Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Lágvara

Það er greinilegt að tími lágvöruverslunar í landinu er að líða undir lok það er einungis 8,1% verðmunur á dýrustu og ódýrustu matvörukörfunni. Þetta þýðir að það er að dragast saman með þeim verslunum sem að bjóða vöru á lágu verði og þeim sem að stunda meiri álagningu. Þetta veldur áhyggjum og kannski er komið að því að samkeppni eftirlitið taki nú til hendinni og kafi í verðlagninguna á markaðnum. Það er alveg ljóst að í sumum tilfellum er hækkun mun meiri en fall krónunnar.
mbl.is Ódýrast í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifir stjórnin

Setti inn skoðanakönnun um hvort að stjórnin lifir út febrúar mánuð eða ekki

Galin ?

Nú halda nágrannarnir sennilega að ég sé endanlega orðin vitlaus standandi út í snjóskafli á sokkaleistum og skyrtu gónandi á tunglið. Tunglsýki kannski. En fyrir þá nágranna sem að lesa þetta skal málið útskýrt. Til að reyna að venja sig af bloggsýki milli þess sem að sofið er kæfusvefni yfir sjónvarpinu og drukkið allt of mikið kaffi ákvað gamla dýrið að fá sér áhugamál. Og keypti sér eitt af þessum stafrænu tólum sem að festa atburði á minniskort. Og í kvöld voru norðurljós sem verið var að reyna að mynda. Ekki gekk það vel vegna sjóndepru sem er heldur verri í myrkri þannig að nota þarf þrjú gleraugu til að stilla vélina ein til að sjá puttana önnur til að sjá takkana og þau þriðju til að sjá vélina sjálfa. Árangurinn varð því ekki annað en kaldar tær og kuldabólgnir fingur en gengur bara betur næst og kannski set ég eitthvað inn hér þegar ég finn út hvernig á að taka í focus sem verður um svipað leiti og ég sé til að lesa leiðarvísirinn. Að öðru leiti er gott að vera búin að fá sér áhugamál og gleyma kreppunni eða þannig sko.

 


Einfalt mál

Jóhanna sniðug en kannski ekkert svakalega stórmannlegt hjá henni að höfða til þess að Seðlabankastjórar litu til vilja þjóðarinnar. Ég hef hvergi séð að þessir menn hafi verið ávíttir fyrir afglöp í  starfi og sé þeim sagt upp taka þeir að sjálfsögðu laun í samræmi við sín ráðningarkjör. Ef að á að fara að breyta því verður ekki langt þangað til að það verður brotið á kjörum annarra í þjóðfélaginu. Orð og gerðir skulu standa og með lögum skal land byggja.
mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti á villigötum

Það er magnað hvað mönnum finnst jafnrétti fólgið því að kynjahlutfall sé jafnt í hinum ýmsu störfum. Það hefur ekkert með jafnrétti að gera. Jafnrétti er fólgið i því að hver einstaklingur hafi það frelsi og jafnan rétt til að verða og vera það sem að hann vill það skiptir engu máli hvort að ríkisstjórn er 50/50 karlar konur eða 100% annað kynið hún verður ekkert betri eða verri fyrir það .
Það eru einstaklingarnir sem skipta máli ekki tólin sem þeir bera. Það er gjaldfelling á jafnrétti að öll umræða snúist um jafnrétti til auðs og metorða. Hvað með jafnrétti foreldris sem vill vera heima hjá barni sínu hvað með jafnrétti föður til samvista við barn sitt hvað með rétt barns til að þekkja báða foreldra þau mál snúast um jafnrétti finnst mér. Baráttan um kynjahlutföll í hinum háu stöðum finnst mér bera meiri keim af því Íslandi sem að við viljum kalla Gamla Ísland Það er í raun barátta um auð og völd bara með öðru yfirbragði.

Þessi stjórn verður ekki dæmd af því hvað margar konur eða karlar sátu í henni heldur hvort að hún stendur við stóru orðin.

Þeim sem að halda að öll vegsemd í heiminum sé fólgin í stórum stöðum og miklum áhrifum er hollt að hafa í huga orð sem höfð eru eftir höfðingjanum Sitjandi Tarfi

It´s not a matter of the years a man has been around or the trail he chose to take...
but it´s the things he does for everyone that makes man so great

 

 

 


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerði stjórnarskráin af sér

Nú er ég eiginlega á gati mér hefur skilist það undanfarið að hér væri allt illt að kenna útrásarvíkingum og Davíð Oddsyni. En nú er stjórnarskráin orðin bitbein og í raun meira lagt upp úr því í stóra sáttmála að breyta henni heldur enn nokkru öðru.
Aðgerðir til bjargar atvinnulífinu. Fljótlega
Aðgerðir til bjargar heimilunum. Fljótlega.
Breytingar á stjórnarskrá forgangsatriði ásamt siðferði jafnræði og fjölda huglægra atriða sem endalaust verður hægt að karpa um.

Kannski kostar það minnst að breyta stjórnaskránni og hljómar bara andskoti vel meira lýðræði virkara lýðræði óspillt lýðræði. En við skulum muna að sagan geymir sögu breytinga og byltinga sem að í raun minnkuðu lýðræði og gerðu hag þegnanna verri. Stjórnarskráin hefur dugað okkur vel og ég er mótfallin breytingum á henni ég er líka mótfallin breytingum sem að gera það einfaldara að breyta henni hún er það skjal sem ver okkur þegna þessa lands.

Vandamálið er ekki stjórnarskráin heldur fólkið sem að ekki fylgir henni.

Ég sé síðan að stefna þessarar stjórnar mun sennilega ganga endanlega frá málmiðnaði á Íslandi.


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland

Til hamingju Ísland

 Nú höfum við fengið vinstri stjórn svo á morgun mun snjórinn vera farin komin 18 stiga hiti og manna dettur af himnum ofan nákvæmlega eins og þegar síðast var stjórnarfar með þessum hætti á skerinu. En ef ég man það rétt þá var það eitthvað öðruvísi það var bullandi atvinnuleysi síst betra en nú matvara var rándýr sennilega verra en núna. Það var skattheimta af verstu gerð  svo að skattheimta gat farið langt að 100% í verstu dæmunum. Hátekjuskattur lagður á meðaltekjur og meir og meir.

En ég viðurkenni að ég hef ekki verið spenntari í langan tíma sennilega ekki síðan Ísland lék til úrslita á Ólimpíuleikunum ef hverju er ég svona spenntur. Jú ég sé að ég næ sennilega að tóra þessa stjórn án þess að missa allt mitt það er að segja í tæpa 90 daga. Og mér er það mikið áhugmál að sjá þetta fólk standa við stóru orðin. Vona bara að einhver í hópnum kunni aðferðina við að losa bita sem standa fasta í koki. Sennilega þjóðráð að ný stjórn hefði símaskránna hjá  sér en aðferðin er sýnd þar. Ég er all viss um að ýmislegt á eftir að standa í fólki.

Til hamingju Ísland  (vona ég)


mbl.is Skjaldborg slegið um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband