9.11.2009 | 19:35
Gamalt vín á nýjum belgjum.
Það er greinilegt að sú stjórn sem að hér ríkir hefur ekki lært rassgat síðan þessir aðilar héldu um taumana síðast þegar fólk lapti dauðan úr skel hér á skerinu í kringum 1990.
Það á að skattleggja og skattleggja til að taka hvatan frá fólki að bjarga sér enda ekki furða þegar þeir sem stjórna virðast ekki hafa hugmynd um að það þarf að framleiða verðmæti og leggja fram vinnuframlag til að velta og hagsæld skapist í landinu.
Það má þakka búsáhaldabyltingunni það að hér ríkja stjórnvöld sem vilja breyta öllu á þann veg að það megi líkja fólkinu í landinu við endurnar á tjörninni sem svamla um í hringi bíðandi eftir því að einhver hendi til þeirra brauði en oft er það svo að höndin með brauðið fæðir sumar endur betur en aðrar.
Allar endur eru jú jafnar en grænar og rauðar endur aðeins jafnari en aðrar.
Það er engan niðurskurð að sjá hjá höfðingjunum sjálfum það er hægt að reka fólk í umönnunar stéttum svelta verktaka á götuna og skattpína almenning en sparnaður hjá elítunni sjálfri hann er ekki til. Til að gæta jafnræðis við almúgann hefði til dæmis átt að reka ca 6 þingmenn það hefði verið ágætis fordæmi, Nei í staðin þá eru laun lækkuð í þykjustunni og lækkunin tekin til baka í launuðum nefndar og stjórnastörfum sem þarf ekki einu sinni að stunda.
Ég og vonandi fleiri leita nú logandi ljósi að einhverju eða einhverjum sem að virðist hafa einhverja getu til að leiða okkur út úr þessu verst er að það eða sá virðist ekki finnast í Íslenskri stjórnsýslu þó að krafan um eiginleikana sé ekki ýkja hörð Aðeins heiðarleiki trúmennska og trygglyndi við umbjóðendur sína, landið sem þeir byggja og hagsmuni hvorutveggja eiginleikar sem þurfa að koma framar eiginhagsmuna poti og hagsmunagæslu fyrir sig og þá sem þóknanlegir eru.
Ég spái því að flestir munu fljótlega draga úr vinnuframlagi sínu og hætta að kaupa þær vörur sem hækkaðar verða sem veldur því að framleiðendurnir leggja upp laupanna og fleri störf tapast.
En verið viss um eitt þó að allir hætti að kaupa þessar vörur verða þær enn í vísitölunni og hækka hana mánuð eftir mánuð.
Hér þarf stjórnaskipti og það strax að bíða fram yfir áramót er ekki orðin kostur í stöðunni.
47% skattur á launatekjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.