1.11.2009 | 00:46
Að láta það bitna á börnunum
Sem fyrrverandi nemandi í einum af þessum skólum langar mig að leggja orð í belg. Það að ætla að fara að keyra börn um langan veg að vetrartíma er ekki réttlætanlegt hvað þætti okkur grafavogsbúum um að börnin okkar stunduðu nám í Vogunum og væru keyrð á milli við vondar aðstæður og í vondum veðrum og það bætist ofan á að Vegagerðin er að minka snjóruðning og hálkuvarnir. Síðan gleymist að af þessum miljónum sem sparast er borgaður skattur og gjöld og sveitarfélögin missa þann ´spón úr aski sínum fólki fækkar og byggðin rýrnar. Það má örugglega spara annarstaðar en í þessu. Hvað með að loka menntaskólanum við Borgfirðingar gátum sótt okkur framhaldsnám þó ekki væri menntaskóli í héraði.
Þrír skólar lagðir niður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo er stóra spurningin: Hvenær er ekki lengur hægt að spara "annarstaðar en í þessu" ?
Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 02:17
Að þeim skuli detta það í hug að leggja niður Laugargerðisskóla, á þá að senda þau börn í Borgarnes? Börnin sem búa lengst frá Borgarnesi þurfa þá að vera í skólabílnum í um 3 klst á dag, er það ásættanlegt?
Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 12:21
Það hlýtur að koma að því Anna og Hrafnhildur nei það er ekki ásættanlegt alla vega er ég viss um að foreldrum hérna á mölinni þætti það ekki
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.11.2009 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.