31.12.2009 | 13:36
Mótmælum öll og slökkvum ljósin.
Í nótt þar sem ég lá andvaka hugsi eftir dæmalausa opinberun getuleysis fulltrúa okkar til að standa vörð um aðra hagsmuni en sjálfs síns og flokka sinna, skaut allt í einu í huga mér hugmynd um hvernig vér sem erum á móti þessum gjörning getum opinberað hug okkar gagnvart þessum gerning og sýnt forseta vorum hug okkar í þessu máli.
Tilaga mín er sú að í kvöld þegar að ávarp forsætisráðherra hefst slökkvi hver sá sem vill mótmæla þessum gjörning öll ljós á heimili sínu og myrkvi það sem táknmynd þess myrkurs sem stjórnvöld hafa fært yfir þjóðina. Hvað væri öflugari birtingarmynd andstöðunnar ef ljós þau sem að lýsa til himins frá landinu myndu deyja meðan á ávarpinu stæði Þeir sem að geta ekki verið án orða leiðtogans geta síðan horft á þau í sífeldum endursýningum næstu daga.
Annað sem að ynnist líka með þessu er að þá væri hægt að sjá hverjir vilja bera byrðarnar og rukka eftir því það þarf bara að renna á ljósið sem væri þá leiðarljós Icesave innheimtu deildarinnar.
Víst er ekki langur tími til stefnu en það væru mótmæli sem tekið yrði eftir ef 70% ljósa í landinu myndu slokkna í mótmælaskyni við nauðungar samningana þegar að forsætisráðherra tekur til máls aðgerð sem myndi vekja athygli á afstöðu þjóðarinnar víða.
Ef þið sem þetta lesið teljið hugmyndina skoðunarvirði látið þetta ganga og boltann vinda upp á sig hver veit nema að lítill bolti gæti orðið að heilli þúfu og eins og stendur ritað oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Gleðilegan Gamlársdag
Forseti tekur sér frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"... getuleysis fulltrúa okkar til að standa vörð um aðra hagsmuni en sjálfs síns og flokka sinna ..."
Þetta skil ég ekki. Hvernig geta IceSave-samningarnir þjónað hagsmunum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þegar umræddir samningar eru jafnóvinsælir meðal kjósenda og raun ber vitni? Það liggur í augum uppi að stjórnarflokkunum verður refsað harkalega fyrir IceSave-málið í næstu kosningum og því er algjörlega fjarstæðukennt að halda því fram að þarna séu sérhagsmunir stjórnarflokkanna sem ráði ferðinni.
Þessu er einmitt öfugt farið - Samfylkingin og Vinstri grænir fórna eigin skinni fyrir þetta mál. Hvers vegna ætli það sé? Það hlýtur að vera einhver rækilega góð ástæða fyrir því að stjórnarliðar kasta sínum eigin pólitíska ferli á glæ til þess leiða IceSave-málið til lykta á þennan hátt. Kannski, bara kannski
Ólafur Kjaran Árnason, 31.12.2009 kl. 15:01
, er það vegna þess að þessir samningar eru hreinlega okkar skásti kostur.
(Þetta átti auðvitað að vera hluti af textanum fyrir ofan.)
Ólafur Kjaran Árnason, 31.12.2009 kl. 15:04
Einmitt það hljóta að vera ansi miklir hagsmunir á ferðinni ekki satt þegar menn ganga svona gegn umbjóðendum sínum varðandi Samfylkinguna er ég fjallviss um að þar ræður eitthvað sem þjóðin veit ekki enn varðandi ESB með VG er ég ekki eins viss en eitthvað mikið hlýtur það að vera þegar menn fórna svona miklu. Varðandi það að þetta sé okkar skásti kostur þá hafa kannanir sýnt að um 70% þjóðarinnar er algjörlega ósammála því.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.12.2009 kl. 15:47
Þó að þjóðin virðist vera sammála um að vera ósammála þarf það alls ekki að þýða að þjóðin hafi endilega rétt fyrir sér hvað þetta mál varðar. Það voru líka allir ósammála Galíleó á sínum tíma, þegar hann hélt því fram að jörðin væri ekki flöt.
Jóhanna, Steingrímur og félagar á Alþingi vinna við að taka ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, við höfum falið þeim það vald. Í því felst einnig að þau kynni sér málin eins vel og unnt er í þeim tilgangi að ákvörðunin sé sem allra best fyrir þjóðina. Þeim er ætlað að taka eins mikinn tíma og nauðsynlegt er vega og meta alla mögulega kosti og velja síðan þann rétta og í þeim tilgangi borga skattgreiðendur Alþingismönnum laun. Því má í raun segja að Alþingismenn séu betur í stakk búnir til þess að taka stórar ákvarðanir en aðrir þjóðfélagsþegnar - þeir geta kynnt sér allar hliðar málsins og hafa meiri yfirsýn en hinn almenni borgari.
Ólafur Kjaran Árnason, 31.12.2009 kl. 18:05
Það er rétt hjá þér en hver voru orð til dæmis Steingrims um ESB og Icesave fyrir kosningar ef að við eigum að treysta þeim í blindni verður þá líka ekki að vera krafa um að fólk snúist ekki eins og vindhanar á rjáfri
Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.12.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.