Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
27.2.2008 | 10:27
Þvílíkt bull
Ef þetta fólk eyddi hálfum þeim tíma í sem að það eyðir í fánabrennur og að kála hvort öðru ef að
það eyddi hálfum þeim tíma í fæðuframleiðslu og fæðuöflun þá væri ástandið mun betra þarna.
Svo sé ég ekki að þetta skipti Dani miklu máli því að hef trú á að þessar vörur sem að þeir ætla að hætta að kaupa séu í raun gefins vörur frá Danmörk sem neyðaraðstoð. Ég mæli með að við hættum að halda þessu fólki uppi með sífeldum ölmusum og það fari að nota tíma sinn í að sjá fyrir sér og sínum eins og við þurfum að gera, í stað þess að eiða honum öskrandi á þorpstorgum brennandi fána ánnara þjóðrikja.
Fjöldamótmæli gegn Dönum í Súdan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 11:17
Í stuttu máli
Bjarni, Illugi og aðrir sem að viljið Íbúðalánasjóð feigan, látið hann í friði þjóðin er búin að sjá í gegnum þetta plott.
Svo að ef menn vilja ekki lenda eins og veslings Villi þá ættu þeir að láta íbúðalánasjóð í friði.
Brýnt að grípa strax til aðgerða vegna bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2008 | 20:27
Kolefnislosun mun minnka.
Losunin mun minnka vegna þess að það á að nota matvæli til að framleiða eldsneyti. það leiðir til að fjöldi fólks deyr sem leiðir til minni notkunar á faratækjum siðan til hungursneyðar og að lokum til uppreisnar þeirra hungruðu sem að saxa niður hina sem betur mega sín. Þetta hefur skeð oft áður í sögunni td franska byltingin. Svo notkun biodiesel mun tvímælalaust minka útblástur kolefnis
Flýgur á lífrænu eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2008 | 23:08
Mennt er máttur
Hlytur að vera rett er ekki gúrúinn hámenntaður og örugglega vellaunaður en eg hnaut um þessa setningu.
Í skýrslunni kemur fram, að þau svæði þar sem áhrifin eru mest eru jafnframt gjöfulustu fiskimið heims um þessar mundir.
Er það vegna breytinganna eða voru þau það áður.
Allir fiskistofnar í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2008 | 16:12
Er umhverfisráherra umhverfisvæn ?
Ísland tekur þátt í átaki gegn kolefnislosun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2008 | 09:28
Breytir ekki öllu
Það er framfara skref að fella niður stimpilgjöldin en að sú aðgerð ein og sér skipti fólk í húsnæðiskaupum öllu máli finnst mér rangtúlkun. Það hefur ekkert breyst að til þess að geta keypt húsnæði þarf fólk að hafa safnað fyrir ákveðnum hluta þess. Ég ætla að vona að unga fólkið láti ekki glepjast til að kaupa bara vegna þess að stimpilgjöld séu að falla niður.
Það sem þarf að laga er fáránlega hátt fasteignaverð sem haldið er uppi af einhverjum óútskýranlegum kröftum þegar búið er að lækka það þá á ungafólkið að hugsa sér til hreyfings.
Það skildi þó ekki vera að bankarnir haldi uppi húsnæðisverði.
Rót virðist komið á fasteignamarkaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2008 | 21:52
Rúv á villigötum
Það er að mínu mati dapurt að verða vitni að því hvernig kvöld eftir kvöld Ríkisútvarpið að mínu mati bregst skyldum sínum.
Það er ekki apparat til að stjórna þróun málefna hér á landi það er ekki rekið af okkur borgurunum til að skipta um borgarstjóra starf þess er að segja fréttir koma með fréttaskýringar en ekki haga sér eins og spákona á markaðstorgi. Umfjöllun um borgarmálefni eru síðan langt frá því að vera hlutlaus svo jafnvel hörðum andstæðingum núverandi meirihluta finnst nóg komið.
Á meðan allt snýst um Villa þá líða hjá miklu alvarlegri mál sem varla er minnst á eins og hvað hafa lífeyrisrissjóðir landsmanna tapað miklu undanfarið og er einhver ábyrgur fyrir því hvernig gengur að afnema ellifríðindi alþingismanna af hverju er það ekki búið hversvegna hækkar olía hér í hvert skipti sem eithvað hækkar úti en lækkar síðan aldrei aftur
Verðlagning hjá olíufélögunum er eins og hámarks hitamælir hann mælir alltaf hæsta gildi og fer aldrei niður þó að kólni en enginn segir neitt Er kannski Ruv með sömu samninga hjá einhverju olífélagi eins og 365
Það er af nógu að taka fyrir fréttamenn og eiginlega komin tími til þess að mínu mati að þeir fari að sinna því starfi að greina fréttir og atburði sem að eru að ske í þjóðfélaginu en hætti þessari samkeppni um hver geti eignað sér heiðurinn af því að geta djöflast nógu mikið í einstaklingi sem að orðið hefur á í lífinu djöflast þar til hann hrökklast í burtu úr opinberu lífi.
Það er að vera fyrstur með fréttina sama hvað það kostar.
Svona í framhjáhlaupi það er verið að furða sig á að engin vilji taka við landsliðinu Ég hef lesið fréttir í fjölmiðlum og greinar hér á blogginu um þjálfara td fótboltalandsliðsins. Gæti ástæðan núna fyrir að þvi að enginn vill taka þetta að sér verið sú að menn hafi bera ekki geð í sér að láta það sem skrifað er og sagt um þjálfara á stundum ganga yfir sig og sína fjölskyldu. Það skildi þó ekki hjálpa til
13.2.2008 | 17:20
Flest er nú Íbúðalánasjóði að kenna
Skoða þarf sameiningu banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |