Ég hef áhyggjur.

Þó Steingrímur hafi ekki áhyggjur eða þá Jóhanna þá hef ég þær og velflestir landsmenn sem að ekki eru svo  blindaðir af ást á nafnlausa flokknum að það er sama hverju er troðið ofan í kokið á þeim þeir gleypa það allt hrátt og óssoðið.
Hinn helmingurinn af harmleiknum friðar síðan móa og mýrar til að vera nú viss um að landið verði óbyggilegt fyrir annað fólk en fræðinga og vinstri menn á framfæri ríkisins. 

Það er alveg ótrúlegt að hlusta á það trekk í trekk að fólk ver illar gjörðir sínar í dag með því að það sé allt saman einhverjum öðrum að kenna. Þetta er brjóstumkennanleg afstaða og það verður hlálegra með hverjum mánuðinum að heyra þetta. Hvernig verður það eftir 4 ár jú það er bara allt Geir Harde að kenna, að fólk skuli ekki hafa betri rök fyrir eigin getuleysi og enn grátlegra er það að það skuli ganga ofaní almúgann, eða það finnst mér þegar ég les bloggfærslur hér þar sem að einu rökin fyrir því að samþykkja skuldaklafann séu þau að Sjálfstæðismenn komist ekki að.
Þeir sem að þannig skrifa eru allavega í andstöðu við 39% þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun.

Ef það sem nú er í gangi er afrakstur pottaglamursins fyrir betra lýðræði gegnsærri stjórnsýslu og virðingu fyrir störfum Alþingis þá er ég hreykin af að hafa haft eldhúsáhöldin í pottaskápnum allan tímann.

 


mbl.is Endurskoðun óháð þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Sakleikurinn bítur

Sigurður Helgason, 19.10.2009 kl. 01:56

2 identicon

Allt rétt hjá þér, nema niðurlagið.  Við verðum að drasla pönnunum út á austurvöll og henda þeim út aftur.  Aftur og aftur, þar til þeir breyta rétt.  Eins og öfugt ESB þurfum við að hafa vit fyrir þessum skríl sem er á þingi.

Mokum út, en hvað svo?

Georg O. Well (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband