Að toppa sjálfan sig.

Nú finnst mér umhverfisráðfrú vor hafa toppað sjálfan sig. Það er ekkert rangt við það að ungmenni fái að segja sína skoðun á umhverfismálum en af hverju er þá ekki stofnaður rágjafa hópur ungmenna um útivistar tíma aldurstakmark á útihátíðum bílprófsaldur og ótalmargt fleira.

Það er vegna þess að við hinir fullorðnu berum ábyrgð á ungmennunum að þau fái fæði klæði uppihald húsaskjól menntun og uppeldi sem að skilar þeim út í lífið sem best undir það búnum. En núverandi stjórn með umhverfisráðfrúna í fararbroddi og sú umhverfisráðfrú sem á undan var var síst betri vinnur hörðum höndum gegn öllu því sem að gæti hjálpað okkur hinum fullorðnu til að framfleita afkomendum okkar.
Afkomendum sem í mörgum tilfellum telja sig nú vera ungmenni fram á fertugsaldurinn og hanga heima við góðan kost frítt fæði og húsnæði en telja sig samt vel til þess komin í skjóli föðurhúsanna að segja okkur til hvernig best sé að haga öflun bjargarinnar sem að færir mat á diskinn þeirra, meðan þau sötra kaffi late og leysa heimsvandamálin í miðbæ  Reykjavíkur.

Mér finnst það í raun lýsandi dæmi um starfsemi þessarar ríkisstjórnar að ráðherra sem hlustar ekki á atvinnulífið hlustar ekki á verkalýðinn og er föst í einhverjum sjálfhverfum turni afturfars til náttúrunnar skuli nú gefa yfirlýsingu um það að hún ætli að leita til ungmenna landsins um rágjöf.
Af hverju ætti hún frekar að hlusta á ungmennin? 
Hún er kannski frelsarinn endurborin hann sagði jú leyfið börnunum að koma til mín því þeirra er guðsríki. Það skildi þó ekki vera að framtíðar ríki VG sé einskonar guðsríki þar sem einungis hinir syndlausu fá aðgang því hina verður búið að flæma af landi brott.

Það er þó tvennt sem þarf að muna áður en af því alþýðulýðveldi verður. Verði engin uppbygging engin iðnaður ekkert gert þá verður ekkert á diskum ungmenna né annarra hér á landi. Í öðru lagi þá ættum við að minnast að sé horfið nógu langt aftur þá voru konur heima hlóðu niður börnum elduðu mat meðan menn veiddu því þá var það vöðvaaflið sem að réði því hver skaffaði ég trúi því varla að VG og aðrir talmenn forréttinda kvenna vilji taka upp þá liðfanarhætti aftur í skiptum fyrir ósnortna náttúru.

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að ríkisstjórnin sé svo gjörsamlega rúin getu til að vinna fyrir þjóð sína  að hún afsali sér þeim losunar kvóta sem við höfum. Því losa þurfum við og þá þurfum við að borga fyrir það sem við afsöluðum okkur. Þar eru mikil verðmæti á ferð sem einhver fær. Ekki veit ég hver græðir en vildi þó gjarnan vita það því að mér finnst vera orðin megn ýldulykt af öllu þessu umhverfishjali því að þegar málin snúast um peninga þá er stutt í skítaklyktina það ættum við Íslendingar að vita manna best þessa dagana.


Amen.


mbl.is Ungmenni til ráðgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband