Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
12.1.2012 | 09:44
Fleira en hríðin til vandræða hér.
Það hefur oft verið sagt að fólk eigi að gæta þess hvað það óskar sér því það gæti ræst.
Nú fáum við ósköp venjulegan vetur eins og þeir gerðust fyrir ekkert mjög löngu síðan hvort það snjóar einhverjum dögum lengur eða styttra eða snjór er cm dýpri eða grynnri skiptir ekki öllu máli. Að mínu mati er þetta venjulegur ótíðar vetur svona vetur eins og verið er að skattleggja okkur með alskyns kolefnisgjöldum til að innleiða og ég man eftir þeim mörgum á svipuðum nótum og hef fagnað blíðviðri undanfarinna vetra.
Mér finnst sanngjörn krafa að þeir sem vilja fá kaldara ástand ráði þá við það ástand sem þeir vilja fá mér finnst það en það gera þeir ekki að mínu mati og hver er lausn þeirra, smíða nefnd sem býr til áætlanir það hefur verið mokað snjó í Reykjavík án þess að þurft hafi neyðaráætlanir hann meira að segja keyrður á vörubílum og sturtað í sjóinn og það á mínu lífsskeiði það þarf vilja getu og framtakssemi og auðvitað tækjabúnað. Væri kannski ástæða til að athuga hvað mikið af honum hefur verið gjaldfelldur og fluttur úrlandi sumt vegna ólöglegra lána. en það er önnur ella.
Tek það fram að ég þakka ötulum starfmönnum borgarinnar sem gera sitt besta með því sem þeir hafa við erfiðar aðstæður. Það er stjórnuninn sem að ég hef efasemdir um eða hvernig stóð á því um síðustu helgi að ég las blogg hlaupara sem hljóp um greiðfæra stíga meðan ég varð að skríða göngustíga í mínu nærumhverfi með neglurnar grafnar í klakann til að brjóta ekki hvert bein.
Á eftir að skoða hvaða borgarfulltrúar búa i nærumhverfi þessara stíga og hvort að samhengi sé þar á milli en nef mitt segir að svo sé.
Við skulum líka muna að borgin réð heldur ekki við slátt i sumar þá var vonda grasið allt of mikið eins og vondi snjórinn er alltof mikill núna.
Þetta tvennt hefur gert mig staðfastari í þeirri skoðun minni að stjórnvöld í borg vorri ráði bara ekki við starf sitt svona yfirleitt eru bara svona meðaltals stjórnvöld í slappara lagi.
En vér ættum að undirbúa okkur undir fleiri svona vetur ef aðgerðaráætlun Jóhönnu gegn hlýnun loftslags fer eftir en hún boðaði aðgerðir gegn henni í áramótaávarpinu það mun því kólna all nokkuð eða hvernig halda menn að jöklar stækki svona hókus pókus nei þer stækka með meiri snjó meiri snjó meiri snjó.
Kannski er ekki svo slæmt eftir allt að Jóhanna og stjórn hennar stendur sjaldnast við það sem þau segjast ætla að gera.
En þeir sem að vilja kaldara loftslag ættu að gleðjast yfir þessu. Það svið borgarinnar sem að auglýsti að nagladekk væru óþörf í Reykjavík ætti siðan að athuga hvort að það gæti verið ábyrgðarskylt fyrir þeirri fullyrðingu sinni. Fólk hefur það jú svart á hvítu að því er lofað að það þurfi ekki nagladekk ekki ólíklegra að einhver gæti unnið skaðabótamál gegn því sviði heldur en að seðlabankastjóri vinni mál um vangoldin laun. Hvoru tveggja eru jú loforð sem að ekki stóðust.
En þetta er nú bara mín skoðun Ég held aftur á móti áfram að nota nagladekk og ég trú enn þá þeim orðum gamals veðurspekings sem sagði á síðasta ári að smá hlýskeið væri á enda og nú færi kólnandi. Ég vorkenni hins vegar þeim sem voru svo uppteknir af heimsendaspám að þeir nutu ekki hlýindana og álit mitt á þeim sem að nota sveiflur í náttúrunni til að geta fært peninga úr vösum almennings til sjálfs síns er ekki prenthæft
Og með þetta held ég út í daginn.
Hríðarveður oft til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2012 | 08:22
Kæra til neytendastofu
N1 hækkar eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |