5.11.2009 | 19:58
Að mæta í vinnuna.
Mér finnst oft erfitt að mæta í vinnuna það er vont að vakna í skammdeginu og ansi erfitt að drusla sér fram úr. Þó mæti ég því að kaupkerfi mitt og flestra landsmanna er byggt þannig upp að við fáum greitt fyrir að vera í vinnunni.
Þess vegna skýtur það skökku við þegar fréttir berast af því að þó nokkur fjöldi ágætlega launaðra einstaklinga í þessu þjóðfélagi fái rúmlega þá upphæð sem talin er nægja fólki sem atvinnuleysisbætur í laun fyrir störf sem að viðkomandi sér síðan ekki sóma sinn í að mæta til að vinna.
Það er oft á tíðum vegna þess að þessir aðilar eru uppteknir við önnur störf sem að þeir þiggja líka laun fyrir. Mér fannst það til dæmis athyglisvert þegar talin var upp samninganefnd Íslands við Evrópusambandið þá voru þar einstaklingar sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu eins og til dæmis í skilanefndum.
Ég vinn nú sennilega ekki merkilega vinnu en hún sér þó til þess að ég hef ekki tíma til að taka að mér stjórnarsetur í nefndum og fyrirtækjum eða þingstörf hvað þá að ég hefði tíma til að semja við Evrópubandalagið meðan ég jafnframt sinnti vinnuskyldu minni við þann aðila sem að greiðir mér laun.
Sama held ég að gildi um flest alla og ansi er ég hræddur um að þetta sé hluti af hinu gamla Íslandi þar sem að menn gauka að hvor öðrum störfum og skildum fyrir góð laun laun sem að aldrei stendur til að leggja þurfi vinnuframlag á móti svo að einhverju nemi.
Séu þetta hins vegar ekki merkilegri störf en það að það sé hægt að sinna þeim meðfram tveimur til þremur vinnum þá finnst mér 160.000 á mánuði vel í lagt og réttast að lækka eða leggja þessi laun af og sleppa þess í stað áformum um vegaskatta út frá borg og bæjum á Íslandi.
Dagur fékk 160 þúsund á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.