Réttlæti en ekki hýrudráttur

Starfsfólki mínu það er þeim einstaklingum sem að töldu mér og öðrum trú um að þeir væru hæfastir til að stjórna hér á landi vil ég benda á að á hinum almenna vinnumarkaði tíðlakast ekki að greiða fyrir vinnuframlag sem að ekki er skilað. Sé ekki um veikindi að ræða heldur skróp greiðist ekki. Sama vil ég að gildi um þá einstaklinga sem eru á launum hjá mér og með báðar hendur á kafi í vösum mínum til að sópa til sín fé.

Það kallast ekki að hýrudraga að taka af fólki pening sem það hefur ekki unnið fyrir það kallast réttlæti.


mbl.is Minni laun fyrir dræmar mætingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón þetta hefur hingað til verið kallað þjófnaður í almenna geiranum heitir víst eitthvað annað hjá ríki og bæ.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 9.11.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Jón og takk fyrir þetta...eins og talað úr mínum munni. Og meira segja las ég það í lítilli klausu, að niðurskurður hjá ríkistjórn sem átti að verða, hefur verið lagður til hliðar og frestað í bili..Hún hefur nefnilega svo léleg laun eða þannig, að hún sjálf það er ríkistjórnin treystir sér greinilega ekki í þann niðurskurð sem hún ætlast til að við fjölskyldurnar og heimilin landinu eigum að geta ráðið við.  Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.11.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband