Lélegt

Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég er ekki hallur undir stjórnvöld þau sem hér ríkja og að ég hef minna en ekkert álit á þeim flokki sem hefur ekki gert neitt og ekki komið nálægt neinu í Íslensku stjórnkerfi samkvæmt eigin mati.

Flokkur sem er með sama karakter og þeir leikfélagar manns í æsku sem að hikuðu ekki við að njóta góðs af strákapörum og þessháttar en þegar syrti í álin stukku fram með fingurinn hrópandi ég gerði ekki neitt ég gerði ekki neitt þeir gerðu það og sátu síðan í skjóli túngarðs og nutu þess sem áunnist hafði meðan aðrir tóku út sökina.

Ég vona að kjósendur sjái þversögnina í þessu og biðji Valgerði að upplýsa hvað Norski féhirðirinn sem ráðin var af Samfylkingunni kostaði Íslenska ríkið. Ég lýt á þetta útspil Samfylkingarþingmansins sem lítlmannlega leið til að gera tortryggilegan mann sem að veit um hvað hann er að tala og er ekki stjórnvöldum leiðitamur er nema von að sérfræðingar vilji varla starfa hér þegar að stjórnmálamenn reyna að gera starf þeirra tortryggilegt.

Ég tel að þeim 5 000 000 sem að er varið í starfsorku þessa mans sé vel varið ef það er rétt hjá honum að við getum sparað  1.850.000.000.í greiðslur í staðin ef að ég skil fréttaflutning rétt.

 

 

 


mbl.is Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband