Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Fleiri segja sig úr Þjóðkirkjunni.

Eftirfarandi er tekið úr fréttinni og feitletranir eru mínar.
"Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár, segir að svo virðist sem fleiri séu að segja sig úr þjóðkirkjunni nú heldur en venjulega. Ekki liggi fyrir tölur um hve margir hafi sagt sig úr fyrr en eftir mánaðamót en slíkar upplýsingar eru gefnar upp einu sinni í mánuði.

Hann segir að starfsfólk Þjóðskrár verði vart við stíganda í fyrirspurnum frá fólki um hvernig það eigi að bera sig að við að segja sig úr þjóðkirkjunni. Það er okkar tilfinningað úrsögnum fari fjölgandi þessa dagana," segir Haukur í viðtali við mbl.is

Haukur gat ekki gefið upp hve margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni það sem af er ári."

Tilvitnun lýkur

Ég hef enga skoðun á þeim þjóðkirkjumálum sem að ég vil deila með öðrum en sjálfum mér nú um stundir en ég hef orðið all ákveðna skoðun bæði í þessari frétt og öðrum og þá ekki bara hjá þessum fjölmiðli. Mér finnst oft á tíðum að fréttamenn haldi sig vera leikstjóra í því leikhúsi fáránleikans sem sýnt er hér á landi um þessar stundir. Það er að tilhneing til að stjórna atburðarrásinni sé orðin sterkari heldur en sú skilda greina frá atburðarrásinni á hlutlausan hátt sem er góð fréttamennska að mínu mati.
Við pöppullinn eigum síðan að sjá um götudómana það er að hengja menn í tré og brenna nornir á báli.

Fyrirsögnin segir Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni er án spurningar merkis sem sagt fullyrðing staðfestingu á þessari fullyrðingu get ég ekki séð í fréttinni og hlýtur þá um að vera skoðun fréttamann eða einhvers en ekki frétt byggða á tölulegum staðreyndum. Því dreg ég persónulega þá ályktun þó að hún geti verið röng að þessari frétt sé ætlað að ýta undir það að fólk segi sig úr þjóðkirkjunni en það er ekki hlutverk fréttamanna þeirra hlutverk er frásögn af staðreyndum. Tek aftur fram að þetta er mín persónulega skoðun.

Fréttamennska af sama meiði er ofuráhersla á heitapottferð borgmeisterins og nafngiftina Klambratún meðan umfjöllun um OR og hækkun gjaldskrár er í skötu líki.

Eitt af því sem að talið er til snilldarbjargráða í því dæmi er að ekki hafi verið keyptar fleiri túrbínur. Gerir engin sér grein fyrir að fyrirtæki snúa tapi í arð sér á tvennan máta. Með aukinni framleiðslu  sem fer fram með túrbínum en án aflvéla er engin verðmætasköpun. 
Einnig er hægt að sækja pening í vasa hins almenna borgara og það á greinilega að fara þá leið. Til er líka blönduð leið aukinnar framleiðslu, hagræðingar í rekstri og hækkunar gjaldskrár en hana viriðst ekki mega fara, Meira væri þó vitað ef að fréttir myndu greina þetta ofan í kjölin í stað ennar hliðar viðtala.
Ég vildi gjarnan sjá greindarlega köfun í öll mál og þá frá báðum hliðum þannig næst fram vitræn umræða. 
Til að verja vitræna umræðu er síðan skoðanafrelsi og málfrelsi en mér sýnist menn og konur ekki meta það mikils í augnablikinu.Um það gildir þó sem annað að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur.

Málfrelsi fylgir síðan ábyrgð en eftir að hafa lesið umræðu á netinu til dæmis á barnalandi og hér á Bloggi þá er ég orðin þeirrar skoðunar að það sé all nokkur fjöldi sem að ekki gerir sér grein fyrir því.

 

 

 

 


mbl.is Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil fá vinnu í London

"Fjöldi starfsmanna skilanefndar Landsbankans í Reykjavík, London, Amsterdam og Halifax er 115 manns. Þar af starfa 53 í London, en launakostnaður vegna þeirrar starfsstöðvar nám rúmlega 1,1 milljarði króna á fyrri helmingi ársins."

1.100.000.000 / 6  = 183.333.333,- / 53 = 3.459.119,-

Ég vil líka vinna í London fyrir stjórnvöld

Með fyrirvara um lélega reikningskunnáttu þegar 0 eru orðin of mörg.


mbl.is Milljarður á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar stórt er spurt.

"Það er e.t.v. ekki að ósekju sem spurningar um merki gróðurhúsaáhrifanna skjóta upp kollinum. Nýlega lét Konrad Steffen, jöklafræðingur við háskólann í Colorado, hafa eftir sér að þetta væri „viðvörun um breytingarnar sem við erum að upplifa“ er borgarísjakinn brotnaði úr Grænlandsjökli. Ísjakinn er 250 km² og sá stærsti sem brotnað hefur úr jöklinum í hálfa öld"

Gaman væri að vita hversvegna sá sem brotnaði úr jöklinum fyrir hálfri öld gerði það þá voru jú blöðin full af heimsendaspádómum um kólnun jarðar skildi vera til frétt sem segir Borgarísjaki  brotnar úr Grænlandsjökli greinileg merki um kólnun jarðar.

Að eitthvað sé síðan það mesta öldum saman segir mér ekki neitt hvað er öldum saman langur tími.

Svo er ein spurning varðandi virðingu fyrir umhverfinu hér á jörð og náttúrunni tegundir koma og fara jörðin hitnar og kólnar allt breytist og þróast. Ef að sú þróun sem hér er í gangi er leið náttúrunnar til uppræta tegundina Homo Sapiens af jörðinni er það þá ekki eitthvað sem að við þurfum að sætta okkur við. Það er ekki hægt að grípa inn í þróunina bara þegar okkur hentar er það ? Náttúran og jörðin eiga jú alltaf að njóta vafans samkvæmt ýtrustu kennisetningum.


mbl.is Tilviljun eða merki loftslagsbreytinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækka gjaldskránna strax

Það gengur ekki að það hafi dregist svona að hækka gjaldskránna,

Lífeyrissjóðirnir okkar vilja ekki lána nema að hún sé hækkuð enda ekki furða þeir gæta hagsmuna okkar út yfir gröf og dauða eru ´meira að segja sérstaklega hamingjusamir þegar við höfum farið yfir og senda endurkröfur á eftirlifendur svo að ekki sé nú greitt degi of mikið.

Hækkun núna er þeim og þeirra líkum lífsnauðsynleg í hagsmunagæslunni því að hún hleypur beint í vísitöluna og lagar eignastöðu þeirra svo að þeir verða ekki eins berrassaðir gagnvart öllu tapinu og gætu sannfært einhverja um að þeir ættu að halda vinnunni. 

Hækkun orkuverðs kemur líka fjármögnunar fyrirtækjunum til góða því að skuldapakki sem nýlega minnkaði með dómi kemur til með að hækka ef að dómskerfið hlýðir ríkisstjórninni og dæmir lántakendur skylduga til að greiða vexti veðbætur og ríkistryggða okurvexti. Eignir þeirra 2 % sem áttu stærstan hluta innisæða sem tryggðar voru munu líka hækka vegna vísitölu hækkana. Vann ekki stjórnarformaðurinn hjá einu þessara fyrirtækja þó varla haldi ég að um tengsl sé að ræða þar á milli.

Það verður því að hækka strax og það 50 til 75% það verða allir að leggjast á árarnar til að stöðva lækkun verðbólgu.

Hvað með það þó að skuldir ca 80 til 90 % einstaklinga hækki þeir eru  ekki í elítunni og vinahópnum bara vinnandi skríll með fjölskyldur og sjást ekki í heitapottinum svona dags daglega.

Hækkum því gjaldskrá Orkuveitunnar  strax.


mbl.is Orkuveitan ekki greiðsluhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að koma eða koma ekki með eða án virðisauka.

Langt teygir velferðarstjórnin sig hún er komin með hendurnar innundir buxnastreng minn og verð ég að segja að þá finnst mér eiginlega nóg komið þegar kaldir hrammar velferðarstjórnarinnar umlykja bjöllur þær sem mér eru kærastar að jólabjöllum meðtöldum.

Stjórnin hefur tekið af mér flest og nú sér hún um að mér er ekki heimilt að fullnusta það gagn sem að konur geta haft af mér því að láti ég eðalvínið flakka þá ber mér að borga skatt og þar sem að ég hef ekki virðisaukanúmer þá er mér ekki heimilt að gefa öðrum einstaklingi af þeim elexír.
Þó er spurning að það virðist  bara gilda um eðalvökva sem gefin er. Hvort að ég sé undanþegin þessu gjaldi ef að ég tek pening fyrir greiðan er spurning.

Þó gæti það rekist á við nýleg lög sem banna kaup á vændi en það er þó ekki víst að það gildi um sæðisgjöf er hún vændi eða ekki ? 
Ef hún er ekki vændi er hún þá alltaf gjöf og þannig alltaf virðisaukaskyld.

Ekki er furða að ég iðnmenntaður maðurinn skilji þetta ekki enda soðið saman af mun menntaðra fólki en ég er. En þar sem að ég er þægur þegn og hef alltaf fylgt þeim lögum og reglum sem að settar eru þá sé ég ekki annan kost í stöðunni en að loka fyrir frekari gjafir af minni hálfu sem er nú kannski synd þar sem að vegna aldurs þá hljóta þær gjafir að fara að flokkast eins og aðir lífsins vökvar sem náð hafa háum aldri.  

Þannig hefur stjórninni tekist að skattleggja allt sem veitir lífsgleði sem er svolítið magnað en þó vil ég koma með eina spurningu.

Ef að ég aumur maðurinn reyni að bæta mér upp þessi lífsgæði sem frá mér hafa verið tekin með ríkisvaldinu ég hef jú ekki vsk númer. Ef ég reyni að bæta mér þetta upp með athöfn sem að Katþólska kirkjan hefur sagt að valdi blindu hjá ungum drengjum. Ef ég framkvæmi þá athöfn alla leið er þá sá vökvi líka virðisaukaskattskyldur og skiptir máli hvert vökvin fer varðandi skattskyldu er kannski sumir staðir með lægri skattprósentu enn aðrir.

Þessi skattlagning hefur því vakið upp ýmsar spurningar í mínum smáa nautsheila enda ekki furða og mun ég nú læsa öllu. ekki það að það hafi verið mikið opið en til vonar og vara mun ég læsa öllu fram að næsta framtali og biða eftir leiðbeiningablaði skattstjóra
Sennilega fylgiblað   OHHHH no 69 um framtalningu og greiðslu gjalda af sáðláti.

Frá jafnréttissjónarmiði er þetta líka athyglisvert það stendur engin upp þó að karlmenn séu flokkaðir sem griðungar, eða hreinlega landbúnaðagripir yfirleitt en sé grunur og það órökstuddur um hlutgervingu hins formfagra líkama hins kynsins verður allt vitlaust.

Ég er samt að hugsa um að skrifa jafnréttisráðuneytinu bréf þar sem ég krefst þess að hitt kynið verði skilgreint sem hlutur í landbúnaði líka og þar af leiðandi er brjóstagjöf virðisaukaskyld og sennilega innan greiðslumarks líka og því þarf að borga sekt mjólki mæður til barna sinna utan kvóta.

Vegna þess að sé hinn hluti tegundarinnar ekki flokkaður sem skepna líka þá er spurning um hvort að konur yrðu eki brotlegar við dýraverndunar lög njóti þær góðs af maka sínum en þó er einn góður flötur á þessu nú mega konur eki vera vondar við karla sína því að það er bannað að vera vondur við dýrinn og brot á dýraverndunarlögum séum vér ekki vel fæddir og hirtir.

Ég sá miklu fleiri fleti á þessu en ætla að hætta hér þetta er bara svo dæmigert fyrir Íslenska stjórnsýslu

Það er ekki furða að ríkissjóður standi betur en menn héldu en mér er spurn hvernig fólk með fullu viti getur sett svona lög ég skil það ekki og ég spyr mig hvort það skilji það sjálft eitt er víst að það prófarkales varla vitleysuna sem of kemur frá kerfinu .

Ég hvet fólk til að lesa greinina og kynna sér málið og skammast sín svo fyrir að hafa kosið þá stjórn sem hér ríkir hafi það gert það.

http://www.visir.is/islenska-rikid-skattleggur-mannssaedi/article/201042644149


Að standa við orð sín.

"Ég mun ekki styðja slíkt. Við þau orð stend ég,“ segir hann."

Svo mælist háttvirtum þingmanni.
Mikið eru þeir tímar skrýtnir er vér á lífsandann drögum að forsvarsmenn vorir taka sérstaklega fram og ítreka við hvaða orð þeir muni standa. Er það vegna þess að þeir ætla ekki að standa við hin orðin?
En leysir þingmaðurinn þetta smá mál bara ekki með því að fara í tilhleypingar, smalamennskur eða sauðburð þegar fjallað er um málið svo eru mjaltir tvisvar á dag þannig að það er oft hægt að skjóta inn staðgengli eins og við höfum séð svo reglulega á hinu háa Alþingi þegar komið hefur að því að einhver þarf að standa við orð sín. Reyndar svo oft að það er brandari orðið að segja hið háa Alþingi, svo oft hefur mér þótt þeir sem innan dyra eru lúta lágt síðustu misserin. 

Því verður háttvirtur þingmaður eins og aðrir félagar hans að virða mér aumum manninum það til forláts að ég tek ekkert frekar mark á honum þó að hann taki sérstaklega fram að við þetta ætli hann að standa umfram annað sem að mælt hefur verið.

Það hefur síðan verið okkur landsmönnum flestum ljóst um langan tíma að hér fer fram aðlögun en ekki umsókn og að það má eiða öllu sem til er í þá aðlögun.
Þó einhver gamalmenni geispi golunni og möguleiki er á að einhver ungabörn verði andvana fædd vegna fjárskorts þá er það ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir sæluríkið. Ennfremur skiptir engu máli að hluti hinnar illa upplýstu alþýðu sem ekki skilur hið nýja Ísland þar sem að verðmætaframleiðsla er huglæg en ekki raunveruleg, missi allt sítt vegna sparnaðar, niðurskurðar og okurlánastarfsemi ríkisins. Slík smámál sipta engu máli  ef að þær fórnir greiða leiðina í ríki Goðmundar á Glæsivöllum. Enda fórnir færðar af öðrum en sitja að kjötkötlunum.

Þetta er mín skoðun og við þau orð mín stend ég.


mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og allir vita.

Eins og allir vita eða það vita allir segir hinn nýi forstjóri um gjaldskrárhækkanir og talar eins og við borgarbúar höfum allt að því beðið um það. Ég hef ekki hugmynd um þetta ég hef ekki búist við neinni gjaldskrárhækkun og lýsi vantrausti á hinn nýja meirihluta. Ég bendi líka á að tímabundin gjaldskrár hækkun í tíð Alfreðs vegna minnkandi notkunar hefur aldrei verið dregin til baka svo mér sé kunnugt um þaðþ

Þar sem nú er verið að spara hjá OR þá langar mér til að beina eftirfarandi spurningum til nafna eða einhvers af þeim bestu
1. Hvað kostar starfslokasamningur við fráfarandi forstjóra.
2. Hvaða laun fær bráðabrigða forstjórinn og kemur hann til með að fá biðlaun þegar hann hættir.
3. Hvað er samningurinn við hann langur.
4. Af hverju er verið að ráða nýjan forstjóra yfirleitt þegar ráðin var stjórnarformaður á velútilátnum launum til að gera það sem að nú þarf verkefna stjóra í.
5. Hvað stendur til að segja upp mörgum ræstitæknum og matráðum til að ná fram þeim sparnaði sem að til stendur hjá OR.

Við borgarbúar getum þó að minsta kosti farið að kaupa rafmagn frá Orkubúi Vestfjarða til að sýna óánægju okkar.


mbl.is Hjörleifur ekki blóraböggull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum aftur upp landamæraeftirlit

Segjum okkur úr Schengen það sparar pening og gerir okkur kleift að herða landamæraeftirlit sem að hjálpar í baráttunni gegn mannsali og skipulagðri glæpastarfsemi alla vega erlendis frá.
Síðan þurfum við að taka betur á heimamönnum og leiða þá á hinn þrönga stíg dyggðarinnar fangelsi í Kolbeinsey gæti hjálpað til þess að mínu mati eða þá refsing sem að ég tel að gæti verið góð í mörgum minni tilfellum. Það er að ríkið geri út úthafstogara og sért þú dæmdur til greiðslu sektar þá afplánist dómurinn um borð þangað til að staðið hefur verið skil á þeim bótum sem greiða þarf. Það mætti vera með nokkra togara sem gætu heitið Kók, Gras, Meðlagsskuld eða Vörsluskattaskil. Síðan þarf skipulega að skilja að einstaklinga sem eru í svona samtökum kannski með öklabandi sem að sendir merki ef þeir koma of nálægt hvor öðrum.

Vandamálið við forvirkar aðgerðir er að það er aldrei hægt að treysta stjórnvöldum eins og Íslendingar ættu að vita manna best núna eftir Icesave og Gylfaginningu þeir ljúga aldrei en segja heldur sjaldnast satt undantekning er þó loforð VG um skattahækkanir.

Vandamálið við forvirkar aðgerðir kom vel í ljós í Alþýðulýðveldinu Þýskalandi en þar var rekið forvirkniapparat að nafni Stasi og flestir þekkja þá sögu. Það er mikill munur á því að vilja eða gera Ég vil til dæmis losna við þessa stjórn burt en það þýðir ekki að ég sé sekur um stjórnarbyltingu jafnvel þó að ég segi að best væri að fara með gömlu kvíslina og taka til, er ég ekki sekur um neitt fyrr en að ég mæti með hana og eiginlega ekki sekur fyrr en ég pota henni í óæðri endann á einhverjum. En forvirknirannsóknarstofnun myndi álíta að það væri öruggara að taka mig úr umferð vegna þess að svona hugsanir væru andstæðar almannahagsmunum en hver ákveður síðan hvað eru almannahagsmunir og skilgreinir þá. Það voru margir sendir í gúlagið vegna almannahagsmuna og það má segja að Nelson Mandela hafi setið inni vegna almannahagsmuna alt saman hagsmunir sem skilgreindir voru af stjórnvöldum þess tíma og taldir lífsnauðsynlegir viðkomandi þjóðfélagi.

Eitt vil ég samt segja og það er að ef ég treysti einhverjum til að setja vitræn lög um svona þá er það núverandi Dómsmálaráðherra vandinn er bara sá að það er bara ein Ragna og hún er ekki eilíf frekar en við hin því miður.


mbl.is Ítrekað bent á ógn af glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótadómur um forsendubrest.

Í fréttinni segir 
" Héraðsdómur segir síðan, að taka verði undir sjónarmið ÍAV, að forsenda fyrirtækisins fyrir umræddu samningsákvæði hafi verið stöðugt verðlag á meðan á verktímanum stæði. Vegna þeirra miklu hækkana, sem urðu á byggingarvísitölu og gengi íslensku krónunnar, hafi allar forsendur brostið fyrir samþykki þess að fjárhæðir tilboðsins á verktímanum væru ekki verðbættar. Því sé ósanngjarnt að bera samninginn fyrir sig að þessu leyti."

Sama hlýtur að gilda um alla lánasamninga Íslensks almennings það varð ekki bara forsendubrestur hjá atvinnurekendum


mbl.is Sundlaugin hækkar um 112 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sé litið betur á tölurnar

 

Sé litið betur á tölur hagstofunar sést að árið 2009 fluttu  2.466 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu heldur en komu til þess en 2.369 fleiri erlendir ríkisborgara fluttu frá landinu en til þess hafi ég skilið Hagstofuna rétt.

Þess vegna skil ég ekki alveg þesa setningu
"Þessi fækkun mannfjöldans síðastliðið ár kemur vitaskuld ekki á óvart miðað við þær aðstæður sem ríkja hér á landi í efnahagsmálum og þá sér í lagi að meirihluti þeirra sem flytjast frá landinu eru erlendir ríkisborgarar"

Eins og ég skil tölurnar þá flytja í raun fleiri Íslendingar frá velferðarríkinu heldur en útlendingar en ég er nú ekki alltaf talnaglöggur Það væri gaman að einhver reiknaði hér út fyrir mig samkvæmt þessum upplýsingum.

Íslenskum ríkisborgurum fækkar um 2466 Erlendum ríkisborgurum fækkar um 2369 Heildar íbúafækkun landsins er 1240.
Hvað dóu margir Íslenskir og erlendir ríkisborgarar á árinu. Hvað fæddust margir Íslenskir og erlendir ríkisborgarar á árinu og kannski það sem að mér langar til að vita en bregst kunnátta til að reikna út hver var heildar fjöldi brottfluttra ríkisborgara af hvorri tegund.

 

 

 

 


mbl.is Mesta fólksfækkun í 122 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband