Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Sanngjörn laun.

Ekki ætla ég að hnýta í að menn hafi laun í samræmi við ábyrgð og að menn og konur hafi góð laun. Það er gott þegar viðurkennt er að sú launastefna sem hér hefur verið rekin er röng og það þarf að laga hana. Ég tel því að línurnar hafi verið lagðar fyrir næstu kjarasamninga það er mikið talað um að laun fari eftir ábyrgð og við höfum öll séð hvaða ábyrgð stjórnendur banka bera. Þess vegna má með sanni segja að laun þeirra séu samkv ábyrgð sanngjörn lágmarkslaun í þjóðfélaginu ábyrgðarlega séð það hlýtur bara að vera það fór heil þjóð á hausinn og engin hefur axlað ábyrgð svo að þarna er lágmarksábyrgð á ferðinnióg laun hljóta því rökfræðilega að vera lágmarkslaun.


Það er því ljóst að Gylfi og VIlli hafa fengið grunnin sem að þeir þurfa að byggja á í komandi samningum sem að þeir hafa einhvernvegin ákveðið að verði lokið í apríl sem er svolítið magnað svona eins og úrslitin séu þegar ákveðin.


mbl.is Laun bankastjóra Arion banka 46 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarútvarpið.

Þjóðarútvarp er að mínu mati útvarp sem er málsvari þjóðar það fjallar um þjóðina sögu hennar og menningu það flytur fréttir af sorgum og sigrum og síðan en ekki síst er það málsvari þjóðarinnar hlutlaust og réttsynt enda rekið af skattfé borgarana og á að standa vörð um þá alla.

En gerir útvarpið eitthvað af þessu ég held að mörgum finnist eins og mér að þjóðarútvarp í dag sé eins langt frá því að vera útvarp þjóðar eins og hægt er. Mér finnst það vera málsvari stjórnvalda og oft á tiðum fara í farabroddi í að kynna ákveðnar skoðanir og þá skoðanir stjórnvalda frekar en að gegna hlutverki sínu sem frjáls og óháður málsvari þjóðarinnar sem heldur því gangandi.

Í fréttinni segir.

" Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Vinstri græn í Reykjavík standa fyrir málþinginu ásamt áhugahópi um þjóðarútvarp."

Þeir hópar hafa síðan líklega valið hinn fjölbreytta hóp sem að best er til þess fallinn að ákvaða hvað er þjóðarútvarp og flytur erindi þar um en þeir eru samkvæmt fréttinni.

"Fjölbreyttur hópur fólks á sviði fjölmiðlunar, menningar og lista flytur stutt erindi"

Þetta er að mínu mati ekki fjölbreyttur hópur hvar eru iðnaðarmenn og konur, bændur, verkafólk, unglingar, húsmæður og húsfeður. Hvar eru fulltrúar neytendanna?
Ég sé þá ekki ég sé ekki fulltrúa hlustenda aðeins fulltrúa þeirra sem hafa afkomu sína af miðlunum.

Frá mínum bæjardyrum séð er hér um að ræða málþing fólks á sviði fjölmiðlunar, menningar og lista  úr stjórnarflokkunum sem hefur afkomu sína að hluta til af ljósvakamiðlum.
Málþing sem á að leggja þóknanlegar línur til næstu framtíðar um það sem þar birtist.´
En tekið skal fram að hér er um útsyni úr mínum bæjardyrum að ræða og ekki víst að það sé eins frá öðrum bæjum.

Það verður varla fjallað mikið um andstöðu gegn ESB Icesafe eða ofurskatta í þessu þjóðarútvarpi. Nei þjóðin verður kæfð við undirleik þeirrar menningar sem að hinum ofangreinda fjölmenna hópi þykir við hæfi.

Er ekki hægt að spara og semja við útvarp Norður Kóreu um að senda hér út. Við getum sent þeim lambakjöt í staðin þeim sárvantar orkuríkt fæði og við losnum við að borga útvarpsgjald sem yrði þá í formi niðurgreiðslna til sauðfjárbænda og þvi ða mínu mati þjóðegt.

 

 

 


mbl.is Framtíðarþing um Ríkisútvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuherinn

Er þetta fyrsta skrefið í að taka þátt í Evrópuhernum sem stendur til að stofna það er erfitt að gera greinarmun á hernaði eftirliti og lyðræðisaðgerðum og oft ekki mikið sem þarf til að fara yfir þá línu.


mbl.is Vilja fá varðskip í Miðjarðahaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein spurning

Það væri gaman að vita eitt. Hvernig framleiða þeir rafmagnið er það með kjarnorku,kolum eða vatnsafli kannski gasi ?
mbl.is Eistar setja upp rafbílakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvímælalaust tær snillingur.

Borgarstjóri vor er tvímælalaust tær snillingur Til að njóta snilldarinnar er þó rétt að fólk byrji á að fara á eftirfarandi tengil 
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-24266/

en þar er frétt sem ber titilinn 
"Velferð í fyrirrúmi - Frumvarp að fjárhagsáætlun 2011"

Þar stendur meðal annars.
"Leikskólasvið sér fram á mikla fjölgun barna árið 2011, og hefur sviðinu verið tryggt fjármagn til að mæta þessari fjölgun sem og auknum kostnaði vegna barna með sérþarfir. Sviðinu er þó einnig gert að hagræða í rekstri líkt og öðrum sviðum borgarinnar"

Þarna er vitnað í sama mann og segir núna um verk starfshóps á vegum borgarinnar að honum þyki það tímamótaverk en þar segir.

„Starfshópur á vegum  borgarráðs sem fór yfir svigrúm til hagræðingar í skóla leggur til 23 tillögur um sparnað í kerfinu. Mér finnst þetta tímamótaverk,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. Hann boðar að leikskólum í borginni verði fækkað úr 75 í 54."

Það er tær snillda að fækka leikskólum þegar bórnum fjölgar. Hvers vegna skildi engum hafa dottið það í hug áður.

"Til dæmis verða leikskólarnir Sólborg og Hlíðaborg sameinaðir Dvergasteinn og Drafnarborg."

Flott mál það hlýtur að hafa verið algjört bull að hafa 4 leikskóla getur ekki verið að það hafi verið ástæða fyrir því skellum þeim saman í einn.  En er þá ekki líka best að fækka íbúðum fyrir aldraða öryrkja félagsíbúðum sjúkrarúmum og öðru liðið bara tvímennir og hefur þá líka félagsskap af hvort öðru.


"Jón segir „ekki um kreppulausnir“ að ræða heldur aðgerðir þar sem horft sé til framtíðar."

Já okkar frábæri borgarstjóri horfir til framtíðar  engin smá framtíðarsýn að leggja til atlögu við íslenska skóla og dagvistunarkerfið og granda áratuga uppbyggingu þess. Væri gaman að vita hverjir deila framtíðarsýninni með honum.

Nei nafni er tvímælalaust tær snillingur eða hluti okkar Reykvíkinga sem ekki sér snilldina tærir fábjanar  mig skortir getu til að greina á milli og viðurkenni það.

En eitt man ég og hvet alla til að muna.

Núverandi óstjórn er í boði SAMFYLKINGARINNAR lesið það og munið,sá flokkur ber alla ábyrgð á þeirri borgarstjórn sem nú er í Reykjavík því hún er við völd að tilstilli Samfylkingarinnar sem að húkir baka til og þykist ekki koma að neinu. Það skulum við kjósendur muna þegar okkar tími kemur

Það er síðan jafnnauðsynlegt og stjórnlagaþing að setja reglu um að hægt sé að losna við óhæfa borgarstjórn á milli kosninga .

 


mbl.is Leikskólum fækkað í 59
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hnýta í aðra.

Mér leiðist sá plagsiður sem er að ryðja sér til rúms að það er ekkert hægt að gera og bera fram  án þess að hnýta í aðra. Þetta er alla vega mín skoðun á mörgu sem sagt er þessa dagana.

Í fréttinni kemur eftirfarandi fram

„Slíkt hús þyrfti um 15 megavött af raforku og þarna myndu skapast 60-100 störf allt árið. Það eru 5-10 störf á hvert megavatt, en til samanburðar er hálft til eitt starf að baki hverju megavatti í álveri,“ segir Gylfi Árnason.

Það er orðið venja að það er ekkert hægt að gera án þess að taka fram hvað það eru mörg störf á Mw og bera það síðan saman við störf í álveri. 
Ég  er engin stuðningsmaður eða andstæðingur eins frekar en annars en mér finnst það ömurlegur plagsiður hjá mörgum að reyna a gera sinn málstað betri með því að reyna að gera aðra minni.

Maður á að halda sínu fram hafa það rétt og verja ágæti þess en láta aðra í friði með sitt.  Kannski finnst mörgum þetta viðkvæmni í mér en það verður þá bara að hafa það af hverju er ekki borið saman við gagnaver til dæmis.
Það sem ég er að benda á að það þykir orðið fínt að tala niður sumar greinar og mér finnst skömm af því og enn meiri skömm að sumir leiðtogar okkar taka þátt í því

Það má segja að svona gróðurhús skapi 1 starf á hverja 1000 m2 hvert ætli sé hlutfallið á starf á m2 miðað við aðrar greinar ég held að hlutfall landrýmis miðað við fjölda starfa og notkunar orku sé þessum iðnaði frekar óhagstætt í samanburði. 

Ekki alveg sanngjarnur samanburður en í sömu veru og margir nota í dag. Staðreyndin er sú að menn telja sér það til framdráttar ef þeir geta hnýtt í stóriðjuna í dag. Iðnað sem er alveg jafnnauðsynlegur og annar iðnaður hér á landi.

Lélegur siður finnst mér og mönnum frekar til minnkunar heldur en að það styrki málefni þeirra.


mbl.is Tómatar geta skapað 60 til 100 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur bara vel.

Það er greinilegt að efnahagsáætlun velferðarstjórnarinnar og AGS gengur bara vel og er á plani.


mbl.is 58 missa vinnuna hjá Heilsustofnun NLFÍ og Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þyðir könnuninn.

Þýðir hún að Bónus Hagkaup og lágvöruverslanir sem að hækka mest eru að hækka álagningunna.?

Þýðir þetta að 11/11 var með svo mikið okur áður að þeir þurfa ekki að hækka og geta leyft sér að halda verði óbreyttu.?

"Við samanburð á mælingu verðlagseftirlitsins frá því í nóvember 2010 og nú í febrúar, hækkaði vörukarfan í öllum verslunum nema 11/11 og Samkaupum-Úrvali, en mesta hækkunin er í Hagkaupum um 9,1% og Bónus um 5,1%. Kostur neitaði að taka þátt í mælingunni."


mbl.is Landbúnaðarvörur hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband