Ekki tímabundið eftirlit.

Að mínu mati á ekki að koma upp tímabundnu vegabréfaeftirliti heldur hafa það langvarandi. Ég vil gjarnan leggja á mig þá fyrir höfn að taka með mér vegabréfið sem að á auk þess að gera í ferðalögum erlendis ef að sú aðgerð getur hjálpað til þess að innanstokksmunir mínir séu enn á sínum stð þegar ég kem heim.
mbl.is Tímabundið vegabréfaeftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sammála síðasta ræðumanni.

Guðmundur Jónsson, 4.11.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mikið er ég sammála þér Jón, fatta ekki hverjum datt í hug að hafa landið galopið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.11.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

sammála það er bara gaman að hafa vegabrefið tilbúið þegar er farið er erlendis gaman gaman

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 4.11.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta geta menn "þakkað" Schengen-ruglinu !

Því fyrr sem við losum okkur úr Schengen, þeim mun betra.

Í upplýsingariti um Schengen segir:

Íslendingar geta sagt samningnum upp einhliða og sama máli gegnir um Norðmenn. ESB-þjóðirnar geta eingöngu sagt samningnum upp ef Schengenlöndin í ráðherraráðinu samþykkja það. Uppsögn tekur gildi sex mánuðum eftir að hún er undirrituð.

Heimild: http://www.delisl.ec.europa.eu/eu_and_country/schengen.doc 

Er eftir nokkru að bíða ? 

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/974655/

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.11.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Snorri Magnússon

Það er ekki eftir neinu að bíða!!  Schengen samstarfið gagnast engum, að neinu ráði, nema þeim sem eru í "annarlegum erindagjörðum" (lesist glæpamönnum) og þurfa að komast óáreittir á milli landa, án þess að yfirvöld viðkomandi lands séu að fylgjast með því hver eða hverjir eru að heimsækja viðkomandi lönd!! 

"Venjulegan" ferðamann eða aðila í viðskiptaerindum munar ekkert um það að bíða hálftímanum lengur í einhverri biðröð eftir að sína vegabréfið sitt, líkt og viðkomandi þarf t.d. að gera við komu til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Írlands, svo einhver lönd séu nefnd.

Það er afar einföld ástæða fyrir því að t.d. Bretar og Írar tóku aðeins þátt í lögreglu og tollasamstarfi Schengen samkomulagsins en hún er sú að þeir vilja geta ráðið því og stjórnað hver eða hverjir sækja þá heim!!!

Snorri Magnússon, 5.11.2009 kl. 00:47

6 identicon

Hva, áttu önnur lögleg ferðaskilríki sem þú getur notað á ferðalögum?  Ökuskírteinið telst ekki með. ;)

karl (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 09:50

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

:) gott að sjá að það eru fleiri þessarar skoðunar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.11.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband