Stöðugleikinn í hættu.

Það er ljótt í efni þegar að stöðugleikinn er í hættu. En um hvaða stöðugleika er að ræða. Er það stöðugt aukið atvinnuleysi, kyrrstæðar vinnuvélar, stöðugt minnkandi kaupmáttur, stöðugt hækkandi verðlag (bensín hækkaði í dag), stöðugt hækkandi skattar það ætti eiginlega að tala um stöðugleikana en ekki stöðugleikann. Nei það má á engan hátt trufla stöðuga stöðnun núverandi stjórnvalda það gæti komið fyrirætlunum þeirra um að gera lífskilyrði hér svo ömurleg að ekkert komi til greina annað en að selja landið til Evrópusambandsins í voða.

Það sem við þurfum síst á að halda núna er að þessi ríkisstjórn sé stöðug megi hún falla sem fyrst. Síðan vil ég lýsa stuðningi við þann eina forustumann verkalýðshreyfingarinnar sem að virðist enn hafa jarðsamband en það er forustumaður Verkalýðsfélags Akranes, Megi aðrir forustumenn hreyfingarinnar verða óstöðugleikanum að bráð.


mbl.is Stöðugleikasáttmálinn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband