Afhverju borga ekki allir skatta ?

Á vef Dómsmálaráðuneytis er reglugerð um tekju og eignaskatta þar kemur fram að hluti embættismanna er undanþegin tekju skatti af launum sínum. Ég verð að viðurkenna það að ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki sanngjarnt síðan er mér forvitni að vita eftirfarandi. Reglugerðin er hér neðar á blogginu.

1. Útvegar ríkið þessum embættismönnum einnig húsnæði án endurgjald.
2. Hver eru rökin fyrir þessu skattfrelsi.
3. Hvað er hér um marga embættismenn að ræða.
4. Hvað þiggja margir þessara einstaklinga einnig eftirlaun samkvæmt eftirlaunafrumvarpinu sem var.

Síðan má geta þess að samkvæmt vef Ríkisskattstjóra þá eru almennir dagpeningar núna  fyrir flokk 1 Euro 312  Flokk 2 Euro 265 FLokk 3  Euro 235 FLokkur 4 Euro 208 Kaupmannahöfn er í flokki 3 þannig að ef fólk vill reikna þá er hægt að taka þann fjölda embættismanna sem nú er á loftslagráðstefnu og finna kostnaðinn samkvæmt eftirfarandi  Fjöli embættismanna X dagafjöldi X 235 X 187 = Kostnaður í ISK
Þá fæst kostnaðurinn af ráðstefnunni að því gefnu að allir noti þessa dagpeninga til greiðslu á ferðakostnaði og ríkið greiði ekkert af þeim hluta utan við hinar almennu dagpeninga greiðslur. Síðan eftir því sem að ég veit best þá eru dagpeningar frádráttarbærir til skatts.

Hér er 5 grein reglugerðarinnar

Eftirtaldir menn eru undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti:
1. Forseti Íslands.

2. Handhafar valds Forseta Íslands eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir það starf.

3. Þeir, sem starfa erlendis í þjónustu íslenska ríkisins, eru undanþegnir tekju­skatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir slík störf. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi, sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn á vegum utanríkisráðuneytisins við sendiráð Íslands, hjá útsendum ræðismönnum, eða eru fastir fulltrúar Íslands við alþjóðlegar stofnanir, sem Ísland er aðili að.

4. Embættismenn, fulltrúar og aðrir, sem erlendis starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkjasamtökum, eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir slík störf skv. því, sem ákveðið er í samningum þeim, sem Ísland er aðili að.            

5. Erlendir þjóðhöfðingjar og erlendir starfsmenn þeirra.

6. Sendiherrar erlendra ríkja, sendiræðismenn og erlendir starfsmenn við sendiráð erlendra ríkja. Sendiherra tekur hér til allra sendimanna annarra ríkja, sem eftir reglum þjóðaréttar teljast til diplómata. Starfsmennirnir verða að vera í fastri þjónustu sendiráðanna og hafa starfið að einkastarfi. Íslenskir starfs­menn sendiráðanna njóta engra ívilnana í skatti skv. þessari gr.

7. Konsúlar annarra ríkja, sem ekki eru íslenskir þegnar. Ef konsúllinn er íslenzk­ur þegn, hvort sem hann er sendikonsúll eða heimakonsúll, þá nýtur hann eigi skattfrelsis. Sama er um konsúla, sem að vísu eru ekki íslenskir þegnar, en eru þó ekki sendikonsúlar (consules missi), heldur eiga hér heimili af öðrum ástæð­um, t. d. sem kaupsýslumenn, forstjórar stofnana eða fyrirtækja o. s. frv., þeir verða skattskyldir hér.

8. Menn úr liði Bandaríkjanna, sem dvelja hér á landi skv, varnarsamningi frá 5. maí 1951, sbr. lög nr. 110/1951, skyldulið slíkra manna eða starfsmenn, sem ekki eru íslenzkir þegnar en ráðnir hafa verið til starfa vegna framkvæmda skv. samningnum.

Þeir, sem taldir eru í 3.-8. tl. þessarar gr., skulu þó gjalda hér skatt, ef þeir hafa hér tekjur skv. 3. gr. A. 1.-5. tl. eða eignir skv. 3. gr. B. 1.-3. tl., það er, þeir hafa sams konar skattskyldu sem erlendis heimilisfastir aðilar, greiða skatt af sömu tekjum og eignum, að undanteknum tekjum af embætti sínu eða starfi, sem þeir fá frá viðkomandi erlendri ríkisstjórn eða stofnun, er þeir starfa fyrir hér á landi. Þó gildir það sérákvæði hér, að því er snertir 3. gr. A. 1, að nægilegt er, að aðili hafi tekjur af fasteign, t. d. af framleigu sem ítakshafi o. s. frv., enda þótt hann eigi enga fasteign. Að öðru leyti gildir hér það, sem sagt er í 3. gr. um framangreinda liði, og skattur greiðist eingöngu af þar greindum tekjum og eignum, en engum öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er nú svona að gera athugasemd við sjálfan sig en mér dátt í hug fyrir svefnin hvort það geti verið að einhverjir af þessum einstaklingum sem undanþegnir eru skatti séu í hópi þeirra sem að þiggja laun samkvæmt eftirlaunafrumvarpinu illræmda og þá hvað margir. Það væri svo ínnilega í takt við hvernig öllu er hér fyrirkomið að það væri hægt að vinna jafnvel stóran hluta starfsævinnar án þess að að greiða neitt til samfélagsins en njóta síðan ríflegra greiðslana frá þessu sama samfélagi sem ekert var greitt til eftir starfslok.

Því finnst mér broslegt, ef ofanritað er rétt hugsað hjá mér, að heyra menn agnúast út í sjómannaafslátt til þeirra sem að eiða árinu á sjó fjarri fjölskyldum sínum við að skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.12.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Annars er tómt mál að tala um að taka réttindi af utanríkisþjónustunni, þetta er jú félagsmálastofnun útbrendra stjórnmálamanna.

Sigurður Ingi Kjartansson, 13.12.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband