16.12.2009 | 20:53
Misgjörðir feðranna.
Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem að leggur allt sitt í sölurnar til að hjálpa okkur hinum ómeðvituðu til að öðlast betra lif á plánetunni. Það er ekkert grín að draga fram lífið á framlögum ríkisins sem þar að auki eru hálfgert dirty money fengið úr vösum skríls sem að að einhverju leiti hefur framfæri sitt og lífsafkomu af iðnaði.
Það er ekkert grín að fara á köldum dögum milli bæjarhluta til að finna úðabrúsa sem eru umhverfisvænir og innihalda ekki mengandi efni. Það þarf sjálfstjórn til að vakna um miðja nótt til að úða málningu á eigur annarra og hafa þó það mikla trú á þeim eigendum að þeir munu ná málningunni af með vistvænum hreinsiefnum.
Nei það er sko ekkert grín að leita að kornflexinu sem mamma keypti í myrku eldhúsinu því sannur aðgerðarsinni kveikir varla ljós til að spara orku. Sennilega lætur viðkomandi, hamstur stíga rafal til að knýja fartölvuna, ipodin, hljómflutningsgræjurnar og hlaða farsímann eða þá að hann hefur komið sér upp stigvél til að skapa orkuna fyrir búnaðinn.
Síðan má ekki vanmeta það álag sem fylgir því að búa heima hjá þeim gömlu sem að oftar en ekki hafa viðurværi sitt af andjarðarlegri vinnu eins og álframleiðslu og þungaiðnaði og þurfa að borða mat sem keyptur er fyrir skítugar launagreiðslur frá þeim iðnaði.
Þetta er ekki auðvelt líf til að kjósa sér og við hinir sem fastir erum í því úrelta hugarfari að vinna við framleiðslu til að sjá okkur og okkar farborða ættum að virða þetta fólk meira og sýna því stuðning.
Ég hinsvegar er svo forpokaður og óforbetranlegur að mér finnst að það ætti að velja sæmilega eyju í einhverjum firðinum planta hákörlum í kringum hana byggja sæmilegt íveruhús og gripahús koma fyrir nokkrum beljum , rollum. geitum og svínum ásamt gömlum amboðum eins og orfi og ljá, hrífu skóflu, gafli og eldfærum og leyfa þeim sem að hafa orðið uppvísir af því að brjóta lög okkar náttúruspellvirkjana að taka út sína refsingu óáreittir og í sátt við móður jörð með þeim lifnaðarháttum sem teljast vera næst náttúrunni.
Ég er nú ekki betur innrættur en þetta.
Unnu spjöll á sendiráði Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Aðalsteinn, þú ert allt of örlátur og óvistvænn í þessari tillögu.
Verkfærin eru öll af hinu illa; framleidd úr þungamálmum við kola- eða olíubrennslu. Húsdýrin menga líka og falla aukinheldur ekki inn í náttúrumunstrið. Ísbirnir og selir eru náttúrulegar dýrategundir í þessu umhverfi en auðvitað yrðu dýrin friðuð. Naktir ættu náttúrusinnar vera og lifa af jarðargróðrinum - þó í hófi því ekki má ganga um of á náttúrugæðin. Notkun elds er stórhættuleg uppfinning manna og yrði alfarið bönnuð.
Náttúrulegri lifnaðarhættir yrðu vandfundnir á þessari sæluríkiseyju
Kolbrún Hilmars, 17.12.2009 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.