11.11.2009 | 09:44
ASI á villigötum.
Ég hef um langt skeið verið hugsi yfir áherslum ASI og annarra félaga samtaka launafólks. Þær eru að mörgu leiti góðar og umhyggjan fyrir fólki í lægri launastigum er þakkar verð. En hvers á fólk að gjalda sem er í hinum hærri launastigum fer það bara ekki að yfirgefa hreyfinguna okkar og skilja okkur hina eina eftir í henni.
Þetta fólk er jú það sem borgar mest til félagana í formi gjalda það borgar hlutfalslega mest til þjóðfélagsins en er utangarðs fólk í sinni eigin hreyfingu því öll áhersla hreyfingarinnar snýst um að koma efri hluta hennar niður á við en ekki að hækka neðri hlutann nær efri hlutanum. Það verður að segjast að stundum hvarflar að mér að hreyfingin mín sé í samstarfi við norrænu fyrirmyndar velferðar stjórnina við að skapa jöfnuð og stöðugleika hér norðurfrá. Það er þann jöfnuð að allir hafi það jafn skítt og séu á botninum því að það er í sjálfu sér stöðugleiki að geta ekki sokkið lengra.
Ég persónulega vil heldur fljóta upp á við en sökkva til botns og lái mér hver sem vill og ég tel komin tími til að ASI og önnur þessháttar samtök fari að verja alla en ekki bara neðri hlutan. Efri hlutin borgar jú lika til félagsins og við njótum góðs af því.
Enn verið að máta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.