10.10.2009 | 00:37
Og?
Og hvað með það segi ég. Það hljómar kannski miskunnarlaust en ég sé ekki alveg punktinn nema að hann sé að sá fræi sektar hjá okkur í stanslausri herferð sem að núna gengur yfir landið til að mýkja okkur í Icesave. Hver væri staða þessara ágætu hjóna ef þau hefðu keypt hlutabréf fyrir peninginn hvað hefðu þau tapað miklu á því. Þau völdu áhættu fjárfestingu og eru nú hluti af hóp sem vil kalla til ábyrgðarmenn til að bæta sér tjónið. Ábyrgðarmenn sem aldrei skrifuðu upp á ábyrgðina og sem að ég tel stóran vafa á að beri yfirleitt nokkra ábyrgð. Ef maður fjárfestir i einhverju sem er of gott til að vera satt þá má maður reikna með gróða en líka tapi.
Hefði einhver af þeim sem að núna vilja láta þjóðina borga sér tjónið verið reiðubúin að greiða þjóðinni hluta af ágóðanum ef ekkert hrun hefði orðið. Eg er viss um að svarið er nei í næstum hundrað prósent tilfella.
Töpuðu öllu hjá Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta vekur ekki upp samvisku hjá mér, þetta aurapakk fékk þó 20 miljónir til baka en ég tapaði öllu og meira til, hefði sætt mig við 5 miljónir til baka og ekki gjaldþrot restina af ævinni,
Hvenær ætlar þessi auma þjóð að fara að standa í lappirnar, hvar er gamli baráttu andinn, hér þarf raunverulega byltingu ef ekki með góðu þá með yllu.
hvenær ætlar þjóðinn að senda flokkana út í kuldan og hætta að rífast um í hvaða flokki þeir eru,,,,,,,,,,,,,
sigurður helgason (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.