Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Nútíð og framtíð

Mér hefur alltaf þótt gaman af sögu og yfir hátíðarnar hef ég stytt mér stundir  og verið að skoða  mál sem að eru okkur nálægt í tíma og velt ýmsu fyrir mér. Hvað voru til dæmis margir sammála þeirri skoðun sem að fram kemur í greininni  Framsóknar "Lind" 14 april 1999  þar sem spáð er rekstrarerfiðleikum Norðuráls og hækkandi orkuverði til almennings til að fjármagna botnlausan taprekstur fyrirtækisinns. Það er kannski ekki það forvitnilegasta heldur hvað mundu margir fylgismenn þessarar skoðunar eftir henni þegar að Norðurál tilkynnti hagnað upp á einn milljarð fyrir árið 2003 og heyrðist eitthvað frá þeim þá.

Ég setti þetta í samhengi við umræðuna í dag margir eru þeirrar skoðunar a það þurfi að stöðva allar framkvæmdir annars fari allt norður og niður en sé allt stöðvað verði björt framtíð með blóm í haga.
Ég tel gáfulegra að hægja á í staðin fyrir að nauðhemla allir sem skollið hafa í mælaborð eða framrúðu eru sennilega samþykkir því og eitt er víst að þjóðin er ekki með öryggisbeltin á sér þegar kemur að því að þola niðursveiflu eins skuldsett af íbúða og yfirdráttarlánum og fólk er.
Hvort er betra? Þennsla + verðbólga = hroðalega erfitt að greiða lán eða  Stopp/Stöðnun+ atvinnuleysi = ekki hægt að greiða lán. Seinni kosturinn er mun verri fyrir þá sem að missa vinnuna.

Meiri hluti landsmanna samkvæmt skoðanna könnunum er líka samfærður um að hér komi aldrei upp vandamál vegna innflytjenda (undirritaður efast stundum um gildi skoðanakannana) 
Ég tel viturlegt að skoða mál innflytjenda og reyna að búa þeim í haginn efla aðlögun þeirra og láta af þeirri landlægu skoðun að hér verði þróunin ekki eins og í öðrum löndum ekkert sem tryggir það hefur að mínu viti komið fram. Í dag er nóg atvinna en hvernig verður það á næsta ári. Ísland er best í heimi (segir auglýsing) en við getum samt alltaf gert betur.

Vísindamenn eru sannfærðir um að jörðin yfirhitni vegna athafnasemi homo sapiens.  
Ég kom út snemma á ísköldum morgni allt steindautt og ískalt. Kom þá ekki sólin upp allt vaknaði á örskammri stund það hitnaði heyrðist í fuglum og lífið vaknaði ég gat ekki annað en velt þvi fyrir mér hvað heimurinn breytist mikið ef orka þessa risa sveiflast bara um 0,00000001% . Ættum við kannski að gefa öðrum kenningum unm ástæður hnattrænnar hitunar tækifæri líka það er ekki álitamál að við eigum að sýna foreldri okkar móður jörð virðingu en við eigum heldur ekki að láta teyma okkur hugsunarlaust áfram. Það væri hlálegt ef að sagan leiddi í ljós að innan tíu til fimtán ára værum við að berjast við kulda eins og sumar kenningar halda fram.  Ef að ekkert er að þá þarf ekkert að rannsaka og ef ekkert er rannsakað þá er engin vinna. Þessvegna tek ég dómsdags spádómum með fyrirvara enda ætti ég að vera löngu dauður miðað við hvað marga ég hef lifað.
En allt þetta er eitthvað sem að við vitum eftir tíu eða tuttugu ár. En þangað til ættum við að hafa í huga að hóf er best í öllu, ekki ætti að taka öllu sem gefnu heldur leita upplýsinga og mynda sér skoðun á eigin forsendum, virða skoðanir annara og stunda fordómalausa umræðu með opnum huga.

Gleðilega Páska

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband