Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
2.6.2011 | 14:20
Farið yfir lækin eftir vatninu
Þurfti varla að eiða miklum peningum í þetta eða sækja þessa vitneskju til annarra landa þeir sem búa hér vita að það er búið að setja afkomendur okkar á vonarvöl og ekkert annað að gera en að hjálpa þeim úr landi eða styrkja þá meðan ósköpin ganga yfir. Þannig að þessir afkomendur okkar eru upp á foreldrana komin bankarnir og velferðin hirtu allt af þeim.
Mér sem venjulegum almúgmanni án æðri menntunar það er án bókrollumenntunar heldur handhafi iðnmenntunar finnst þetta óþarfa austur á takmörkuðum sjóðum okkar. Það er galað alla daga um sjálfbæra nýtni hvernig væri að stunda sjálfbæra nýtnin á sjóðum okkar vinnandi manna og kvenna.
Síðan fer óskaplega í taugarnar á mér það sem ég kalla ymindunariðnaður það er þegar búin eru til alskyns gæluverkefni og rannsóknir til að tryggja fólki vinnu meðan það er gert verður menntun aldrei metin af þeim verðleikum í lífsbaráttunni sem hún gefur heldur það á skilyrðislaust að gera kröfu til hennar eins og annars að hún sé sjálfbær og ekki þurfi að ganga í takmarkaða sjóði landsmanna til að tryggja fólki vinnu á hvaða sérsviði sem er.
Ungt fólk treystir æ meira á foreldrana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2011 | 12:06
Veggjöld yrðu náðarhöggið
Gífurlegur samdráttur í umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2011 | 11:54
Hinn frjálslyndi armur Framóknar
Nú er Ásmundur genginn í Framsókn og sagt var í fréttum að hin frjálslyndi armur flokksins óttaðist um sinn hag vegna inngöngu hans með sín sjónarmið í flokkinn. Þess vegna spyr ég mig hvernig er afturhaldsarmur flokksins eiginlega ef sá frjálslyndi er eins og ég tel eftir að hafa lesið þingsályktunartillögu frá nokkrum þingmönnum þar með talinni Sif sem að ég hef talið frjálslyndan framsóknarmann. Tillöguna má finna hér
http://www.althingi.is/altext/139/s/1571.html
Tillagan er um tóbaksvarnir eins og þjóðin veit og ég verð að segja að lesturinn er skemmtilegri en dagskrá sjónvarpsins og ýmsar stórmyndir um yfirtöku stórabróður fölna þegar þetta handrit er lesið.
Það er ekkert að því að vinna gegn notkun tóbaks en það er stórlega athugavert að gera það á þann hátt að vandamálin verði meiri eftir en þau voru áður. Ég er þeirrar skoðunar að ekkert gagnist betur en skipulögð markviss fræðsla en hún kostar peninga sem að stjórnvöld vilja heldur nota í að þýða lög Evrópusambandsins á Íslensa tungu. Það að setja lög kostar ekki neitt bara smá umræðu á Alþingi lög sem eru þannig að það er erfitt ef ekki ómögulegt að fara eftir þeim Og kemur til með að kosta óhemju að fremfylgja.
Hé eru dæmi sem fönguðu huga minn og það einungis fá það var margt fleira sem að ég staldraði við.
1. Sölustöðum tóbaks fækkað, aðgengi minnkað og stigu stemmt við nýjum neysluformum.
Ísland stefni að því að verða meðal fyrstu landa til að takmarka verulega aðgengi að tóbaki með því að taka það úr almennri sölu. Sölu í matvöruverslunum, söluturnum, á bensínstöðvum, í flugvélum og fríhöfnum verði hætt. Tóbak verði þá einungis selt í apótekum með sérstakt tóbakssöluleyfi. Sala þess ætti að vera háð strangari reglum en nú er enda um ávana- og fíkniefni að ræða og tóbaksreykur er í raun krabbameinsvaldandi eiturefni.
Hver vegna apótek af hverju ekki sérstakar tóbaksbúðir á öðrum stað er bannað að vinna við að selja tóbak hafi einstaklingur ekki náð áfengiskaupaaldri þetta þýðir þá að fólki undir áfengiskaupaaldri verður óheimilt að starfa við afgreiðslu í apótekum. Getur þetta verið aðgerð til að auka veltu í apótekum og til að bæta afkomu þeirra er þetta í raun hjálparaðgerð til endurreisnar ekki veit ég en finnst skrítið að þetta eigi að fara í apótekin. Apótek sem síðan er verið að loka víða um land kannski að grunn hugsunin sé að fá óforbetraða reykingarmenn af landsbyggðinni í bæinn.
Reykingar undir stýri verði, líkt og farsímanotkun, óheimilar og reykingar verði óheimilar í bílum þar sem eru börn undir 18 ára aldri.
Reykingar verði óheimilar á svölum fjölbýlishúsa og opinberra bygginga. Þeir sem búa í fjölbýli beri ábyrgð á því að reykurinn berist ekki í íbúðir annarra eða í almennt rými. Vernda þarf starfsmenn sem enn eru útsettir fyrir óbeinum reykingum, svo sem fangaverði, starfsmenn vistheimila og þá sem þjóna í reykherbergjum, t.d. í flughöfn.
Margt af þessu er als ekkert vitlaust en á ekki að banna heldur að höfða til skynsemi fólks það á ekki að éta tala í síma eða reykja undir stýri það er hættulegt auk þess er að koma í ljós að farsímar geta valdið krabbameini og majones í samlokunni á bensínstöðinni er óholt bönnum hvoru tveggja.
Varðandi fjölbyli þá féll dómur í Finnlandi nýlega þar sem þessu var hnekkt og hvernig hefur gengið að halda niðri hávaða sem truflar aðra íbúa á að banna eldun skötu á Þorlák og hvernig á undirmönnuð Lögregla að fást við öll útköll vegna reykinga á svölum vegna manneklu og verða nágrannar með kíkir til að kíkja á einstaklinga sem standa út á svölum til að sjá hvort þeir eru með líkistungla í hendinni. Það verður fínt þegar spurt er varstu að perrast við að kíkja á nágrannann svarið verður nei nei bara að tékka hvort hann reykti. Sennilega þarf að stofna hina Íslensku reyksveit og hver verður staða lögreglunnar sem fólk treystir þó enn þegar hún gerir húsbrot hjá ætluðum reykingarmönnum.
Eitt gott gæti þó leitt af þessu ég er með heiftarlegt ofnæmi fyrir reykelsum verða þau ekki bönnuð líka í fjölbyli, gerðu það Sif ég hata þau.
Nikótín og tóbak verði skilgreind sem ávana- og fíkniefni í lögum.
Hvers vegna ekki brennivín hvaða feimni er þetta gagnvart brennivíninu hvað myrða margir reykingarmenn landa sína eða lemja til óbóta á hverju ári á móti útúrdrukknum einstaklingum sem að ekki muna hvað þeir hafa gert. Hvers vegna er ekki brennivín flokkað sem ávana og fíkniefni af sama caliber og selt í apótekum ??
Er það vegna þess að flutningsmönnum þykja kosi kvöld með rauðvíni og ostum góð? Brennivín er ekki síðra böl fyrir þá sem ekki kunna að njóta þess heldur en tóbak og afleiðingar ofdrykkju síst skárri en óbeinar reykingar að mínu mati líka fyrir þá sem verða fyrir óbeinu afleiðingunum.
Samkvæmt kenningum hagfræðinnar er ráðstöfun auðlinda samfélagslega hagkvæm þegar allur kostnaður af neyslu er borinn af þeim sem neytir. Það þýðir að hækka þarf gjöld á tóbak verulega til að mæta þeim samfélagslega kostnaði sem verður vegna reykinga. Ef 15,4% einstaklinga 15 ára og eldri reykja daglega að meðaltali 15 sígarettur er viðbótarkostnaður samfélagsins vegna reykinga tæplega 3.000 kr. á hvern sígarettupakka. Miðað við þessar niðurstöður eru efnahagslegar byrðar tóbaksnotkunar miklar og því til mikils að vinna að minnka reykingar.
Sama hagfræði mærði Íslenska efnahagsundrið Eru eiturlyf ódyr hvar ná krakkar í peninga fyrir þeim með innbrotum og vændi samkvæmt fréttum vilja menn auka það vandamál og setja tóbaksfíkla á þann markað líka. Eyturlyf eru bönnuð samkvæmt lögum samt eru þau vandamál.
Málið er það að ég hef ekkert á móti því að reynt sé að sporna gegn reykingum en ég er á móti lögum sem ekki er hægt að framfylgja á vitrænan hátt. Þessum lögum þurfa að fylgja refsingar þeim þarf að framfylgja það væri kannski ekki verra fyrir víkingana okkar að ekki væri hægt að tukta þá vegna þess að fangelsin væru full af reykingaglæpamönnum. Og glæpagengin geta haldið áfram vinnu sinni af sömu ástæðum.
Ég er farin að reskjast og kannski bregst minnið mér en var það ekki Framsóknarflokkurinn sem kom fram með Eiturlyfjalaust Ísland árið 2000 kannski að það hafi líka verið frjálslyndi armurinn. Eigum við ekki bara að fara í að klára það dæmi eða þora menn og konur því ekki. Ég er þeirrar trúar að það eigi að ljúka markmiðunum fyrst áður en maður setur sér önnur því er réttast að hafa það þannig að þetta sé tekið í réttri röð klárum eiturlyfjalaust Ísland förum síðan í skuldaleiðréttingar heimilanna og endurreisn hrunsins svo þegar ekkert er orðið að gera bönnum þá hitt og þetta vegna þess að það er ekkert annað að gera.
Þangað til við ég beina því til okkar ágætu þingmanna að þeir taki á þeim málum sem þeir voru kosnir til og sé þeim þessi mál svona hjartfólgin skerið þá niður í ferðalögum og risnu greiddum kjördæmavikum ferðalögum símum og tölvum og látið þá peninga renna til forvarna þau virka. Léttið álögunum á foreldrum samvera barna og foreldra er ein besta forvörn sem til er.
Illa smíðuð lög flaustursleg og vitlaus sem fólk er á móti auka vandann. Þingmenn ættu að muna hvernig illa smíðuð og ígrunduð lög eru það er þeir sem að samþykktu Icesave það er ekki svo langt síðan þau lög hlutu dóm þjóðarinnar.
En lesið endilega tillöguna hún er athyglisverð og margt meira hægt um hana að segja en hér er gert og því miður að mínu mati ekki margt gott sem ætti þó að vera því málið sjálft er þjóðþrifa mál.
En meðan 25000 manns eru á vanskilaskrá 16000 eru flutt úr landi fyrirtækin deyja drottni sínum stendur þá ekki alþingimönnum nær að taka á þeim vanda eða viðurkenna að þeir ráða ekki við hann og hleypa öðrum að.
Heimskulegt frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |