Velferðin og jöfnuðurinn ríða ekki við einteyming.

Ríkisstjórnin eykur enn jöfnuð í þjóðfélaginu nú í gegnum útgreiðslu séreignarsparnaðar. Stjórnin er á móti því að taka skatt af séreignasparnaði landsmanna það komi til með að steypa okkur í glötun þegar fram líða stundir vegna tapaðra tekna og slær því allar tillögur í þá átt út af borðinu.
Samt gerir hún fólki kleift að taka út sparnað sinn allt að 2,5 miljónum sem er líklega allur sparnaður mikils hluta þeirra sem sparað hafa samkvæmt þessu formi.
Af hverju er í lagi að gera þetta svona fer þá ekki allt í steik í framtíðinni vegna tapaðra tekna, ég skil þetta ekki alveg ég fæ ekki betur séð að í báðum tilfellum verði ekki tekjur til í fjarlægri framtíð sem greiddur verður skattur af.

Það læðist að mér sá grunur að þetta sé gert til að fólk geti fram fleytt sér aðeins lengur það eigi alla vega fyrir mat, en þess gætt að hafa útgreiðslur í því magni og formi að ekki sé hægt að greiða niður lán og skuldir því það gæti truflað afkomu þeirra sem eiga fé hér á landi.
Því er skömtuð rétt mátuleg upphæð á mánuði fyrir lágmarks framfærslu til þeirra sem að nýta sér þetta sem er nokkur hluti sparifjáreiganda mátuleg upphæð til að milda ógæfu aðgerðir stjórnvalda svo að þau geti sagt næstu mánuði að þær aðgerðir hafi ekki leitt til frekari samdráttar en orðið er.
En skatturinn af þessu er horfinn fyrir framtíðina og inneignin líka svo til viðbótar við tapaðar skattgreiðslur sem að áttu að setja allt á hausinn í framtíðinni þá er sparnaðurinn horfin svo að framfærsla kemur til með að þyngjast fyrir stjórnvöld og komandi kynslóðir mér finnst  því allt tal um að ekki megi taka skattinn af séreignasparnaði landsmanna sem að stjórnvöld hafa haldið fram tárvotum augum bull og vonandi vegna þekkingar leysis en ekki illvilja.
Um langtíma áhrif má helst nota þekktan vísdóm Sem segir að það sé skammgóður vermir að pissa í skóna.

Annað er athyglisvert við útgreiðslu séreignasparnaðar og tvímælalaust í takt við jafnræðisreglur þær sem stjórnvöld hafa innleitt og einnig þá reglu að láta nú efnamenn bera byrðarnar það sé komin tími til að hlífa hinum örþreytta verkalýð landsins en þessar jöfnunar reglur hafa farið svolítið öfugt ofan í mig og mér sýnst að jafnræðið sé eins og áður að þeir jafnari verði alltaf enn þá jafnari.

Við útgreiðsluna greiðir verka Gunna skatta af útgreiðslunni sem er í sjálfu sér hið eðlilegasta mál hún nýtir sér persónu afslátt sinn til að lækka skatta af vinnu laununum. En hvað gerir  fjármagns Gunna hún lifir af fjármagnstekjunum borgar af þeim 15 % skatt  og nýtir síðan persónu afsláttinn upp í útgreiðslu séreignar sparnaðar.
Þannig að verka Gunna fær rúmlega 69 000 til eigin brúks af hverjum 100.000 útgreiðslu séreignarsparnaðar en fjármagns Gunna fær sinn 100.000,- óskert.
Fjármagns Gunna nær því séreignarsparnaðinum út án þess að borga krónu til ríkisins enda er hún sennilega á vonarvöl þá að ríkið hafi gert sitt besta henni til bjargar það dældi peningum inn í bankana til að bjarga innistæðum hennar allar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa síðan beinst að því að hækka verðtryggðar innistæður hennar til að lágmarka tap hennar.

Á sama tíma hækka gjöld og álögur á verka Gunnu þannig að 70% eignarhlutur hennar í eigin húsnæði er komin niður í 0% afborgarnir hafa hækkað um 60.000 kr á mánuði laun hennar lækkað um 50.000,- síðan afsalaði hún sér síðustu kauphækkun vegna þrýstings frá atvinnurekandanum sem er í raun ríkisbanki því fyrirtækið var tekið undir væng bankanna og stundar nú undirboð á almennum markaði í skjóli bankans.
Asi mótmælti þessum þrýstingi á launafólk fyrir siðasakir en brást kjarkur til að segja frá því um hvaða banka og hvaða fyrirtæki væri að ræða en þau eru nú sennilega fleiri en eitt.

Ég vil þakka ríkjandi búskussum fyrir að standa vörð um fjármagns Gunnu fyrir þeirra til verknað aukast eignir hennar um 13.400.000.000.,- núna um áramótin meðan að eignir verka Gunnu rýrna um sömu upphæð.

Mikil er blessun jafnaðarstefnunnar fyrir okkur sem að njótum hennar í verki.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað gerir  fjármagns Gunna hún lifir af fjármagnstekjunum borgar af þeim 10 % skatt

Fjármagns-Gunna hefur þurft að greiða 15% fjármagnstekjuskatt af hverfandi vöxtum nú um nokkurn tíma

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka leiðréttinguna það gerir stöðu hennar enn daprari ekki satt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.12.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband