24.11.2009 | 21:26
Breiðubökin
Það finnast víða breiðubökin á stjórnarheimilinu þessa dagana nú er öxinni snúið að fæðingarorlofi og skorið niður þar um álíka upphæð og á að fara í Evrópuþvaðrið. Þeir geta verið ánægðir furstarnir sem eyða skattpeningum þjóðarinnar í eitthvað sem að 29% hennar vill og meira að segja sumir stjórnarherrarnir vilja ekki sjálfir. Það er svona eins og fjölskyldu faðir kaupi ársmiða í Húsdýragarðinn án þess að hafa nokkurn tíma hugsað sér að fara þangað með fjölskylduna á sama tíma og ekki er til peningur fyrir skólagöngu barnanna á heimilinu. Vitlaus forgangsröðun sem sagt.
Ég vona bara að þeir sem að börðu bumbur á liðnum vetri og þökkuð sér þá stjórn sem að nú ríkir sé allsáttir við sjálfan sig þessa dagana.
Get svo ekki annað en minnst á morgun þátt Bylgjunar þar sem að mínu mati Mörður náði óþekktum hæðum í hroka þegar minnst var á orð hagfræðings sem telur að við getum sparað miklar upphæðir í Icesave málinu. Það er farið að valda mér þó nokkrir undrun hvað ákveðnir aðilar leggja mikla áherslu á að þjóðin borgi sem mest svo mikla áherslu að það jaðrar við að það þurfi að rannsaka hvaða hagsmunir liggja þar að baki. Ljóst er að það eru varla hagsmunir þjóðarinnar að mínu mati.
Ætla að skerða greiðslur í fæðingarorlofi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.