Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Eg er hugsi.

Fréttinn um að börnum sé meinuð aðganga að frístundaheimilum vegna skulda foreldranna hefur setið svolítið í mér vegna þess að þetta setur borgaryfirvöld í borginni minni á svipaðan stall í huga mínum eins og meðal handrukkara og var þó ekki úr háum söðli að detta fyrir þau í mínum huga.

Þau sömu borgaryfirvöld og sötruðu fría mjólk í kaffi á meðan þau snarhækkuðu sopana ofan í þá sem að þau þjónusta.  Ég var ekki spurður að því hvort ég vildi gefa þeim mjólk og þó er mjólkin keypt fyrir mína peninga sem að ég borga í sameiginlega sjóði okkar.

Ég efast ekki um að meðal þessara skuldara er fólk sem ætlar aldrei að borga fólk sem hleypur frá ógreiddri leigu, rafmagni. síma og öðru sem við venjulegir borgarar stöndum skil á en innan um er líka fólk sem berst harðri baráttu við að klæða börn sín og fæða og lifa á tölum sem eru undir framfærslu viðmiðum gefnum út af yfirvöldum sem ekki nokkrum manni í þeim geira dytti í hug að láta bjóða sér til annars en innkaupa fyrir langa helgi. 

En núna eru margir úr hópi skuldaranna að reyna að kaupa skólavörur skólaföt og annað til að börnin skeri sig ekki úr og verði ekki fyrir aðkasti og einelti í skólanum því standardinn línan eða hvað sem er er jú sett af þeim sem meira mega sín hin verða að fylgja með til að verða ekki eins og halta dyrið sem hjörðin leggst á þangað til það flyr frá henni. Áhyggjur af því að geta þetta ekki eru nú auknar með þessu og um leið þá er hluti af lífsbjörginni tekinn frá þeim því hvað margir ætli stundi vinnu á meðan börnin eru í gslu og verða þá að láta af henni og ekki lagast skuldastaðan við það.

Ég er hugsi yfir því að allir þessir aðilar sem brosa svo sætt framan í landmenn í sjónvarpinu og tala um velferð umhyggju og bætta líðan barna skuli ekki finna aðra aðferð til innheimtu það mætti jafnvel hafa þetta frítt ég myndi ekki sjá eftir útsvarhlutanum mínum í svona verkefni.

Ég er líka hugsi yfir því sem ég heyri allt of oft en það er fólk sem að lytur á alla þá sem minna mega sín sem eitthvað hyski sem sukkaði fyrir hrun og á ekkert betra skilið og í þeim hópi er fólk sem telst til þess fólks sem við höfum falið forsjá okkar.
Ég er hugsi yfir þeirri lítilmennsku sem við synum okkar minnstu þegnum og hvers vegna sómakennd okkar er ekki meiri við virðumst hafa fundið friðþægingu fyrir okkur sjálf friðþægingu setta fram af fjölmiðlum aþingismönnum og öðrum friðþægingu í því að fólki sé nær skuldarar eigi að vita að þeir eiga alltaf að borga skuldir sínar.

Hvað höfum við oft heyrt þessi orð og þegar ég heyrði þau á kosnginanótt af munni fulltrúa flokks sem kennir sig við hægri stefnu lofaði ég sjálfum mér því hægrimaðurinn sjálfur að meðan einstaklingar með þessa skoðun og sómakend eru í forsvari þar mun ég aldrei eiða atkvæði mínu á þann flokk og ég er ekki einn um að láta þessi orð misbjóða mér.

Fólk á að borga skuldir sínar en kaupi maður sjónvarp á raðgreiðslum og seljandinn steli því af manni og rukki mann síðan tvöfalt fyrir það og það án þess að skila því aftur þá tel ég að röksemdin fyrir því að borga sé fallinn.

Mér finnst athyglisvert að hlusta á þær áherslur sem eru í fréttum á morgun er dagur minnihlutahóps sem fagnar réttindum sínum, þessi hópur hefur fengið mikla umfjöllun í dag og er það vel en eg hefði líka vijað sjá svipað magn af umfjöllun um þau sjálfsögðu réttindi barna að geta stundað leik og störf með félögum sínum umfjöllun eða þögn fjölmiðla í hinum ýmsu málum valda því að traust mitt til þeirra er svo til horfið. Ég tek þó fram að þetta miðast einungis við þá fjölmiðla sem að ég hlustaði á en bið forláts ef einhver fjölmiðill hefur kafað virkilega í þetta mál.

Ég er hugsi yfir því að þegar bjátar á og grípa þarf til aðgerða þá er alltaf farið í þá sem minnst mega sín það er fjárhagslega eins og í þessu tilfelli þar sem börn þeirra sem skulda fá ekki inn á frístunda heimilum er það vegna hugleysis leiðtoga okkar eða tenginu þeirra við öflin sem hafa fjármagnið mér er spurn.

Gæti verið að sumar þessar skulda séu vegna þess að fólk er að reyna að borga og standa í skilum með húsnæði og nauðsynjar handa börnum sínum eigum við ekki að hugsa aðeins lengra og velta þvi fyrir okkur hvers vegna ekki ætti að meina börnum þeirra sem hafa fengið afskriftir í bönkunum inngöngu í frístundaheimilinn þeir eru að mínu mati aðal orsök aðstæðna stór hluta skuldara hér á landi..

Þær afskriftir er fólkið í landinu að borga með minnkandi ráðstöfunartekjum sama hvað Jóhanna og Steingrímur segja. Ég gæti svo sem talið upp einhverjar afskriftir en læt það vera núna en af nógu er að taka.

Ég tel að þessir einstaklingar skuldi mér mun hærri fjárhæðir heldur en einstæða móðirinn eða faðirinn sem að ekki nær að standa í skilum með matarreikninginn í skólanum og ég krefst því að börnum þeirra verði vísað úr mötuneytum skólanna til að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem að ég tel að skuldi mér pening.

Að vísa börnum þolendanna út en ekki gerendanna er mismunun af verstu svort að mínu mati.

Þó ég sé hugsi yfir þessu eins og sjá má efast ég ekki um að þessu verður kippt í liðinn nákvæmlega sama umfjöllun var fyrir ári síðan og þá var málum kippt í rétt horf,  en í mínum huga er það til marks um að fulltrúar þeir sem við höfum valið okkur til forustu valda ekki verkinu að sömu málin skuli koma upp ár eftir ár og ekkert virðist hafa verið gert til að ráða bót á þeim.

Að lokum þá eiga þeir sem að geta staðið í skilum og gera það ekki að skammast sín og drattast til þess við hin sem að notum fyrr talda sem afsökun til að gera ekki neitt og mótmæla óréttlæti ef er eigum líka að skammast okkar fyrir að hafa týnt sóma og samkennd vorri.

Ég vona síðan að fyrirmenn vorir eigi góðan gleðidag á morgun og er nokkuð viss um að þetta mál truflar ekki gleði þeirra og innilegri barnatrú á það að þeir séu að gera það besta fyrir okkur borgarana enda bestir.


mbl.is Óverjandi að mismuna börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband