir að mörgu leiti hæfni getu og visku stjórnenda vorra tek ég tvö atriði úr fréttinni sem að mér finnst sýna það í hnotskurn.

Það segir
"Um leið og nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu var boðið að kaupa svokölluð nemakort hjá Strætó var verðið hækkað úr 20 þúsundum á ári í 30 þúsund krónur. Stefna stjórnar Strætó er að sérstök afsláttarkjör verði smám saman afnumin."

Ofangreint leiðir náttúrulega til þess að nemar í grunnskólum börn foreldra sem eru að reyna að berjast við að ná endum saman flykkjast í stræto vegna hins nýja fargjalds. Nei þeim fækkar og þá verður að skerða stætó enn meira. Foreldrarnir á Porsche jeppunum halda hinsvegar áfram að keyra sín börn í skólann vel vernduð af velferðarstjórninni. Heimskulegt skref ef að á að auka hlut strætó

Síðan segir seinna í fréttinni.
"Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi 1. febrúar. Verð á tímabilskortum og afsláttarmiðum hækkar að jafnaði um 10%. Stök fargjöld haldast hins vegar óbreytt, eru 350 krónur. Með hækkun umfram almennar verðlagshækkanir er verið að reyna að auka hlut fargjaldatekna í rekstri fyrirtækisins, að því er fram kom í tilkynningu Strætó á dögunum."

Ofangreint þýðir á manna máli að það hafi verið algjört klúður þegar að stök fargjöld voru hækkuð og átti að vera til að beina fólki á afsláttarkortin og menn hreyktu sér af því að þannig ætti að auka hlut almenningssamgangna sem sýnir en og aftur að það er ekki orð að marka það sem að þetta fólk segir.

Hækkun umfram almennar verðlagshækkanir er síðan ekki einhver jöfnun hlutfalla heldur hrein og bein skattahækkun sem að en sem fyrr lendir verst á baki barnafjölskyldna.

Eins og ég hef sagt áður hríðarveður undanfarinna daga er ekki það versta sem við búum við og enn sem fyrr er álit mitt á ráðamönnum til sjávar og sveita ekki prennthæft.


mbl.is Nemafargjöldin hækkuðu um 10 þúsund kr. á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er til önnur leið

Það er sú leið að hafa betri stjórnendur heldur en hér er þá þarf ekkert ESB og enga Evru aðeins agaða réttláta hagstjórn og ef að hún er í ESB afhverju eru þá öll þessi vandamálí Evrópu þar sem að Mafían er orðin stærsti lánveitandi í Ítalíu Grikkland er á heljarþröm Írland í vandræðum Spánn og Ungverjaland í hættu og það ó öllum aganum. Hvar værum við ef við værum í ESB eins óagaðir og við erum sennilega ver stattir en nú.

nei það þarf nýja stjórnendur í allt heila klabbið sem að hugsa um eitthvað annað en óæðri endan  á sér og sínum þá er ég að tala um heildarpakkan en ekki að vitna í þessa grein.


mbl.is Ísland gæti dafnað undir aga í hagstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleira en hríðin til vandræða hér.

Það hefur oft verið sagt að fólk eigi að gæta þess hvað það óskar sér því það gæti ræst.

Nú fáum við ósköp venjulegan vetur eins og þeir gerðust fyrir ekkert mjög löngu síðan hvort það snjóar einhverjum dögum lengur eða styttra eða snjór er cm dýpri eða grynnri skiptir ekki öllu máli. Að mínu mati er þetta venjulegur ótíðar vetur svona vetur eins og verið er að skattleggja okkur með alskyns kolefnisgjöldum til að innleiða og ég man eftir þeim mörgum á svipuðum nótum og hef fagnað blíðviðri undanfarinna vetra.

Mér finnst sanngjörn krafa að þeir sem vilja fá kaldara ástand ráði þá við það ástand sem þeir vilja fá mér finnst það en það gera þeir ekki að mínu mati og hver er lausn þeirra, smíða nefnd sem býr til áætlanir það hefur verið mokað snjó í Reykjavík án þess að þurft hafi neyðaráætlanir hann meira að segja keyrður á vörubílum og sturtað í sjóinn og það á mínu lífsskeiði það þarf vilja getu og framtakssemi og auðvitað tækjabúnað. Væri kannski ástæða til að athuga hvað mikið af honum hefur verið gjaldfelldur og fluttur úrlandi sumt vegna ólöglegra lána. en það er önnur ella.

Tek það fram að ég þakka ötulum starfmönnum borgarinnar sem gera sitt besta með því sem þeir hafa við erfiðar aðstæður. Það er stjórnuninn sem að ég hef efasemdir um eða hvernig stóð á því um síðustu helgi að ég las blogg hlaupara sem hljóp um greiðfæra stíga meðan ég varð að skríða göngustíga í mínu nærumhverfi með neglurnar grafnar í klakann til að brjóta ekki hvert bein.
Á eftir að skoða hvaða borgarfulltrúar búa i nærumhverfi þessara stíga og hvort að samhengi sé þar á milli en nef mitt segir að svo sé.

Við skulum líka muna að borgin réð heldur ekki við slátt i sumar þá var vonda grasið allt of mikið eins og vondi snjórinn er alltof mikill núna.


Þetta tvennt hefur gert mig staðfastari í þeirri skoðun minni að stjórnvöld í borg vorri ráði bara ekki við starf sitt svona yfirleitt eru bara svona meðaltals stjórnvöld í slappara lagi.

En vér ættum að undirbúa okkur undir fleiri svona vetur ef aðgerðaráætlun Jóhönnu gegn hlýnun loftslags fer eftir en hún boðaði aðgerðir gegn henni í áramótaávarpinu það mun því kólna all nokkuð eða hvernig halda menn að jöklar stækki svona hókus pókus nei þer stækka með meiri snjó meiri snjó meiri snjó.

Kannski er ekki svo slæmt eftir allt að Jóhanna og stjórn hennar stendur sjaldnast við það sem þau segjast ætla að gera.

En þeir sem að vilja kaldara loftslag ættu að gleðjast yfir þessu. Það svið borgarinnar sem að auglýsti að nagladekk væru óþörf í Reykjavík ætti siðan að athuga hvort að það gæti verið ábyrgðarskylt fyrir þeirri fullyrðingu sinni. Fólk hefur það jú svart á hvítu að því er lofað að það þurfi ekki nagladekk ekki ólíklegra að einhver gæti unnið skaðabótamál gegn því sviði heldur en að seðlabankastjóri vinni mál um vangoldin laun. Hvoru tveggja eru jú loforð sem að ekki stóðust.

En þetta er nú bara mín skoðun Ég held aftur á móti áfram að nota nagladekk og ég trú enn þá þeim orðum gamals veðurspekings sem sagði á síðasta ári að smá hlýskeið væri á enda og nú færi kólnandi. Ég vorkenni hins vegar þeim sem voru svo uppteknir af heimsendaspám að þeir nutu ekki hlýindana og álit mitt á þeim sem að nota sveiflur í náttúrunni til að geta fært peninga úr vösum almennings til sjálfs síns er ekki prenthæft

Og með þetta held ég út í daginn.


mbl.is Hríðarveður oft til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra til neytendastofu

Síðast þegar kúin Skjaldborg lagði gjöld á bensín gerðu olíufélögin það sama og voru dæmt til að draga það til baka þangað til birgðir væru búnar. Það er einbeittur brotavilji hjá N1 í þessu máli að mínu áliti. Kannski að Reykjavík síðdegis spyrji annan af aðalefnahagsráðunautum sínum út í málið hann ætti að geta útskýrt það hvers vegna N1 hækkaði strax.
mbl.is N1 hækkar eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hraðri útleið

Hvað kemur það kosningum við þó að Landsóms málið sé tekið fyrir í vor ég vil kosningar í vor líka.

 Landómsmálið snýst um það að það á að draga einn fyrir dóm fyrir sök margra en kosningar snúast um það að vér þjóðin ætlum að lúskra á hópnum og helst sjá til þes að það verði ca 95% endurnyjun á þingi það að blanda þessu tveimur saman er lyðskrum.

Þetta er afburðarklaufalegt af Margréti að hræra þessum málum saman en örugglega vel meint eins og fyrri klaufaskapur hennar. EN ég held að hún geri sér grein fyrir því ásamt öðrum þingmönnum Hreyfingarinnar að þau eru á hraðri útleið annað getur greiningardeild mín ekki lesið úr daðri þeirra við velferðarstjórnina minnir helst á besta vin mannsins þegar hann dillar rofunni í von um bita af borðinu. Þeir sem að fylgst hafa með gjörningunum á Austurvelli trúa varla frekar en ég að þar hafi bara verið um kaffispjall að ræða Jóhanna væri ekki svo kotroskin sem hún er ef svo væri en miðað við hvað hún er kotroskin er greinilegt að áður en skellt var stáli í bak Árna var búið að tryggja eitthvað annað bak við tjöldin

Svo er nú það


mbl.is Gott að fá kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðu tímabili lokið ?

Nú þegar að dynja yfir mann fréttir um að Vegagerðin eigi ekki meira fé fyrir snjómokstri að fallið hafi mesti snjór í Reykjavík og fréttamenn fara um götur og torg í hinum vanabundna æsifrétta stíl þegar maður hlustar á þetta hvarflar að manni hvort að það góðviðraskeið sem við höfum fengið að njóta síðustu árin sé að líða undir lok eins og Páll Begþórsson spáði um ef ég man rétt. 

Veturinn núna er ekkert merkilegri en margir aðrir sem að undirritaður hefur lifað á hálfrar aldar ævi. Hvort snjór er 1 cm dýpri eða grynnri tel ég ekki skipta höfuðmáli eða hvort að það eru fleiri eða færri dagar í einum mánuði sem að bera snjó þetta er þó gott til að geta reiknað út meðaltöl en meðaltöl verða aldrei neitt annað en það og þau breytast eftir þeim grunni sem að þú miðar meðaltalið við. Það sem virðist vera að ske er að við höfum venjulegan Íslenskan vetur sem að við höfum verið blessunarlega laus við undanfarið.

Það sem að mér finnst þó að mætti skoða er það að mér finnst skrítið að Vegagerðin hafi skki safnað í sjóði til að mæta vetrum sem að velflestir landsmenn vissu að kæmu aftur og jafnvel margir í röð. Sama um Reykjavíkurborg. Fólk leggur fyrir til að mæta óvæntum útgjöldum og ef að ekki þarf að eyða fjárveitingu í eitthvað þá á að geyma hana til að mæta seinni tíma áföllum en ekki alltaf að bjarga málefnum fyrir horn.

Þar sem að flestir okkar stjórnenda koma nú um stundir úr röðum æðri menntastofnanna er því spurn að mínu viti hvort að ekki vanti kennslu í hasýni og rádeildarsemi á þeim bæjum ásamt skorti á öðrum greinum.

Síðan og ekki síst er það svolítið skondið að allan þann tíma sem að við höfum verið laus við venjulegan vetur þá höfum við agnúast út í það með alskyns heimsenda hugsunum eins og það sé í eðli mansins að halda að allt sé að fara til helvítis ef hann upplýfir eitthvað gott


mbl.is Unnið að hreinsun vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að forða fengnum

Gæti verið að þeir sem setið hafa á mjaltastólunum  við að þurmjólka landsmenn séu búnir að sjá að lítið sé orðið vermætt í hræinu og farnir að huga að því að koma peningum sínum í eitthvað annað og hvað er betra en fasteignir sem búið er að hrekja fólk úr. 

Gæti verið að þetta sé hlutur sem að hefur verið kenndur við stærð ákveðinna líffæra karlmanna eða vöntun á henni vöntun sem talin var leiða til þess að menn keyrðu á stærri dekkjum en aðrir. Nú gæti verið komin þörfin til að sýna hvað ég er ógisslega ríkur og kaupa alveg ógisslega stóra villu til að sýna ogisslega miklu peningana sem að ég hef náð af helv luserunum í landinu sem að voguðu sér að reyna að skapa sér og sínum framtíð á skerinu það er vitlausa launafólkinu.
  

Þetta er alla vega ekki merki um uppsveiflu segir greiningardeild mín.

Af hverju ekki

Jú Bak við þetta eru eingöngu 6600 samningar og sleppum við árunum eftir hrun 2009 2010 þa finnast ekki færri samningar þó farið sé aftur til 1996  og lengra og þó að veltan hafi aukist þá er þetta engin vísbending um bætta tíð heldur sýnir þetta að fólk sem að hefur lifað eins og blóm í eggi og sumt getað stundað sjáftöku á kostnað okkar hinna er að fjárfesta í dýrum eignum til að koma auðnum fyrir.

Þetta gæti líka verið merki um að verið sé að kaupa upp stærri eignir eða fjölbýli til að geta farið að stunda útleigu því að hrægammarnir gera sér grein fyrir að þegar verður búið að ná húsnæðinu af fólkinu fá þéir sjálfdæmi um leiguokur á markaðnum og miðað við reynslu mína af þjóðfélaginu fara Lífeyrissjóðir okkar og bankar þar fremstir í flokki.

Þannig að þessi frétt ætti að vera um það hvers vegna það er 45 % veltuaukning þegar það er óhemju  samdráttur í fjölda seldra eigna jafnvel þó að farið sé 15 ár aftur í timan. Fréttinn gæti alveg eins verið  1528 færri Íslendingar sáu sér fært að kaupa húsnæði fyrir sig og f´jölskyldu sína árið 2011 heldur en árið 1996 og það þó að landsmönnum hafi fjölgað mikið síðan og landflótti sé ekki meiri en í öðrum góðærum vinstrimanna

Svo er nú mín skoðun á þessu


mbl.is Veltuaukningin 45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Óska öllum Gleðilegra Jóla.


Að skilja hismið frá kjarnanum

Kleist hittir naglan á höfuðið þegar hann segir
„Ef við innleiddum alla löggjöf ESB myndum við þurfa 56 þúsund manns einungis til þess að stjórna 56 þúsund manns,“

Hinu megin við sundið eru stjórnálamenn sem að ólmir vilja að 50 til 70000 manns fái vinnu við skriffinsku við að stjórna 300 000 sem að fer þó ört fækkandi. Það er nefnilega draumur elítunar í hnotskurn að komast í ESB til að fá nice job með nice útsýni á nice launum teknum af síminnkandi tekjum almennings.

Þetta er blauti ESB draumurinn í hnotskurn


mbl.is ESB með augastað á grænlenskum auðlindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband