Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Stofna nýtt sveitarfélag

Mér sýnist Grafavogur falla undir skilgreiningar um stærð sveitarfélaga og fjölmenni. Ég ehf verið þeirra skoðunar um skeið að við Grafarvogsbúar ættum að stofna nýtt sveitarfélag eða sameinast Mosfellsbæ.

Reyndi að skoða hið umtalaða myndband en þar er engin skrá svo að ég get ekki dæmt um það hvort þetta er rétt eða rangt hjá borgarstjóra. En hann eins og aðrir eiga að fara varlega með orðið einelti og skilgreiningu því.


mbl.is Jón segir ofbeldið ekki ímyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölmusukerfið

Nú vilja pólitíkusar aðstoða skuldug heimili það er kannski, ef það er hægt, jafnvel og það gæti hugsast ef þeir eru kosnir.
Það skildi ekki nokkur maður trúa þeim stjórnvöldum sem að hér ríkja til að gera eitthvað þau eru búin að hafa ótal tækifæri síðustu árinn og allar aðgerðir eru í skötulíki.
Nú er boðað að það skuli aðstoða skuldug heimil og þeir ákveða sjálfir hvað er skuldugt heimili eða ekki. Við skulum muna 110% leiðina og Umboðsmann skuldara og hvaða gagn það hefur gert við skulum líka muna Dróma.

Það er síðan ekkert gefið að önnur öfl sem í framboði séu hafi eitthvað betra fram að færa því miður. Það er leitt að sú rödd sem að að mínu mati hefur synt mestu skynsemina það er Lilja Mósesdóttir að sú rödd skuli vera að þagna það er að það er að nást að kæfa hana.
Síðan má ekki gleyma því hvort sem okkur líkar betur eða ver að tillögur Framsóknarmanna hefðu sennilega verið besti kosturinn í stöðunni þegar horft er til baka.
Tillögur minnihluta á þingi sem komið hafa fram tek ég ekki með ef alvara hefði verið á bak við hefðu þessi sömu öfl átt að hjálpa okkur til að losna við núverandi stjórnvöld og gefa okkur færi á nýjum kosningum fyrir löngu.

Það versta er að það er alltaf talað um þessi mál sem aðstoð ölmusu niðurfellingu og það fólk sem í þessum sporum er talað niður það er sjálfhverft keypti flatskjá og fór hamförum.
Þetta er als ekki rétt margt af þessu fólki fór nákvæmlega eftir því sem að fjármálaráðgjafar mæltu með það fór eftir stjórnvöldum hlustaði á stjórnsýsluna og gerði allt rétt miðað við þær upplýsingar sem það hafði.
Nú er talað um það eins og það séu rolur sem að ríkið á að hjálpa. Svo er ekki að mínu mati heldur er hér um réttlætismál að ræða það er að skila til baka einhverju af því sem tekið var með röngu.

Þegar hér hrundi allt voru sett neyðarlög sem björguðu sparifé landsmanna öllu, lög sem gengu á skjön við það lagaumhverfi sem að hér var. Það var ákveðin trygging í gangi og ákveðin upphæð sem að átti að bæta samkvæmt lögum. Þessar upphæðir liggja fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Það má að mínu viti kalla þetta niðurfærslu þó að í raun sé þetta uppfærsla.
Þarna er aðgerð með öfugum formerkjum við verðtryggingu.
Þetta fé var tapað en þeir sem áttu það fengu aðstoð frá ríkinu einskonar niðurfellingu á verðmætum sínum þannig að sá sem átti 5 000 000 umfram tryggingu á bók fékk það bætt en sá sem hafði notað annað sparnaðarform og átti orðið sömu upphæð í húsnæði sínu tapaði henni og í sumum tilfellum gott betur.
Þetta er óréttlæti og það er þetta óréttlæti sem að skekur þjóðfélagið núna og kemur í veg fyrir alla sátt því það eru þeir í seinni hópnum sem varlegast fóru sem nú er riðlast á. Verðtryggingin hækkar stöðugt mest vegna stjórnvaldsaðgerða það er hækkanir á opinberum gjöldum og nýjum sköttum. Álögur á þennan hóp vaxa stöðugt meðan þeir sem bjargað var í innistæðu hópnum er haldið í bómull, afskrifað af þeim sem hraðast fóru og þeir sem verst eru staddir fá ölmusu við og við þegar verulega hitnar í kolunum.

Það eina sem að getur lagað þetta er algjör hugarfarsbreyting það þarf að viðurkenna ranglætið sækja verðmætin til baka og skipta þeim réttlátar það þarf að taka þá sem verst standa og horfast í augu við að mörgum þeirra verður ekki bjargað og ganga þannig frá að þeir geti byrjað að nýju.

Það þarf að taka þá sem afskrifaðar hafa verið milljónir af á námskeið þar sem þeim eru sýndar afleiðingar rangra ákvarðana þeirra, þeim synt inn á elliheimilin yfirfulla ganga sjúkrahúsa og gáma sem eru fullir af búslóðum sem verið er að flytja úr landi og síðan að hætta að tala niður þá sem að eru nú að berjast við að bera byrðarnar fólk sem lifði sínu lífi þegjandi og hljóðalaust og tók ekki þátt í Glæsivallargleðinni heldur lifði varfærnislega eins og fyrri kynslóðir höfðu kennt því.
Þetta eru ekki vesalingar sem vilja ekki borga skuldir sínar heldur fólk sem hefur orðið fyrir búsifjum og fer ekki einu sinni fram á að öllu góssinu sé skilið heldur sanngjörnum hluta þess.
Svona svipað og það væri brotist inn og þolandinn færi fram á að pottunum og diskunum yrði skilað en hitt mætti fara það er ekki gjöf það er vísir að réttlæti.


Margt fleira þyrfti að gera en þetta væri góð byrjun að mínu mati og mun betra en smáskammalækningar og plástur á svöðusár.


mbl.is Aðstoði skuldug heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á réttri leið

Islendingum fjölgar um 1230 á síðasta ársfjórðungi. Það hlytur að vera hverri þjóð fagnaðarefni þegar að stoðirnar styrkjast skattreiðendum fjölgar og velferð eykst.  Það fæddust 1110 börn en 490 einstaklingar létust. Náttúruleg fjölgun er því 620 Íslendingar.

650 Eintaklingar með Íslenskt ríkisfang fluttu frá landinu en 660 til þess þannig að aðfluttir umfram brottflutta eru 10 samkvæmt þeim tölum.

Íslendingum fjölgar því um 630 á ársfjórðungnum samkvæmt mínum tölum en ekki 1230. Mismunurinn er til komin vegna erlendra ríksiborgara sem að flytja til landsins umfram brottflutta 630 alls. Þannig að Landsmönnum fjölgaði því að mínu viti um 1230 en ekki Íslendingum. 

Til að geta sagt að allt horfi til betri vegar eins og ég las einhverstaðar þarf að greina hve mikill hluti þeirra erlendu ríkisborgara sem hingað komu á fjórðungnum komu til skammtíma vinnu eins og til dæmis haustslátrunar eða annarra framkvæmda og hve margir komu hingað til fastrar langtímabúsetu. Ég verð ekki Norðmaður þó ég fari til vinnu í Noregi í 2-3 mánuði

Það er alla vega mín skoðun að það þurfi að gera áður en fullyrt er að einhver viðsnúningur hafi átt sér stað á ársfjórðungnum.


mbl.is Íslendingum fjölgaði um 1.230
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband