Lognið á undan storminum.

Það er ég viss um að landvættir okkar halda niðri í sér andanum og trúa ekki því sem að þeir eru að verða vitni að, einum versta gjörningi sem að nokkur ríkisstjórn hefur gert gagnvart þegnum sínum og að því er virðist í þeim eina tilgangi að geta fengið sæti fyrir útvalda við háborðið á Glæsivöllum þar sem að eftir því sem mér sýnist smjör drýpur af hverju strái og sólin skín í heiði að eilífu. Svona svipað og trú Íslamista á Mekka.

Í gegnum söguna hafa miklir leiðtogar leitt þjóðir sínar í gegnum slæma tíma og undarlegt nokk þá hafa þjóðir gegnið í gegnum um harðindi hörmungar og jafnvel dauða undir forustu þessara leiðtoga sem að heldur vildu standa uppréttir frekar en að láta kúga sig. Við lesum um þessa atburði í dag með lotningu eða hreifa nöfn eins og Laugaskarð og Masada ekki við fólki.

Mér finnst velferðarstjórnin hafa klúðrað því tækifæri sem að hún hafði að fylkja þjóðinni bak við sig og standa fast fyrir og skapa sér virðingu og ég spái því að lífdagar þessarar stjórnar séu nú taldir í dögum en ekki mánuðum. Þjóðin hefði með réttri stjórn verið tilbúin að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika sem eru að mestu fólgnir í því að þurfa að borða fisk eitt  besta hráefni í heimi og lambakjöt eina bestu náttúruafurð sem til er kannski hefði þurft að takmarka keyrslu vegna skorts á olíu um tíma en hvað um það við keyrum hvort eð er allt of mikið.

Annað í þessu er búsáhaldabyltingin fólkið sem stóð vörð um lýðræðið og felldi réttkjörna stjórn landsins með pottaglamri og kom þessari stjórn að. Það hefur verið sagt að byltingin hafi verið skipulögð í herbúðum vinstri flokkanna. Það er nú frekar komiskt á alvarlegan máta að þessi bylting hefur á innan við 12 mánuðum snúist upp í afsal á fullveldi vanvirðingu á þingi og innleiðingu Versala samninga á bök þjóðarinnar. Eru ekki þeir sem hæst börðu potta og pönnur ansi ánægðir með sjálfan sig í dag miðað við hvernig staðan er í dag, eða eiðilagði pottaglamrið eitthvað af innviðunum.
Það á að ráðstafa framtíðar tekjum barna okkar langt fram á þessa öld, það á að fara með mál í dóm en það er búið að ákveða að ef okkar réttlæti vinnur þá er ekki víst að það gildi og Ragnars ákvæðið gildir ef það verður dæmt ógilt annars ekki. Ég segi eins og 3 ára dótturdóttir min.
HVAÐ ER Í GANGI.

Síðan jafnvel þó að Hæstiréttur Íslands dæmi Ragnars ákvæðið gilt þá gildir það ekki við erum því að afsala Íslensku dómsvaldi til útlanda.
Hverjum eiginlega datt þessi vitleysa í hug, mig bara brestur menntun og getu til að ímynda mér það.

Svo vil ég þakka útrásarvíkingunum okkar sem að sínu mati hafa ekki gert neitt rangt, innilega fyrir að eyðileggja framtíð barna minna og barnabarna og einnig þeim sem að versla við þá daglega til að þeir þurfi ekki að slá af lífstandard sínum.

HELVÍTIS FOKKING FOKK


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Minn tími mun koma, því miður rættist sú hótun!  Verkstjórn Heilögu Jóhönnu hefur því miður frá byrjun verið til skammar.  Guð blessi alheiminn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 10:47

2 identicon

Maður finnur til vanmáttar og liggur við gráti, ætlum við að láta þessa óstjórn komast upp með þetta....ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga meðan við rífumst og skömmumst á bloggsíðunum ????

Eða ætlum við að gera eitthvað í málunum ?????

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:23

3 identicon

Fjölmenna niður á Austurvöll kl 16 í dag og láta helvítins pakkið finna fyrir því

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband