Vændi mannsal og miðaldra Íslenskir karlmenn.

Það hefur í nokkurn tíma verið talað um mannsal og vændi hér á landi og oft á tíðum dregin upp mynd af miðaldra þétt holda Íslenskum karlmönnum sem gerendum í þeim málum Mér finnst því athyglisvert að í þeim tveim málum sem að hafa verið í umfjöllun núna koma miðaldra þéttholda Íslenskir karlmenn ekki mikið við sögu. Í öðru tilfellinu virðist vera að kona af erlendu bergi brotin sé grunuð um að hafa verið framkvæmdarstýra í málinu og í hinu málinu er verið að leita að mönnum af því bergi brotnu sem að ekki má nefna svo maður verði ekki kallaður rasisti.

Það er sorglegt að við í taumlausri viðleitni okkar við að vera svo góð erum vað glata því sem að hefur gert land okkar að yndislegasta landi í heimi. Það er land með lítilli glæpatíðni land þar sem  menn þurftu ekki að óttast um líf og limi og gátu lengi vel gengið frá híbýlum sínum ólæstum en þetta er allt að breytast og það hratt. Því miður.

Eitt breytist þó ekki þegar rætt er við fræðinga sem margir hverjir tilheyra því kyni sem að nú stundar kraftakeppni í Smáralind, og flestir hverjir langt frá því að geta talist þéttholda. Það sem ekki breytist er það að enn er hinn algengasti sökudólgur á öllu því sem miður fer hér á landi hinn Íslenski miðaldra þéttholda karlmaður.

Mér finnst síðan athyglisvert að það er ekki hægt að Blogga við fréttina um leitina að Litháunum. Það sem að ég er að velta fyrir mér varðandi það er hvort að það sé vegna þess að við Bloggarar gætum ekki orða okkar nógu vel til þess að okkur sé treystandi til að fjalla um það mál án þess að fara yfir strikið. Eða er það vegna þess að menn óttast þær skoðanir sem að gætu komið þar fram. Ég man eftir fréttum þar sem menn innlendir hafa verið grunaðir um slæm verk og ekki verið lokað fyrir blogg um það. Eða kannski er vafrinn minn bara bilaður.

Sé raunin sú að menn óttist hömluleysi bloggara þurfum við bloggarar að taka til í okkar ranni því ætiíð skildi gæta aðgátar í lífinu og fara varlega með það afl sem að hið ritaða orð veitir okkur. En sé það vegna þess að menn óttist þær skoðanir sem að gætu komið fram verða menn að hugsa til þess að vandamálin hverfa ekki við það að ekki er fjallað um þau. Um það geta margir strútar á himnum vitnað sem að ákváðu að stinga höfðinu í sandinn þegar vandamálin steðjuðu að.
En sé það vegna þess að vafrin minn sé bilaður þá bölva ég Bill Gates.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband