Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
22.1.2010 | 19:20
Uppsagnirnar farnar að virka strax
Mér flaug nú til hugar yfir kvöldfréttunum að uppsagnir starfsmanna á RúV væru þegar farnar að virka þegar Fréttastofan bað valdstjórnina afsökunar á fréttaflutningi hægri vinstri.
Það skildi þó ekki vera að VG hafi átt við RÚV með fjölmiðla ályktun sinni og sé nú að aðlaga fyritækið að félagslegum sjónarmiðum.
Mér dettur það í hug en ég er nú bara grunnhygginn skuldari eins og mér skildist á dóttur Móses svo hvað veit ég.
Alls missa 50 manns vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2010 | 13:04
Þetta er afleiðingin.
Ég vil vekja athygli á orsökinni fyrir þessari afleiðingu en hún er sú að mínu mati að hér komst aftur til valda fólk af vinstri vængnum
Í fréttinni segir
" Íslandsbanki segir, að sú kaupmáttarskerðing, sem íslenskir launþegar hafi orðið fyrir undanfarin misseri, eigi sér fá fordæmi hér á landi og þurfi að fara aftur til byrjun tíunda áratugar síðustu aldar til þess að finna álíka þróun"
Ég man ekki betur en að við völd hér á þeim tíma hafi verið svipuð stjórn.
Stjórn sem vill flest alla jafna en gleymir bara að taka fram að hún vill alla sem jafnasta á botninum en ekki á toppnum. Félagshyggja þessara stjórna að mínu mati er ekki að laga hlutina hjá þeim sem verst hafa svo að þeir hafi það betra heldur að taka allt af þeim sem hafa eitthvað svo að allir hafi það jafnskítt.
Nema náttúrulega ráðamenn sjálfir og eigendur fjármagns um það virðast bæði vinstri menn og hægri menn sem að ég er nú farin að efast um að séu til hér á landi mér sýnist flest allar stefnur vera fólgnar í útþennslu ríkisafskipta hér.
En báðir vængir Íslenskra stjórnmála eru samála um það frá mínum bæjardyrum séð að eigendur fjármagns skuli verndaðir yfir gröf og dauða um það er ekki ágreiningur að mínu mati og má bara benda á að verkin sýna merkin í þessu tilfelli.
Enda ef manni er hugsað til uppeldisáranna þá man maður að það var sjaldgæft að heimahundarnir bitu þær hendur sem báru þeim matin.
Kaupmáttur nú sá sami og 2002 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2010 | 17:28
Svolítið Íslenskt
Mér þykir vænt um bændur og þetta er ekki hugsað þeim til hnjóðs.
En mér finnst þetta svolítið Íslenskt þegar varan er orðin of dýr til að við höfum efni á að nota hana þá er ekki brugðist við með því að laga það.
Varab er flutt eitthvað annað heldur en að reyna að laga kostnað að innlendum raunveruleika. Á sama tíma eru síðan stórar fjárhæðir sóttar í vasa neytanda til að hjálpa til við að flytja vöruna sem að þeir hinir sömu neytendur hafa ekki efni á að kaupa til útlanda og selja hana þar oft undir því verði sem krafist er á innlendum markaði og mismunurinn síðan sóttur í vasa þeirra sem að ekki hafa lengur efni á að kaupa vöruna hvað þá neyta hennar.
Þetta á alveg eins við um Íslenskan lánamarkað til dæmis
Og þetta er ekki bara í Landbúnaði þetta er Ísland í dag og verður svoleiðis meðan við látum þetta ganga yfir okkur þegjandi og hljóðalaust.
Minnsta sala á lambakjöti sem sögur fara af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2010 | 12:46
Stöndum nú vaktina.
Stöndum þétt saman og látum ekkert koma í veg fyrir að við fáum að segja álit okkar á þeim samningum sem að getu og viljalaus stjórnvöld ætla að þröngva upp á okkur með hjálp norænna vinaþjóða.
Það sannast núna hið nýja spakmæli á hegðun norðurlandana þeirra þar sem að kratar eru við völd að. Fé er feti framar frændsemi.
Lifi Færeyjar.
Kosið 6. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2010 | 17:14
Ó vér grunnhygnu skuldarar.
"Lilja segir að þau úrræði sem eru í boði séu mismunandi og fyrir marga sem ekki þekki inn á fjármálalífið virki þetta flókið. Þar að auki geti verið að fólk sé hrætt við að taka ákvörðun. Þetta geti að kannski skýrt hvers vegna fólk nýti sér ekki þau úrræði sem séu í boði í eins miklum mæli og vonast var eftir. Hún segir að þeir sem séu í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði og einnig með skuldir í bönkum eigi að snúa sér til síns viðskiptabanka."
Það er nú gott að Lilja heldur að við séum upp til hópa grunnhyggnir skuldarar sem skjálfum á beinunum af ótta. En svo er ekki ég held að flestir hér á landi séu bara nokkuð óttalausir enda verið haldið á hengifluginu í óratíma.
En hvarflar ekki að Lilju að úrræðin séu bara ekki nógu góð bara einskonar froða eða lenging í snörunni ævilöng þrælkun og einfaldlega svo skammarlega léleg að það jaðri við móðgun að bjóða upp á þau .
En það er ekki rétt að vér skuldarar séum hræddir eða þá grunnhyggnir ó nei en við erum orðnir öskureiðir og það er með okkur eins og annað sem er undir þrýstingi að lokum gýs og er stjórnvöldum holt að muna það og halda sig ekki á sprungusvæðum þjóðfélagsins næstu misserin.
Aftur á móti eru Íslensk stjórnvöld skíthrædd. Skíthrædd um að verða flæmd úr erlendum saumaklúbbum og rauðvínskvöldverðum í útlöndum eða vera ekki boðið í trúlofunar og giftingarveislur útlenskra höfðingja þau hin sömu stjórnvöld eru orðin svo hrædd um að verða útilokuð frá hinu ljúfa lífi erlendra elíta að þau eru búin að láta telja sér trú um að virðing sé fólgin í fé og hægt sé að kaupa sér virðingu svona eins og kolefniskvóta.
Nóg að sinni
Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2010 | 12:38
Veldi Mammons
Mér finnst orðið full ljóst að á þessari öld er aðeins einn konungur og hann er Mammon það er einn Guð og hann er Mammon. Mer finnst lítið koma til hins Skandinaviska módels þegar að réttlætið víkur fyrir fégræðginni. Ég persónulega tel að við þurfum að fara að sýna þessum vina þjóðum í verki að við séum ekki sátt við framgöngu þeirra og þannig að fólkið í löndunum taki eftir.
Síðan er fólki tíðrætt um að við verðum útskúfuð úr samfélagi þjóðanna ef við borgum ekki það sem ekki er einu sinni víst að við eigum að borga. Ég spyr þá er fólki bara úthúðað úr samfélagi þjóðanna fyrir peninga eða er því bara úthýst þegar að þau ríki sem beita á órétti eru nógu smá. Lítið á eftirfarandi link sem liggur á grein í deiglunni. Var einhverjum úthýst úr samfélagi þjóðanna fyrir þetta eða er fólki bara úthýst þar ef að þær ganga á skjön við vilja fjármagnsins. Kynnið ykkur málið og myndið ykkur ykkar eigin skoðun.
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=9538
Lánshæfishorfur ríkisins versna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2010 | 23:36
Hættulegt afl.
Mannkynið er að breytast þó menntun sé alltaf að aukast þá er hin raunverulega menntun að minnka það er sú menntun sem að fólk fékk af því að vera í snertingu við gangverkið sjálft það er náttúruna og lífíð sjálft er það óx úr grasi.
Í dag hefur verið tekið upp ríkisvætt kassa uppeldiskerfi þar sem einstaklingarnir eru mótaðir samkvæmt þeim viðmiðum sem kennd eru af fræðingum sem spítt er út úr sama kerfi.
Afleiðingin er sú að fólk hættir að greina á milli raunveruleika og ævintýra ég tel að því valdi einnig hin áreynslulausa mötun sem að tölvuöldin hefur innleitt.
Það þarf engin lengur að hugsa til að upplifa ævintýri ekki einu sinni að lesa eitthvað og kalla myndir af furðu heimum fram í hugann. Fólk hættir síðan að leita sér upplýsinga til að mynda sjálfstæða skoðun á málum heldur tekur mötuninni sem beint er að því.
Um síðir kemur svo að því að mörk milli raunheima og sýndarheima verða óskýr og þá getur fjandinn orðið laus ef fólk gerir ekki greinarmun á ævintýrum og raunveruleika.
Ég á eftir að sjá Avatar og er ákveðin í að gera það eftir að hafa heyrt af henni mig langar til að sjá hvað mennirnir eru gráðugir og vondir í sögu sem sögð er og framreidd af kerfi sem er ekki laust við vonsku og græðgi það er kvikmyndaiðnaðurinn sjálfur. Það skildi þó ekki vera að það virðist nú vera vænlegt til gróða að tala niður til okkar mannana sem að búum þessa jörð. Meira um þetta þegar ég hef séð umrætt meistaraverk.
Þunglyndir í kjölfar Avatars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2010 | 18:57
Hlusta VG liðar ekki á RÚV
Held að VG þurfi varla að hafa áhyggjur af fjölmiðlum og stöðu þeirra RÚV stendur stjórnarvaktina með prýði að mínu mati og ekki er Fréttablaðið síðra í að bera fram ógeðsdrykkstefnu stjórnvalda.
Það skildi þó ekki vera að VG og Samfó setji fjölmiðlalög á Davíð Þeim yrði sko ekki skotaskuld úr því að réttlæta þá aðgerð hún myndi ein og sér hækka gengi Íslensku krónunnar gera okkur svo miklu trúverðugri í útlöndum og sennilega lengja sumarið um mánuð. Eða þannig myndi réttlætingin hljóma síðar kæmi að vísu í ljós að um tálsýn væri að ræða en hvað um það boðun tálsýna hefur ekki haldið vöku fyrir stjórnaliðum síðustu misserin.
Þungar áhyggjur af fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2010 | 17:01
Jákvætt misrétti
Það er alveg ótrúlegt hvað nú á dögum hin menntaða elíta og ráðamenn hafa litla trú á fólki það þarf að setja allt í lög. Lögin og tillögurnar redda síðan málunum eins og eiturlyfjalaust Ísland 2000 var það ekki.
Ég hef það mikla trú á konum að ég tel þær vel færar til að komast áfram á sínum eigin forsendum eða hver vill vinna starf af því að hún fékk það vegna þess sem hún ber milli fóta en ekki getu hennar sjálfrar.
Síðan er ekki mikið fjallað um það þegar hallar á karlmenn og ekki hafa skattabreytingar stjórnvalda bætt hlut heimavinnandi kvenna mikið. Nei að mínu mati er þetta pólitískur sýndarleikur á efri stigum og það sem pirrar mig mest er að á þessum tímum þegar að þarf virkilega að vinna að því að endurreisa þjóðfélagið sinna málum Íslands og forgangsraða til að komast upp úr kreppunni. Þá eru þetta forgangsmál hjá pöpulistunum.
Nú þurfa þau fyrirtæki sem að hafa staðið af sér hvellinn að fara að endurskipuleggja stjórn kerfi sitt eftir að hafa þurft að endurskipuleggja bókhaldskerfi sitt og önnur mál sem að þau hafa þurft að gera vegna þess að ráðamenn eru að leika sér í stað þess að vinna vinnuna sína. Félagmálaráðherra er nær að fara safna efni í skjaldborgina áður en hann snýr sér að þessu.
Mér er síðan enn ofarlega í minni Kastljós fyrir löngu um þetta málefni þar sem kom fram að það þyrfti að kljúfa upp stjórnir fyrirtækja til að koma konum að. Þá kom spurning en ef að systur stofna félag þarf þá önnur systirin að víkja fyrir karlmanni. Það varð þögn smá stam en síðan skoooo nei nei það er ekki öll mismunum neikvæð stundum þarf að vera til staðar svokölluð jákvæð mismunun. Endursagt eftir minni þannig að þetta er ekki orðrétt en meining sú sama.
Mismunun er aldrei jákvæð einkafyrirtæki eru einkafyrirtæki og menn og konur eiga að fá að ráða því sjálf hvernig þeim er stjórnað. Mér persónulega er sama hver ræður en mér líður betur ef viðkomandi gerir það vegna eigin verðleika en ekki vegna kynferðis það veitir atvinnu öryggi til lengri tíma litið.
Árni Páll getur síðan sýnt fordæmi og sagt af sér og vikið fyrir konu eftir höfðinu dansa jú limirnir ekki satt.
Þörf á beinum aðgerðum í jafnréttismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2010 | 16:28
Fullt af froðu.
'I fréttinni kemur þetta fram
"Í tíð ríkisstjórnarinnar hafa ýmiss framfaramál náð fram að ganga sem ekki hefði orðið án þátttöku Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs ríkisstjórn og því ber að að fagna. Skal þar fyrst nefnt afnám hinna alræmdu eftirlaunalaga sem og nýtt tekjuskattskerfi sem mun verja hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum og dreifa byrðunum á réttlátari hátt en áður. Þá má einnig nefna jöfn hlutföll kynja í ríkisstjórn, hærri grunframfærslu námslána, skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, kaup á vændi hafa verið bönnuð, stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur verið samþykkt, lög sem bæta stöðu sprotafyrirtækja hafa verið samþykkt, ákveðið hefur verið að leggja niður Varnarmálastofnun og svona mætti lengi telja."
Segir þetta ekki allt sem þarf. Hvar er skjaldborgin hvar er ekkert ESB hvar er hvar er hvar er. Þegar stórt er spurt er lítið um svör en þó er að verða ljóst að stólarnir hafa segul.
Það kemur líka fram að VG telur góða hluti gerast hægt ég er ekki sammála því ég sé enga góða hluti sem skipta máli fyrir stóran hluta þjóðarinnar hér á ferð og það kemur til með að ske hraðar en VG gerir ráð fyrir að stór hluti þjóðarinnar greiði atkvæði með fótunum hinum sem eftir verða tekst þeim að murka úr lífsanda hægt og rólega en að það sé góður hlutir um það er ég ekki sammála þeim
Flokksráð VG styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |