Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
30.5.2012 | 17:51
Skal!
Ég hnýt um orðin
"möguleikinn á lagningu rafmagnsstrengs milli Íslands og Bretlands skal kannaður með jákvæðum augum,"
Ég er fylgjandi iðnvæðingu landsins en þau verðmæti á að skapa hér á landi en ekki flytja orku úr landi það á að nota margfeldisáhrif hennar til verðmætasköpunar hér heima.
Það á síðan ekki að selja landi, sem setti á okkur hryðjuverkalög svo mikið sem sem 1w og að lokum á að kanna hluti á hlutlausan og yfirvegaðan hátt en ekki gefa fyrirskipun um að hlutir skuli kannaðir með jákvæðum augum þannig fást sjaldan réttar og hagkvæmar niðurstöður heldur fyrirframákveðið moð.
Eða hvað þýðir "skal kannaður með jákvæðum augum" annað en að niðurstaðan skuli vera fyrirfram ákveðin fyrir þann sem þegar er búin að ákveða hvað telst jákvætt við málið og í herbúðum þeirra sem nú ráða er það jákvæða að selja allt sem hægt er úr landi og koma lifskjörum hér á það stig að það hægt sé að sannfæra fólk um að það sé betra í ESB
Skrifað undir viljayfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |