27.10.2009 | 23:02
Vinur í raun
Það er ætti að vera orðið lýðum ljóst að við stöndum einir í þessum málum nema að Færeyingar réttu okkur hjálparhönd. Því er komin tími á að við snúum okkur að okkur sjálfum og hjálpum okkur sjálf hjálp kemur ekki að utan ekki frekar en á öldum áður þegar harðindi og mannfellir lék landið grátt. Við þurfum að binda bráðan bug að því að sparka IMF út í hafsauga herða sultarólarnar í smá tíma og koma okkur upp úr þessum öldudal við höfum gert það áður og eigum eftir að gera það aftur því mannfólkið er breyskt. Við þurfum að losa okkur við gjörsamlega gagnslausa ríkisstjórn sem ekkert gerir annað en að flækjast fyrir þeim aðgerðum sem þarf til að koma atvinnulífi af stað. Fólk vill ekki þetta og vill ekki hitt við skulum muna að ekkert stendur að eilífu það var reist síldarverksmiðja á Djúpuvík hún er nú bara minning svo má einnig segja um álver gagnaver eða hvað þetta allt heitir þó að það sé það næsta sem að getur komið okkur úr kreppunni þá er ekki þar með sagt að þau standi að eilífu, Fyrir rúmum hundrað árum síðan hefðu menn sem spurðir voru að því fullyrt að gufuvélin yrði drifkraftur um komandi tíð en er það svo nú. Því sé ég ekkert að því að nýta orkuna i stóriðju nú um stundir seinna meir mun hagkvæmni og arðsemis möguleikar ráða því í hvað hún er notuð það er ef að hugmyndafræði frelsis og mannkosta einstaklinga fær ráðið en ekki hafta stefna of yfirstjórnlegt vald stóra bróður sem vill gapa yfir öllu.
Burt með ríkisstjórn áður en hún gerir illt verra og gleymum aldrei hjálpsemi nágranna ríkja okkar í komandi framtíð. Því sá sem getur hjálpað í dag getur orðið hjálparþurfi á morgun.
Íslandslán rædd á Norðurlandaráðsþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála,með sérstaka áheyrslu á að gleyma aldrei hjálpsemi þeirra ríkja,sem hana veittu án skilyrða.
Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2009 kl. 23:31
Góður pistill, Jón Aðalsteinn, hafðu heilar þakkir fyrir.
PS. Vélstjóra-sonur er ég og sonarsonur, hr. vélfræðingur.
Jón Valur Jensson, 28.10.2009 kl. 02:22
Þakka innlitinn Vélstjórnin teygir anga sína víða nafni og var gott og hagnýtt nám sem hefur reynst manni vel yfir ævina
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.10.2009 kl. 18:49
Já, ég efast ekki um það – það átti við um fleiri.
Jón Valur Jensson, 28.10.2009 kl. 21:20
Heill og sæll Jón, tek undir með þér að Færeyingar eru vinir í raun og því skulum við aldrei gleyma, þeir hafa alla tíð sýnt og vináttu það eigum við að meta. Hvað varðar ríkisstjórnina þá veit ég ekki hvað ætti að taka við, er einhver von um að þeir séu betri sem settu landið á hausinn ? .
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.10.2009 kl. 23:36
Sammála því sem að ofan er ritað um vini í raun. Nei Sigmar þeir sem settu landið á hausinn eru ekkert betri þó að um þá sem núna ríkja verði varla mikið sagt. Það er athyglisvert að flokkar jafnaðarstefnu skuli senda blauta tusku framan í ASI eins og viðist hafa verið gert með því að birta eitthvað samkomulag sem er svo ekki einu sinni víst að sé samkomulag. Ég er nú það barnalegur að vona að hér rísi upp hreyfing sem er ekki njörvuð inn í þau hagsmunatengsl sem að hafa skapast hreyfing sem að tekur að sér að reka landið á sama máta og flest heimili eru rekin það er miðað við innkomu og tekjuöflun og forgangsraði hlutum eftir þörf og þar tel ég ekki að innganga í ESB sé ofarlega á listanum. Það er svo margt þarfara sem þarf að gera fyrst að mínu mati.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.10.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.